Húsfreyjan - 01.10.1969, Blaðsíða 11

Húsfreyjan - 01.10.1969, Blaðsíða 11
Lazarus. Josodad reyndi að vera hlý- legri og spurði: „Hvernig gekk þér, gaztu leikið á flautuna, Lazarus ?“ „Nei, Ebenezer var svo andstyggileg- ur við mig. Hann sagði að ég hefði ekki tóneyra". Húsfreyjan fór að ausa mat í skálar, en stanzaði allt í einu og hlustaði. Henni létti, þegar bróðir hennar, Lazarus, sem drengurinn hét eftir, birtist í dyrunum. Hann var glæsimenni og hafði unnið fyrir sér sem vefari, þar til fyrir fjór- um árum að hann missti konu sína, en þau voru barnlaus. Skömmu síðar kvæntist hann aftur ekkju, sem átti frjósaman víngarð. Hún varð barnshaf- andi, en var of gömul til að þola fæð- inguna og dóu þau bæði, hún og barnið. Það var ár síðan. Eftir það borðaði Laz- arus oft á viku heima hjá systur sinni, og hann hafði eitt sinn sagt við Josodad, að það væri Guðs vilji að hann dæi barnlaus, en nú liti hann á systurbörn sín sem sín eigin börn. Josodad hafði sem snöggvast fundið til öfundar í garð þessa léttlynda manns, sem bar mót- læti sitt með slíkri stillingu. Lazarus var hygginn, eins og systir hans. Þau létu dagsins önn fylla líf sitt, en héldu ekki opnum undum hjarta síns. Josodad tók í fyrsta sinn eftir því, hve ólíkar þær viðtökur voru, sem mág- ur hans fékk og þær, sem biðu hans sjálfs. Nærvera hans var sem farg á öllum, en þegar Lazarus birtist, fylgdi honum hlýja og glaðværð. Honum fannst hann vera ókunnur maður í þessu húsi og það skipti hann engu máli. „Ég er viss um að það snjóar fyrir sól- setur“, sagði Lazarus eldri. „Ég verð að flýta mér til fjárins“, sagði Josodad. Um leið og hann sagði þetta, brá eins og leiftri fyrir í huga hans. „Þau verða fegin, þegar ég fer — ég gæti eins verið dauður“. Hann var sannfærður um, að Lazarus myndi annast systur sína og börn henn- ar, gifta telpurnar góðum mönnum og arfleiða drenginn að víngarðinum. Hann kvaddi og fór og var ekkert meira ein- HÚSFHEYJAN mana úti í nöprum vindinum, en hann hafði verið inni í hlýjunni. Hann gekk sem leið lá út úr þorpinu. Yzta húsið var gistihús Grikkjans Eforus, þessa, sem Martha sagði að væri alltaf drukkinn. Það einkennilega var, að þessi ofdrykkjumaður var sá eini í þorpinu, sem virtist skynja hyldýpi þess harms, sem Josodad bar eftir son sinn. Og það var líka hann, sem hafði forðað Josodad frá því að steypa sér í drykkju- skap. Fyrst eftir dauða Nathans, þegar Josodad fann hvergi fró, þá reyndi hann að drekka frá sér sorgina. Eitt kvöld sagði Eforus, sem sjálfur var mikið drukkinn: „Gerðu þetta ekki, Josodad. Það er enga huggun að finna á botni bikarsins. Ég veit það, ég hef sjálfur leitað hennar þar“. Og Josodad, sem þá hafði verið til skamms tíma efnaður f járbóndi og naut enn virðingar í sam- félaginu, varð allsgáður við þá hugsun, að kófdrukkinn gestgjafi teldi ástæðu til að tala þannig til hans. Eftir það hafði hann aldrei komið í gistihúsið, en hugsaði jafnan hlýtt til Eforusar, eina mannsins í Betlehem, sem skildi, að sonarmissir gat verið svo sár, að jafngilti örkumlum. Þegar hann fór fram hjá gistihúsinu, sá hann að þar var margt um manninn og honum þótti vænt um það vegna Eforusar. Nú áttu allir karlmenn, sem fæddir voru í Betlehem, að koma þang- að til að láta skrásetja sig samkvæmt nýrri tilskipan. Hann hafði sjálfur látið skrá sig á manntalið, þegar hann kom um morguninn. Nafn? Josodad Nathansson. Starf? Fjárhirðir. Heimilisfang? Betlehem. Aldur? 48 ára. Þessar hugsanir dreifðu huga hans um sinn. Hann hraðaði sér upp á hjall- ana, svo hann sæi til kindanna. Hann rétt grillti í þær í rökkrinu og sá að þær hnöppuðust saman. Þær vita það, hugsaði hann, Lazarus hafði rétt fyrir sér. Um leið féllu fyrstu snjókornin til jarðar. Arad og Ibri höfðu safnað sprek- 7

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.