Eining - 01.01.1959, Page 1

Eining - 01.01.1959, Page 1
Reykjavík, janúar 1959. Hvað er Reglan? Hún er alþjóðlegt bræðralag — samtök manna, sem vilja gerbreyta sumum siðum þjóða og menningu þeirra, og afstöðu manna hvers til annars. Hún viður- kennir enga „milliveggi“ þjóðernis né litarháttar., Allir menn eru bræður, allir af sama uppruna, hafa allir sömu þarfir, sömu lögmálum háðir og stefna á sama leiðarenda- A fundum sínum og alþjóðaþingum, sýnir Reglan þessa lífsskoðun í verki. Þar setjast menn bróðurlega hlið við hlið, hvort heldur þeir eru frá Rússlandi, Japan, Kirj.gr eða Ameríku eða frá nyrsta og syðsta odda heimsbyggðarinnar. Reglan játar trú á Guð og þroskahæfni mannsins og eilífðargildi mannssálarinnar. Samkvæmt hennar skilningi og trú getur maðurinn leitað sér hugsvölunar við vizku- brunna og ausið úr þeim orkulindum æðsta máttar, sem veitir manninum sigur og vald yfir dýrseðlinu og öllum vondum hvötum, en magnar til andlegs þroska og mikilla dáða. Bræðralagshugsjónin er heimsmyndarhugsjón Reglunnar. Svo hátt er markið sett, þótt vitað sé, að „ógurleg er andans leið upp á sigurhæðir“. Sá siður, sem Reglan telur einna mestan bölvald manna, og foreldri hinna mestu niðurlægingu þeirra, eymdar og siðleysi, glæpa og slysa, og hvers konar ófarnaðar ein- staklinga og þjóða, er áfengissalan og áfengisneyzlan. Henni vill Reglan útrýma gersamlega. öll siðabót, sem er „uppreisn móti því sem var“, uppreisn gegn venjum og siðum, sem hafa undirokað menn og gert þá að vanans þrælum, hlýtur að vekja andstöðu og ofsóknir þeirra manna, sem slíkum siðum una. Reglan gat ekki, fremur en aðrir siðbótar- kraftar, sloppið við slíkt.

x

Eining

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.