Okkar á milli - 01.06.1983, Blaðsíða 8

Okkar á milli - 01.06.1983, Blaðsíða 8
HUÓMPLÖTU- Þrjár vinsælustu sónötur Beethovens í frábærri túlkun snillingsins Horowitz Vladimir Horowitz er án efa einhver mesti píanóleikari þessarar aldar. Hann fæddist í Kiev í Rússlandi, hinn 1. október 1904 og nam píanóleik við tónlistarskólann þar í borg. Arið 1925 hófst alþjóðlegur tónlistarferill hans með hljómleikahaldi í Vestur-Evrópu og Bandaríkjunum, en þar settist hann að síðar. Horowitz gekk að eiga Wöndu dóttur ítalska hljómsveitar- stjórans Toscanini árið 1953. Þær þrjár sónötur Beethovens sem Horowitz leikur á þessari hljómplötu eru þau verk sem hvað oftast heyrast á hljómleikum og af hljómplötum. Sónata nr. 14 ópus 27 nr. 2 var samin um aldamótin 1800. Það var skáldið og gagnrýnandinn Ludwig Rellstab sem sagði að fyrstu tónar hennar minntu sig á mánaskin yfir Lucernvatni. Síðan hefur hún ávallt verið nefnd T unglskinssónatan. Þá er Qrand sonate pathétique frá 1798: Sónata nr. 8 ópus 13. Verkið var tileinkað vini Beethovens og velgjörðarmanni, Karl von Lichnowski. Síðast á plötunni er hin frábæra sónata nr. 23 ópus 57 „Appassionata" frá 1804. TILBOÐ / framtíðínni munum uið bjóða félögum jafnt dægurtónlist sem klassíska og uerður lögð áhersla á að hafa það nýjasta og besta huerju sinni, á hagstæðara uerði en annars staðar er hægt að fá. Veraldarfélagar eru beðnir að hafa sama háttinn á uarðandi pantanir og með bækurnar og fglla út suarseðilinn sem fylgir blaðinu. Nr. 3001 Mávastellið, Grýlurnar Klúbbverð: 295 krónur Nr. 3000 Sónötur Beethovens Klúbbverð: 310 krónur Ekki er víst að Bing og Gröndahl gangist við hinu nýjasta framlagi Grýlanna, en unga kynslóðin er jafn áfjáð í að eignast hið nýja „Mávastell" og voru mæður þeirra forðum. Hér koma Grýlurnar með ellefu ný lög sem þær hafa samið og útsett. Til viðbótar ágætum flutningi semja þær nú hvert lagið öðru betra. Hvar sem þær troða upp er húsfyllir og alls staðar heyrast lögin þeirra svo okkur þótti sjálfsagt að bjóða Veraldar- unglingum eintak. Margir spurðu: HVERNIG ER PETTA HÆGT? Fjölmargir Veraldarfélagar hafa spurt okkur hvernig hægt sé að bjóða þrjár vandaðar bækur fyrir 98 krónur eins og við gerðum í inngöngutilboðunum - hvort ekki væru einhverjar kvaðir eða skyldur að baki. En svo er ekki og við stöndum vitanlega við það að stofnfélögum Veraldar sé í sjálfs- vald sett hvort þeir taka einhverju tilboði Veraldar eða ekki. Stofnfé- lagar geta ennfremur sagt sig úr klúbbnum hvenær sem er, en að sjálfsögðu munu þeir ekki njóta neinna tilboða Veraldar eftir það. Þegar við fórum af stað var okkur ljóst að kostnaður við félagaöflun yrði mikill. I stað þess að leggja fé í auglýsingar í blöðum og sjón- varpi ákváðum við að verja sama fé til að greiða niður bækurnar í upphafstilboðunum svo félagarnir nytu strax góðs af aðildinni, enda vorum við vissir um að það yrði okkar besta auglýsing. Við urðum sannarlega ekki fyrir vonbrigðum því móttökurnar hafa verið framar öllum vonum og enn streyma umsóknir inn. Gm tíma urðum við að hætta að afgreiða inngöngutil- boðin svo hægt væri að senda út fyrsta fréttabréfið. En allt er á fullum skrið og ekkert bendir til annars en að landsmenn séu sömu skoðunar og við; að fjöl- breytni og hagstætt verð sé krafa dagsins. /ÍTK

x

Okkar á milli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Okkar á milli
https://timarit.is/publication/846

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.