Vera - 01.10.1983, Blaðsíða 5

Vera - 01.10.1983, Blaðsíða 5
5. júlí kl. 05.00 var að sjálfsögðu mæting til brottfarar. Við höfðum sam- flot nokkrar saman í bíl út á Loftleiðir. Og einn eiginmannanna kom hlaup- andi út til að segja okkur að frúin væri alveg að koma. Og hvort sem þið trúið því eða ekki þá var hann með gúmmíhanska! Ég grét alveg úr hlátri og fannst hann óborganlegur húmoristi! Að kveðja okkur kvennaferðarfara vinkandi tneð bleika gúmmíhanska. Að nenna að leggja þetta á sig að vakna og allt. En hið rétta kom þó í ljós. Þá var hann þessi elska búinn að vera að taka allt > gegn þá um nóttina. Hann var að vinna frameftir og dreif sig bara í tiltektina og vakti konu sína með kossi! Þetta kallar maður nú góðan eiginmann og sendum við honum allar hlýjar kveðjur. Það er alveg óþarfi að nafngreina manninn. Það vita allir af þessari lýsingu hver þetta er! Nú, nokkrir eiginmannanna keyrðu sínar heittelskuðu út á Keflavíkur- flugvöll og vinkuðu þar fallega í beinni röð, þegar frúrnar hurfu í gegnum vegabréfsskoðunina. Mjög svo huggulegir menn, allir þrír. Jæja, þar vorum við eftirfarandi konur mættar: Undirrituð og Edda Björgvinsdóttir (sem voru reyndar forsprakkar ferðarinnar), Eva Kristinsdóttir, Guðrún Alfreðs- dóttir, Guðrún Jónsdóttir, Inga Bjarnason og systurnar Inda og Sigríður (Sí- sí) Benjamínsdætur. Fleiri bættust síðar í hópinn og verða þær nafngreindar eftir því sem þær mæta til sögunnar. Þá var flogið til Amsterdam, allar nema Edda, sem var með miða í gegnum London en lagði það á sig að mæta 1 klukkustund fyrr til að sitja með okkur og komast í stemmningu. Á hádegi vorum við komnar til Amsterdam í steikjandi sól og hita. Lestin okkar til Parísar átti ekki að fara fyrr en 15:52 svo við ákváðum að skella okkur í siglingu um síkin en bátarnir fóru þarna rétt hjá járnbrautarstöðinni. En fyrst var að koma ferðatöskunum okkar í geymslu. Það tók óratíma og var mikil fyrirhöfn. Við skutluðumst síðan tvær í leigubíl og sóttum lestar- miða inn i borgina en hinar gæddu sér á bjór á meðan undir parasollu. Þegar við komum til baka með lestarmiðana var báturinn að fara af stað og við rétt komumst með. Siglingin tók 1 klukkustund og var það dálítið of löng sigling fyrir sumar. Undirrituð sofnaði enda var hitinn ógurlegur. En þetta var mjög skemmtileg sigling og margt að sjá, sögðu þær mér! En við máttum síðan taka á sprett til að sækja töskurnar okkar og burðast með þær inn í lestina. Þá fór maður að hugleiða hvaða drasl maður væri eig- inlega með i töskunni! Þær urðu svo ótrúlega þungar í hitanum. Þegar við loks vorum búnar að finna rétta vagninn og réttu sætin, þá voru tvær gerðar út til að kaupa eitthvað að drekka því enginn tími hefði annars unnist til þess. Þær komu hlaupandi inn í lestina rétt áður en hún lagði af stað — tómhent- ar! Það var hvergi neitt að fá. Við héldum nú að fljótlega yröi farið að selja einhverjar veitingar um borð, ailavega yrði veitingavagninn opnaður fljót- lega. En því miður tók nú hvert áfallið við af öðru. Fyrst var nú að meðtaka það, að lestin yrði heilar 6 klukkustundir til Parísar. Annað var að ekkert var selt um borð fyrr en í Rotterdam, þ.e.a.s. eftir 2 Zi klukkustund, og það síð- asta að um veitingavagn væri ekki að ræða fyrren í Brússel, og það vildi segja eftir 4 klukkustundir. Það er best að segja eins og er að þessir rúmlega tveir timar sem liðu þar til við fengum deigan dropa voru þeir lengstu í ferðinni. Við reyndum að stytta okkur stundir með því að reikna út hversu „hagsýnar" við hefðum verið og litlu eytt. Útkoman varð þessi: Sjö hagsýnar húsmæður höfðu spanderað þann daginn 240r kr. ísl. á mann og þeim verið sólundað í ferðina frá flugvellinum, bátsferðina, ölglasi fyrir sumar, geymslu á töskun- um og leigubíl eftir miðunum. En þrátt fyrir þessa hagstæðu útkomu leið okkur herfilega vegna þorsta. Jafnframt reiknuðum við út að lestin næði að jafnaði 50 km hraða á klukkustund. Við vorum jafnvel að hugsa um að hafa samband við ferða- skrifstofuna heima og láta þá vita af „hraðlestum" sem búið væri að taka i notkun í Evrópu! Nú, og jafnvel hugleiddum við hvort fljótlegra hefði verið fyrir okkur að leigja okkur hjól og hjóla til Parísar — en þá voru það tösk- urnar! Nema, einhvern veginn liðu þessar 6 klukkustundir og við hristumst sam- an kerlingarnar, því við þekktumst varla neitt innbyrðis fyrir. Til Parisar komum við kl. 10 um kvöldið i geysilegu þrumuveðri. Fóru smá ónot um hag- sýnu húsmæðurnar sem lýstust upp í vagninum á mínútu fresti en Guðrún ..foringi" Jónsdóttir sagði þá þessa fleygu setningu! „Þetta boðar gott stelp- ur mínar!