Íslenzk tunga - 01.01.1963, Síða 161

Íslenzk tunga - 01.01.1963, Síða 161
RITFREGNIR 157 stæður eru. Flestar eru hliðstæðurnar við suðvesturnorsku, einkum innri vestur- norsku (Harðangur, Voss, innri hluta Sogns). En eins og höf. bendir á, eru einnig margar hliðstæður annars staðar í norsku eða norrænum málum og jafn- vel í öðrum germ. málum, t. d. þýzku og ensku. Þannig er t. d. linun lokhljóða miklu útbreiddara fyrirbæri og er víðtæk einkum í dönsku, þar sem hún hefur sennilega orðið á 12. öld, enda telur höf., að hún hafi borizt úr dönsku í suð- vesturnorsku um miðja 13. öld í síðasta lagi (bls. 83). En auk þess er svo lin- mælissvæði í Suður-Þrændalögum, sem ekki verður séð, að standi í beinu sam- bandi við hin svæðin. Þetta veikir vitaskuld enn kenninguna um útbreiðslu lin- mælis við félagsleg samskipti, enda er þetta breyting, sem ofureðlilegt er, að gerist af hreinum hljóðkerfislegum ástæðum. Svipuðu máli gegnir um aðblástur langra harðhljóða (pp, tt, kk), en það einkenni telur höf. raunar arfleifð frá samnorrænum tíma (bls. 85). Svipuðu máli gegnir einnig um margar sérhljóðabreytingarnar, t. d. tvíhljóðun langra sérhljóða. Tvíhljóðunin er algeng ekki aðeins í norrænu, heldur og í öðrum germ. málum, t. d. ensku og þýzku. Segja má, að í þróunarsögu þessara mála hafi andstæðan tvíhljóð : einhljóð víða komið í stað andstæðunnar langt : stutt. Er því ekkert líklegra en að tvíhljóðun hafi orðið sjálfstætt og óháð á fleiri en einum stað. Auk þess er hvergi í norsku að finna algera hliðstæðu við tvíhljóðunina í ísl., jafnvel ekki í Harðangri, Voss og Sogni, sem ofiast er vitnað til, þar eð á hefur þar orðið [au] eins og í ísl. Tvíhljóðunin nær þar miklu skemmra: hvorki fornt é, œ né œ hafa orðið að tvíhljóðum (ísl. é > [jel» ®, œ > [ail). í Suðvestur-Noregi (á Ögðum og Rogalandi) nær tvíhljóðsmyndun- in enn skemmra, og þar hefur á ekki orðið að tvíhljóði. En í Setesdalsmáli, þar sem tvíhljóðunin gengur einna lengst, er hún ólík hinni íslenzku, auk þess sem hvorki á né æ hafa þar orðið að tvíhljóði. Aftur á móti er tvíhljóðun á ([au]) á fleiri afmörkuðum svæðum í Noregi, þar sem tvíhljóðun langra sérhlj. er ann- ars óþekkt. Af þessu er ljóst, að fjarri fer því, að það geti talizt augljóst, að beint þróunarsamband sé milli tvíhljóðsmyndunar í norsku og ísl. Aðrar hliðstæður f sérhljóðaþróun (t. d. lenging á undan l -f samhlj. og á undan ng; afkringing; þróun sníkihljóðs á undan r) eru enn fjarlægari, enda sér höf. sig tilneyddan að viðurkenna (bls. 113) „that, concerning the vowels, the overall picture is not as simple as that shown by the cömmon WN-Icelandic consonant developments and does not lend itself to as simple an historical-geo- graphic analysis.“ „ Af þessum ummælum höf. er ljóst, að hann leggur miklu meira upp úr sam- hljóðabreytingum og telur, að þar sé að finna skýrari rök fyrir sameiginlegri norsk-ísl. málþróun. Auk breytinganna tveggja, er þegar var rætt um (linmælis og aðblásturs), tekur höf. einkum tvö atriði til meðferðar, rl, ll, rn, nn > dl, dn og /n > bn. Af fyrra atriðinu er breytingin rn > dn útbreiddust í Noregi. Hana er að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182

x

Íslenzk tunga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenzk tunga
https://timarit.is/publication/852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.