Vera - 01.10.1983, Blaðsíða 27

Vera - 01.10.1983, Blaðsíða 27
stjórna og Landsþings. Þrír stjórnmálaflokkar eru í landinu, Atass- ut, sem er íhaldssamur og vill ekki segja skilið við dani. Siumut flokkurinn er vinstrisinnaður og vill hægfara viðskilnað. Yngstur er Inuit Alaqatgiit, róttækur þjóðernisflokkur, sem vill tafarlausan við- skilnað við dani. Kosningar í vor fóru þannig að Siumut hefur meirihluta á Lands- þinginu með stuðningi Inuitflokksins, sem á þar tvo fulltrúa. í borgarstjórninni í Nuuk eiga 13 borgarfulltrúar sæti. Atassut flokkurinn er í meirihluta með 7 fulltrúa, Siumut á 4 og Inuit 2. Að atkvæðamagni í landsþingskosningunum fékk Atassut tæplega 50% atkvæða, svo auðsætt er að grænlendingar eru ekki á einu máli í afstöðunni til dana. Árið 1979 í maí fengu grænlendingar heimastjórn, sem felur í sér aö þeir hafa sjálfsstjórn í félags; mennta- og menningarmálum. Stjórnunarlega heyra þeir undir Grænlandsmálaráðuneytið í Kaupmannahöfn og fjárveitingar til Grænlandsmála eru ákveðnar I fjárlögum danska þingsins. Svo til allir embættismenn, bæði sveitarstjórna og Landsþings eru danskir og mikil skriffinnska og dýr yfirbygging einkennir kerfið. T.d. eru 190 starfsmenn á borgarskrifstofunni í Nuuk (einn á hverja 50 íbúa) og rekstur þeirra kostar 37,5 milj. d.kr. á ári. í umræðunni við grænlendinga um grænlenska pólitík kom greinilega fram að aðalágreiningsefnið er afstaðan til dana. Inuit- flokkurinn er þjóðernislegast sinnaður og sækir fylgi sitt aðallega meðal yngra fólks. Eldri kynslóðinni finnst ýmist að þeir fari of geyst eða eins og Atussutmenn að nú megi vel viö una. Meirihlutafulltrúunum bumbult En víkjum nú aftur aö Nuuk. Þar er aö finna 3 grunnskóla meö um 1675 nemendur, 14 dagheimili með pláss fyrir um 520 börn og á biðlista eru um 420. Tómstundaheimili er fyrir 100 börn og þar er líka biölisti. Vistheimili eru fyrir 70-80 börn og er mjög brýnt aö fjölga þeim að sögn vegna vaxandi ofdrykkju foreldra. Eitt elliheimili er á staðnum fyrir 36 gamalmenni og leiguíbúðir aldraðra eru 11 fyrir22einstaklinga. Ellilífeyrisþegumfjölgar2.6sinnum hraðaren íbúum. Hópur kvenna stóð fyrir opnun kvennaathvarfs í vetur. Það er til húsa í hrörlegu húsi, sem áður var skýli fyrir heimilislausa ofdrykkjumenn, en rekstri á því var hætt án skýringa. Athvarfið er oþið frá föstudagskvöldi til mánudagsmorguns og er öll vinna sjálfboðavinna. Mikill húsnæðisskortur er i Nuuk. Þar eru nú um 3000 íbúðir, þar af um 900 í einbýli eöa raðhúsum. Hinar allar i blokkum, en þaö eru einmitt blokkirnar sem setja svipinn á bæinn. Aöeins 168 einbýlishús eru i einka- eign, annað húsnæði er byggt af því oþinbera og fyrirtækjum sem leigu- húsnæöi. Algengt er að 10-12 grænlendingar búi í lítilli 2-3 herbergja íbúð og biðlistar eftir húsnæöi eru langir eða um 1000 manns. Danir ráða stefnunni í húsnæðismálum og þeir hafa kosið aö leggja höf- uðáherslu á byggingu stórra 5-6 hæða blokka. Þar ræður hagkvæmnis- sjónarmiöiö, þvi aliar lagnir veröa ódýrari við slíkar byggingar. Hins vegar sýndi þaö sig strax að þetta byggingarform magnaði félagsleg vandamál íbúanna, en svoleiöis smámunir vega ekki þungt við pólitiskar ákvarðanir á Grænlandi fremur en á íslandi! Hvar sem þú ert í Nuuk gnæfa viö himinn hrikaleg blokkarskrímslin al- gjörlega úr takt við umhverfiö og náttúruna. Meirihlutafulltrúunum I ferð- inni, sem löngum hafa bölvaö „dönskum fúaspítum’’ hér heima þegar rætt er um verndun gamalla húsa, varð jafnvel bumbult af blokkunum og prísuðu þann hluta Nuuk þar sem enn er að finna gömul timburhús frá 18. og 19 öld. Dönsk fóstra og grœnlensk börn á barnaheimUi „Danskerne tænker anderledes” Já, að koma til Nuuk var tvöfallt sjokk. Annars vegar stórbrotin náttúra, engu lík sem ég hef séð og hins vegar niðurlæging grænlendinga sem stingur I augun. Á hvaða tíma sólarhrings sem var rakst maöur á grænlendinga á rangli, mismikiö drukkna, með plastpokann ómissandi undir ódrukknu bjórdós- irnar. í lautum og klettaskorum I eldri hluta bæjarins var morandi af fólki sem lá og drakk sinn bjór. Þetta var vingjarnlegt fólk og gaf sig oft á tal við mann þegar Ijóst var að maður var ekki