“ og reyndist hún sannspá. Því næstu 10 daga kom ekki dropi úr lofti. Það var sólskin og hiti alla dagana. Þegar við svo komum á hótelið biðu eftir okkur þær Edda (sem var löngu komin gegnum London) og Heba Júli- usdóttir sem slóst í hópinn. Hún hafði komið deginum áður til Parísar frá S-Frakklandi. Var nú farið í könnunarferð um hin fráteknu herbergi okkar 5 talsins. Jafn hagsýnar og áður komumst við að því að við kæmumst vel af með 3 herbergi, þ.e.a.s. 3 í hverju herbergi. Reyndar voru þeir ekki alveg eins ánægðir 1 .,lobbýinu“ með þetta en við vorum alsælar. Þá var skipt niður í herbergin og gekk það átakalaust og án slagsmála. Var nú undið úr brjóstahaldaranum og skjörtinu og skellt sér í góðan ermalausan kjól, því nú átti að fara út að borða. Þær systur tvær Inda og Sísí ásamt Hebu ákváðu aö taka snemma á sig náðir og halda kyrru fyrir á hótelherberginu. Þar með var hópurinn ó- sjálfrátt orðinn tvískiptur, þ.e. morgunhópur og kvöldhópur. Undirrituð til- heyrði seinni hóp og tekur frásögnin hér á eftir óneitanlega mið af því. Morg- unhópurinn drakk t.d. iðulega morgunkaffi á hótelinu sent seinni hópurinn náði reyndar aldrei. (Þá þurfti að innbyrða kaffið fyrir kl. 10!) Hótelið okkar var mjög vel staðsett i fjórða hverfi, stutt frá Pompidou safninu og þetta kvöld stungum við okkur inn á einn af matsölustöðunum í nágrenni safnsins. Á eftir litum við inn á einhvern barinn, því meiningin var að sýna alltaf einhverja viðleitni í að næla sér í fjör. Það kom reyndar í ljós að þetta var einhvers konar „Fellahellir" unglinganna í París, en við létum það ekkert á okkur fá! Sátum sem fastast og skemmtum okkur konunglega. Við töltum svo heim á hótel á mjög svo kristilegum tíma. 0.6.07. Gerð var liðskönnun á herbergin og ákveðið að hittast úti á torginu góða undir sólhlífunum. Það var síðan fastur liður á morgnana að „fara út og skrifta". Þá var skipst á reynslusögum, hvert hvor hópur hefði farið og hvern- ig hefði verið en aðat umræðuefnið og höfuðverkurinn alla ferðina var að finna banka sem gat skipt peningum eða ferðatékkum. Kvað svo rammt að þessum erfiðleikum okkar að við hugleiddum að láta fjölfalda dreifibréf til að skilja eftir í bönkunum. En það var alveg ótrúlegt hve þjónusta við ferða- menn af þessu tagi var á miklu hallærisstigi í sjálfri heimsborginni. Hvort þetta er af einskærri „túrista-fyrirlitningu" skal ósagt látið, en það fór geysi- legur tími í að ganga á milli banka. Það var algengt að banki sem hafði skipt fyrir einhverja úr hópnum var hættur að skipta Vi tíma seinna og búinn að setja upp skiltið „No exchange". Skipti þá ekki máli hvort um franska franka í ferðatékkum væri að ræða — þeir skiptu ekki lengur. (Jæja þarna fékk ég smá útrás). En þetta var það eina sem olli manni dálitlum pirring í þessari dásamlegu ferð. Jæja, aftur að skriftunum! Það kom í ljós að á herbergi 12 (morgunhópurinn) hafði verið bankað og kvartað undan hávaða. Svo ekki hafa þær kellur farið beint að sofa! Nú, og í herbergi 4 (undirrituð, Edda og Eva „frænka"), þá hafði undirrituð veitt töluverða skemmtun fram eftir nóttu nieð því að tala upp úr svefni. Eva hafði steppað hálfa nóttina vegna sinadrátts en þess á milli var farið út á gang að leita að Eddu. Hún var horfin úr rúminu og Eva, sem var í raun frænka Eddu, hélt að hún væri ekki enn vaxin upp úr því að ganga í svefni. En þegar betur var að gáð var Edda svo „flöt“ undir lakinu að hún var sama sem horfin. Hlógum við að þessu fram að hádegi en þá fengum við okkur hádegismat á ítölskum pizzustað. Við þurftum aðeins að færa okkur til á torginu. Morgunhópurinn hafði að sjálfsögðu vaknað snemma og fengið sér göngutúr um hverfið okkar (fjórða). Eftir hádegi var skipt liði og hóparnir fóru í göngutúr yfir í Latínuhverfið og stefnan tekin á Rue Mouffetard. Gengið var yfir eina af Signubrúm, fram hjá Notre Dame kirkjunni og sest niður á útikaffihúsið „Café Cluny" gegnt Cluny safninu en þar er að finna elstu fornminjar í París, rómversk böð. Þá notuðu nokkrar timann og gerðu atlögu að nokkrum nærliggjandi bönkum. Síðan gengum við sem leið lá eftir Boul. St. Michel framhjá Sorbonne-há- skólanum að Lúxembourgargörðunum. Þá var stefnan tekin að Pantheon- torginu og stuttu seinna vorum við komnar á Rue Mouffetard. Þetta hverfi 0 5

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.