Austurland


Austurland - 02.03.1995, Blaðsíða 8

Austurland - 02.03.1995, Blaðsíða 8
Fríður flokkur ,,óvita“ á sviðinu í Félagslundi. Óvitar á Reyðarfirði REYÐARFJOfiÐUR Lcikfélag Rcyðarfjarðar frumsýnir barna- og fjðlskyldulcikritið „Óvitar1' cftir Guðrúnu Helgadóttur, í Fclagslundi, laugardaginn 4. mars næstkomandi. Er þetta fjórða uppfærsla vcrksins en áður hcfur það vcrið sýnt í Þjóð- Icikhúsinu árin 1979 og 1989 og nú í vetur í Lrándheimi í Nor- egi. 20 lcikarar taka þátt í sýning- unni, allir á aldrinum 9-16 ára. Æfingar hafa staðið frá því um áramót. Tvö aðalhlutverk leikritsins lcika þær Vigdís f>. Sigurðar- dóttir og Pálína M. Árnadóttir en leikstjóri er Jón Júlíusson. Starf Leikfélags Reyðarfjarð- ar hefur verið í óvenju miklum blóma undanfarin ár sem sést á því að Óvitar er þriðja verkefni félagsins nú á einu ári. Formað- ur lcikfélagsins er Gíslunn Jó- hannsdóttir. Kvennadeild SVFÍ Norðfirði sextíu ára NESKAUPSTAÐUR Sextugasti aðal- fundur Kvcnnadcildar SVFI á Norðfirði var haldinn í liúsi fé- lagsins í síðustu viku. Þau ánægjulcgu tíðindi gerðust á fundinum að 12 ungar konur gcngu til liðs við félagið og er orðið langt síðan jafn margar konur ganga í deildina samtím- is. Formaður deildarinnar, Rósa Skarphéðinsdóttir, flutti skýrslu stjórnar og kom víða við. 1 skýrslunni kom fram að helstu verkefni deildarinnar á síðasta ári var ýmiskonar forvarnastarf auk þess sem deildin lagði sitt af mörkum við lokaáfanga slysa- varnafélagshússins. Tillögur að merki fyrir deildina voru kynnt- ar á fundinum og var kosin nefnd þriggja félagskvenna til að skoða þær nánar og gera til- lögu um merki til stjórnarinnar. Loðnufrysting í Fellabæ Héraðsmenn hafa hingað til tekið sér flest annað en loðnuvinnslu fyrir hendur en í byrjun þessarar viku hóf Herð- ir hf. í Fellabæ frystingu á loðnu sem keypt var hjá Fiskhúsinu á Eskifirði. Pálmi Kristmannsson hjá Herði hf. telur öruggt að þetta sé í fyrsta skipti sem loðna er fryst á Héraði. Tekið skal fram að hér er um tilraunastarfsemi að ræða og um rniðjan dag á þriðjudag sl. var búið að frysta 5 tonn. SP Neskaupstað, 2. mars 1995. Verð í lausasölu kr. 170. Hornf irðingar funda um atvinnumál Merkið hannaði Sigurbjörg Gunnarsdóttir og er uppistaða tillagnanna Norðfjarðarhornið. Á fundinum var samþykkt að gefa öllum börnum í yngsta bekk grunnskólans reiðhjóla- hjálma í vor og veita þeim fræðslu um mikilvægi notkunar þeirra og þannig að börnin noti hjálmana alltaf þegar þau eru á hjólum. Sextíu ára afmælisfagnaður deildarinnar verður í Egilsbúð á stofndegi deildarinnar 31. mars nk. Undirbúningur að þeirri samkomu er þegar hafinn. Stjórn deildarinnar er óbreytt en hana skipa Rósa Skarphéð- insdóttir formaður, Guðbjörg Þórisdóttir varaformaður, Elísabet Karlsdóttir gjaldkeri, Inga Magnúsdóttir ritari, Jó- hanna Ásmundsdóttir og Þor- björg Sigurbjörgsdóttir með- stjórnendur. ■;ni:iilr:tjni:uiii;« Viðvarandi at- þessa gátu þeir sem þess óskuöu vinnuleysi hrellir nú Horn- fengið viðtöl við