Húsfreyjan - 01.10.1969, Blaðsíða 39

Húsfreyjan - 01.10.1969, Blaðsíða 39
það, þar til kertið er orðið hæfilega dig- urt. Þetta eru kölluð handgerð kerti, og eru þau mikið í tízku eins og stend- ur. — Algengast er nú að nota blöndu af stearíni og paraffíni til kertagerðar. Á meginlandinu er jafnvel einnig notað bíflugnavax og þykir það lang fínasta hráefnið til kertagerðar. Bíflugnavax brennur með frekar daufum loga, en vaxlyktin þykir mjög góð. Kerti úr bí- flugnavaxi eru víða notuð í kirkjum að fornum sið. Paraffín er aukaafurð, sem kemur, þegar verið er að eima jarðolíu, og er það því fremur ódýrt hráefni til kerta- gerðar. Framleitt er paraffín með mis- munandi bræðslumarki frá 52° og upp í 92°. Því meira paraffín, sem notað er, þeim mun mýkri og glærari verða kert- in. Paraffín linast áður en það bráðnar. Það verður því að nota paraffín með háu bræðslumarki í löng og mjó kerti, t. d. blómakerti. Meiri hætta er á því, að kertavaxið renni niður með hliðum kertisins og að kertið ósi, ef mikið af paraffíni með lágu bræðslumarki er not- að í ,,kertasteypuna“. En með því að láta stearín saman við paraffínið, er unnt að draga úr þessum óheppilegu eiginleikum paraffínsins. Stearín er framleitt úr dýra- eða jurta- feiti og er því dýrara en paraffín. Stearín þolir mikinn hita án þess að linast, en kerti með miklu stearínmagni eru hörð og ógagnsæ og þeim hættir til að brotna og jafnvel að molna. Segja má, að paraffín og stearín bæti hvort annað upp, og það ríður á að finna hæfi- leg hlutföll milli þessara hráefna í sam- ræmi við gerð og lögun kertisins. Stundum eru kertin lituð og er þá anilínlit blandað saman við bráðið kerta- vaxið, áður en mótað er úr því. Lituð kerti þykja mjög skrautleg, en þau upp- litast í birtu og jafnvel er hætt við að þau tapi lit, þótt þau séu geymd í kassa, sérstaklega ef kertin eru gerð aðallega úr stearíni. Til kertalitunar er því mikil- vægt að velja liti, sem þola bæði áhrif HÚSFBEYJAN sólarljóss og stearínsýru. Stundum eru kerti lökkuð og bronsi blandað saman við lakkið. Lökkuð og bronsuð kerti brenna verr en ólökkuð kerti. Sumir halda, að bezt sé að geyma kerti í langan tíma, þau muni þá brenna betur. Þetta á aðeins við um kerti með miklu stearínmagni. Paraffínkerti brenna ekkert betur, þótt þau séu geymd. Einnig skal tekið fram, að ef hvít kerti eru geymd með lituðum kert- um, geta hvítu kertin litast, ef þau núast saman við lituð kerti. Stundum geta hvít kerti gulnað, séu þau geymd í langan tíma. Rökin, sem notuð eru til kertagerðar, verða að vera úr góðum efnum, svo að kertin brenni með rólegum og fallegum loga. Áður fyrr var notað garn af ýmsu tagi, það sem hendi var næst. Slíka kveiki varð að klippa við og við. Nú á dögum er notað baðmullargarn, sem fléttað er saman þannig, að endinn beyg- ist til hiiðar og brennur burt smám saman. Grófleiki og þéttleiki kveiksins verð- ur að vera í samræmi við samsetningu kertavaxins og við þvermál kertisins. Eftir því sem kertin eru sverari og því Mynd úr Rád og resultater sýnir kerti írá 1840, ásamt skœrum og kertaslökkvara. 35

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.