danskur. „Danskerne tænker and- erledes end vi” var þeirra greining á vandanum. Og ruslið allstaðar — Kringum blokkirnar var nánast eins og vígvöllur. Þar ægði öllu saman, tómar bjórdósir, fatadruslur, brot úr húsgögnum... — drasli sem hent hafði verið út um glugga um veturinn og snjórinn haföi hulið, en var nú óðum að koma (Ijós, því snjó hafði að mestu tekið upp í byggð. Hvergi gat að líta neitt, sem minnti á menningu eskimóa. — Hið daglega líf virtist dapurlegt og vonlaust, uppgjöf sem rofin var af sívaxandi tilgangs- lausum ofbeldisverkum sem beindust að eigin kynþætti. Það er sú mynd sem við blasti. Að lifa með áfenginu Ég spurði í heimsókn á félagsmálastofnunina I Nuuk hver væru mestu vandamálin áGrænlandi í dag. Svarið var —atvinnuleysi, húsnæðisskort- ur, drykkjuskapur og sívaxandi ofbeldi. Grænlendingar drekka fyrir 500 milj. d.kr. á ári — upphæð sem mundi nægja til að byggja 1000 ibúöir. Áfengi var skammtað en gefið frjálst fyrir 2 árum. Áfengisvandamál voru ærin fyrir en eftir að skömmtun var aflétt hefur neyslan margfaldast og viröist fremur aukast en hitt. Morð, rán og annað ofbeldi fer vaxandi: Flest ofbeldisverk eru framin undir áhrifum áfengis. Nýlega drap drukkinn maður í Nuuk 3 manneskjur sem hann hitti á förnum vegi. Þetta mál vakti enn upp umræðuna um á- fengissöluna, en Landsstjórnin og þingið hafa ekki verið hlynnt neinum aðgerðum í því efni. Jonathan Motzfeldt, formaður Landsstjórnar, lét hafa eftir sér nýlega, ,aö það sem gerst hefur verður ekki aftur tekiö, við verðum að læra að lifa með áfenginu”. Þessi afstaða þykir mörgum lýsa miklu skeytingarleysi. Á flestum blokkum í Nuuk er aö finna málað með stórum stöfum „Hinir hvítu eiga sína menningu — viö eigum okkar. — Hættiö að drekka og komist til meðvitundar”, undirskrifað „Börn kuldans”. Þeir sem standa að þessum áletrunum eru Inuitflokksmenn, en þeir eins og aðrir þjóðernissinnaðir Grænlendingar hafa bindindi á stefnuskrá sinni. En hvernig stendur á því að þessi þjóð á viö svo stórfelld vandamál að stríða? Danski embættismaðurinn sem ég minntist á áður skýröi vandann svo að hann væri afleiðing húsnæðisskorts. Grænlenski embættismaður- inn skýrði hann með áfengisneyslunni. Hvorugur minntist á kjarna máls- ins — Grænland er og hefur verið nýlenda. Að mínu mati eru það þrjú eftir- farandi atriöi sem skipta þar sköpum. Dönsk einkafyrirtæki og K.G.H. í fyrsta lagi má segja að allt kapital í landinu og allur atvinnurekstur sé í höndum dana. Það fyrirtæki sem veltir trúlega mestum fjármunum á Grænlandi er K.G.H., hafði einokunaraðstööu í landinu til ársins 1950. Gegn þessari einokunaraöstööu átti K.G.H., að tryggja neyslu- og rekstr- arvörur. í dag rekur fyrirtækiö 120 verslanir. En K.G.H. er ekkert venjulegt verslunarfyrirtæki. Það sér um flutninga að, frá og á Grænlandi í lofti og láði. Það hefur á hendi flugstöðva- og hótelrekstur. Þaö sér um póstþjónust- una, rekur 8 fiskverksmiöjur og 65 minni fiskframleiðslustaði, 9 togara á fyrirtækið og rekur sölustofnun fyrir fiskafurðir slnar. Vöruverð verslana þess er ákvarðað þannig aö smásöluverslunin eigi að standa undir sér. Á Grænlandi vinna hjá fyrirtækinu um 4300 manns, þar af eru 3100 á tíma- kaupi, allt grænlendingar. f Danmörku vinna tæplega '000 manns hjá K.G.H. Þegar einokunaraðstöðu K.G.H. var aflétt, komu dönsk einkafyrirtæki, aðallega í sjávarútvegi strax til Grænlands, enda voru þá mikil uppgrip þar við þorskveiöar. Dönsk einkafyritæki og K.G.H. skiþta með sór allri utanrlkis- og smá- söluverslun. Sá grænlendingur sem i dag á sér smá trillu þykir vel settur og selur sinn fisk löndum sínum á götum úti á sumrin. Á veturna er uþpistaðan í mat grænlendinga danskt niðursoðið kjúklingamix, þ.e. hökkuð bein af kjúklingum. Einn grænlenskur læknir — enginn grænlenskur hjúkrunarfræðingur. Annaö meginatriði er að öll sérþekking er dönsk. Alls staöar eru danskir yfirmenn, allt niöur í verkstjóra í frystihúsum. Öll sérhæfö tæknileg störf eru unnin af dönum. Einn grænlenskur læknir og engin grænlenskur hjúkrunarfræðingur er í landinu. Þeir eru allir danskir. Enginn grænlensk- 27

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.