gestina. firðinga sem til þessa Itafa lítt þurft að kljást við slíkt. í viðtali sem Eystrahorn birti við Eyjólf Guðmundsson forniann at- vinnumálanefndar Hornafjarð- ar þann 16. febrúar síðastliðinn kemur fram að 40 - 50 manns muni ganga þar atvinnulausir á komandi misserum verði ekkert að gert. Atvinnumálanefnd Hornafjarðar í samvinnu við Atvinnuþróunarfélag Austur- lands efndu, í ljósi þessa, til al- menns fundar um atvinnumál á Hótel Höfn síðastliðinn fimmtudag undir yfirskriftinni „Atvinnuuppbygging til alda- móta". Framsöguerindi fluttu þeir Jón Ásbergsson frá Utfiutn- ingsráði, Hallgrímur Jónasson frá Iðntæknistofnun og Sigurður Guðmundsson frá Byggðastofn- un. í erindum sínum kynntu þessir aðilar möguleika sinna stofnana til að styrkja atvinnu- þróun á staðnum. Áður höfðu þeir heimsótt nokkur fyrirtæki og kynnt sér stöðu mála. Auk Að framsöguerindum lokn- um voru pallborðsumræður þar sem þrír framámenn í hornfirsku atvinnulífi, þeir Hall- dór Árnason framkvæmdastjóri Borgeyjar, Tryggvi Árnason framkvæmdastjóri Jöklaferða og Pálmi Guðmundsson kaup- félagsstjóri hjá KASK sátu fyrir svörum auk þeirra sem fluttu framsöguerindin. Að sögn Eyj- ólfs Guðmundssonar urðu um- ræðurnar hinar líflegustu. Að- sókn að fundinum fór fram úr björtustu vonum en um 70 manns sóttu hann. Eyjólfur tjáði AUSTURLANDI að þetta framtak hafi heldur verið til þess að stappa stálinu í mann- skapinn en tók fram að hér væri aðeins um fyrsta skrefið að ræða. Mikil vinna er framundan við úrvinnslu þeirra upplýsinga sem þarna fengust. Það er við- fangsefni fyrir Atvinnumála- nefnd, bæj arstj órn og hið frj álsa framtak á staðnum. SÞ Noregsrútan 3 Tanni Ferðaþjón- usta á Eskifirði er um þessar mundir að hefja kynningu á ferðum sínum á komandi sumri. Meðal þess sem Tanni býður í Ljósafellið landar í Bremerhaven FÁSKRUÐSFJOR0UR Togarinn Ljósafell frá Fáskrúðsfirði seldi afla sinn í Bremerhaven í síð- ustu viku. Afiinn var 133 tonn og að uppistöðu til karfi. Sölu- verðmæti var 19.3 milljónir og meðalverð á kíló 145 krónur. Að sögn Gísla Jónatanssonar hjá Kaupfélagi Fáskrúðs- firðinga, sem gerir Ljósafellið út, eru menn þar á bæ sáttir við söluna. Mjög hefur dregið úr sigling- um til Þýskalands á síðustu árum og hefur útgerð Kaupfé- lags Fáskrúðsfirðinga ekki sent sín skip þangað um nokkurra ára skeið. SÞ sumar er „Noregsrútan" sent er tveggja vikna æfintýraferð unt Noreg á 52 sæta rútubíl með Svein Sigurbjarnarson við stýrið. Farið verður nteð Nor- röna frá Seyðisfirði þann 8. júní og kontið til baka 22. júní. Rút- an fer í land í Esbjerg og eftir stuttan stans á Jótlandi er haldið nteð ferju frá Hirtshals til Ósló- ar. I Noregi er síðan ekið vítt og breitt unt fornfrægar slóðir og margar perlur þessa stór- brotna lands skoðaðar. Farar- stjóri verður Sigurður Blöndal fyrrverandi skógræktarstjóri. FAGÞJONUSTA I Olíu- og loftslur í FJÓRA ÁRATUGI flestar gerðir bíla Bifreiðaverkstæði Eyrargötu 5 Neskaupstaö S 71602

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.