Vera - 01.12.1982, Blaðsíða 33

Vera - 01.12.1982, Blaðsíða 33
Peim konum fjölgar, bæði hér heima og erlendis, sem leggja stund á guðfrœði og gerast prestar. Pað er e.t.v. ekki undarlegt, þótt margt af því sem kirkjan hefur boðað í gegn- um aldirnar, sé litið gagnrýnisaug- um af nýjum starfsmönnum þeirrar stofnunar. Nokkrir guðfræðinemar og prestar tóku að sér að skýra hug- myndir kvennaguðfræðinnar fyrir okkur. . . Orðið Fyrst viljum við skilgreina orðið kvenna- guðfræði. Það er þýðing á enska orðinu Feminist theology. Það er frekar af tilviljun en löngum vangaveltum að við fórum að nota þetta orð. Sumum fellur þaö ekki og vilja lieldur kalla þessa grein guðfræðinnar kvenréttindaguðfræöi eða jafnréttisguð- fræði. Við hlustum á rök og nýjar tillögur og yfirvegum saman en höldum samt áfrani að tala um kvennaguðfræði. Kvennaguð- fræði fjallar enda um konur, konur í Biblí- unni, konur í heimspeki, bókmenntum, þjóðfélögum nútímans og með þjóðum lið- inna alda. Kvcnnaguðfræði kemur fram í ritgerðum, prédikunum, söng og leik, ljóð- um og leikritum. Hún hefuráhrif í heimilis- lífi, félagslífi og á vinnumarkaði. Friður og ófriður Kvennaguðfræðin fer með friðsæld og skilur eftir sig hugguð hjörtu, sem fundu í henni nýjan skilning, og hún vekur til mót- mæla og reiði, sem jaðrar við handalögmál. Allt þetta sýnir aö kvennaguðfræðin er við- kvæmt mál, hún fjallar um líf okkar á þann máta, sem kemur okkur náið við. Hún fjall- ar ekki aðeins um líf kvenna, krefst ekki L. aðeins nýrra viðhorfa í málum og réttind- um kvenna. Hún hlýtur líka að fjalla um mál karla og krefjast aukins réttar og auk- ins og dýpri skilnings þeim til handa. Þar með tjallar hún um mál barna, um mál aldraðra, um fjölskyldu og einstaklinga. Biblíurannsókn Þegar kvennaguðfræðin leitast við að rann- saka texta Ritningarinnar kannar hún sam- tíðarsögu þeirra atburða, sem þar segir frá, spyr hvað þeim hafi verið ætlað að segja á sínum tíma og hvaöa boðskap þeir hafi á okkar tímum. Þetta er auövitað ekkert sér- kenni kvennaguöfræðinnar. Sérkenni hennar er að beina þessari rannsókn að þeim textum, sem fjalla um konuna. Sumt í Ritningunni á við sérstakar að- stæður þeirra tíma, sem nú eru breyttar með breyttum háttum, breyttri menningu. Við getum nefnt það sem dæmi aö í Gamla testamentinu og bréfum Páls er gert ráð fyrir því að feður ráði giftingu dætra sinna. Nú eru konur spurðar fyrir altari kirkjunn- ar um vilja sinn. Konur áttu að vera síð- hærðar á dögum Páls og hafa höfuðföt þegar þær báðust fyrir á samkomum. Eng- um dettur slíkt í hug nú á dögum. Segjum annars aö næstum engum detti það í hug lengur. Það er raunar ótrúlegt hvað gamlir siðir geta verið lífseigir og hvað krafist er stundum hlýðni við þá í smáatriðum og með miklum þunga. Rangtúlkun Ritningin hefur verið túlkuð á marga og mismunandi vegu í aldanna rás. Við gjöld- um þess enn þann dag í dag hvað margir kirkjufeðranna leyfðu sér að scgja um konuna. Við verðum að horfast í augu við þá sorglegu staðreynd að hin heiðna heim- speki, sem boðar kúgun kvenna, streymdi inn í kirkjuna fyrir verk kirkjufeðra, sem hikuöu ekki við að túlka Ritninguna eftir henni en ekki eftir orðum Krists. Blygöun- arlaust segja merkir kirkjufeður að konan sé til karlsins vegna og einskis verð í sjálfri sér. Hún sé í öllu undirgefin karlinum og sú undirgefni byggist á Biblíunni. Sál konunn- ar sé þó jafn verðmæt sál karlsins en líkami hennar sé óæðri og það sé barnsfæðingin, sem gefi konunni tilverurétt. Við sögðum að merkir kirkjut'eður hefðu sagt þetta. Sannast sagna förum við að velta því fyrir okkur hversu gagnmerkir þeir voru nú eftir allt úr því að þeir héldu þeim firrum fram um konuna sem þeir gerðu. Sköpunarsagan og syndafallið Hver hefði staða konunnar orðið ef kirkjan hefði haldið fast við boðskap Krists um hana og til hennar? Það liggur í augum uppi. Þá hefði jafnrétti ríkt, þar sem boð- skap kirkjunnar var trúað, ekki jafnrétti í smásmygli, nöldri, hálfkæringi og hráslaga- legri fyndni, heldur með þeim kærleika og þeirri festu, sem Kristur sýndi sjálfur. Það eru nefnilega hreinustu ósannindi að Biblían boði undirokun konunnar. Hún segir frá þeirri undirokun, sem var afleiðing syndarinnar, afleiðing þess að maðurinn tók sjálfan sig fram yfir Guð. Það er stað- reynd að miklu meira er talað um karla en konur í Biblíunni og þegar talað er um konur er oftast sagt að þær skuli vera und- irgefnar körlum. En við endurtökum, af því að þetta er mikilvægt, að þetta stafar ekki af boði Guðs heldur er það andstætt upp- haflegri ráðsályktun hans. Þetta endurtök- um við aftur og aftur þegar okkur gefst tækifæri til að kynna kvennaguðfræðina. Kvennaguðfræðin vakti athygli okkar á orðum Guðs um samband kynjanna í fyrri sköpunarsögunni. Það eru orðin í I. Mós., 33 fi

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.