Húsfreyjan - 01.10.1969, Blaðsíða 29

Húsfreyjan - 01.10.1969, Blaðsíða 29
höndum með grófum þræði og sterku spori, t. d. kappmelluspori. Svo þarf að gera við opið, kannske mætti loka þeim með snúru, draga opið saman og sauma litla grein í þau til skrauts, eins og við sjáum á myndinni. Væri ekki tilvalið að gleðja hana ömmu með því að senda henni dálítið jóladagatal 1. desember? Við getum bú- ið það til úr einhverju stífu efni, brydd- að að utan og sett á það hanka. Svo getum við fest á það smápakka, sem hún má opna hvern dag til jólanna, líkt og er á sumum dagatölum handa börn- um. Þetta mundi áreiðanlega gleðja marga ömmuna, kannski hann afa líka, ekki sízt ef þau eru búsett langt frá börnunum sínum, ef til vill dálítið ein- mana, lasburða eða á sjúkrahúsi. 1 litlu pinklana setjum við t. d. jóladúk, servi- ettur, vasaklúta, kerti, spil, sápu eða lítið ilmvatnsglas, svo má stinga smá sælgætispökkum inn á milli eða sýnis- hornum af því, sem búið er að baka (ef smákökubaksturinn byrjar snemma). Þannig má finna ýmislegt, sem við vit- um að kemur sér vel og gamla fólkið kann að meta. Þá er það litla systirin, sem er að taka tennur og slefar ósköpin öll. Ef við finnum nú svolítinn bút af frotti- efni, getum við notað hann í höku- speldi. Það má vera aflangt eða eins og kringla í lögun, og svo skulum við brydda það, t. d. með rauðu skábandi, og sauma í það litlar stjörnur, gular, bláar og rauðar eða annað eftir því sem andinn býður. Við bryddum það síðast við hálsmálið og látum endana vera svo langa að hægt sé að hnýta þá aftur fyrir hálsinn. Við getum látið fylgja speldinu skrautlegan jólaóróa, sem hengja má yfir litla rúmið, smábörn hafa svo gam- an af öllu, sem er marglitt og hreyfist ögn. Og fyrst við erum setztar við sauma- vélina, því þá ekki að sauma hvítan kraga handa Gunnu systur eða Önnu frænku. I hann þarf helzt eitthvert HÚSFREYJAN fallegt hvítt efni um 40x20 sm. Bezt er að búa fyrst til pappírssnið, máta það við hálsmál, sem er hæfilega stórt, sníða síðan tvö stykki eins. Ofurlítill útsaum- ur er auðvitað til skrauts, en ef efnið er áferðarfallegt, er hann alveg óþarf- ur. Og svo eru blúndukragar mjög í tízku, sumir eru með tungu að framan, alsettri rykktri blúndu, og þeir eru auð- vitað fjarska fallegir. En hvað er svo hægt að gefa honum Sigga bróður? Hvernig væri að gefa honum dyrabjöllu, hann vill aldrei láta trufla sig, svo að við þurfum alltaf að berja að dyrum hjá honum. Við sníðum stykki t. d. úr hessíanstriga eins og þríhyrning í laginu, og svo klippum við nokkur rauð hjörtu út úr rauðum flóka eða flauelsbút og límum hér og þar á þríhyrninginn. Við getum líka skreytt hann með litlum perlum inn á milli, ef vill. Svo klippum við pappastykki, sem er svolítið minna en þríhyrningurinn, og límum svo strigann ofan á það og brún- irnar inn af að aftan. Því næst festum við snúru eða lykkju í að ofan, en á neðri hornin festum við síðan tvær bjöll- ur eða eitthvað annað, sem glamrar í. Þetta hengir Siggi svo á herbergishurð- 25

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.