Vera - 01.12.1984, Side 25

Vera - 01.12.1984, Side 25
Hver eru mannréttindi kvenna? Hér á eftir fer svo svar Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur við þeirri gagnrýni sem fram kemur í grein Þórs Vilhjálmssonar. Sú undirskriftasöfnun sem Þór Vil- hjálmsson gerir að umtalsefni í grein sinni hér á undan hefur fariö fyrir brjóstiö á mörgum lögspekingum. Finna þeir henni sitthvað til foráttu en þó einna helst þaö að meö henni hafi konurnar sem aö henni stóðu, gert tilraun til aö hafa áhrif á niður- stööur „sjálfstæðra, óhlutdrægra dóm- stóla” og þar með ógnað réttaröryggi ein- staklinganna. Ég neita því ekki aö mér, og örugglega fleiri konum, væri þaö mikið ánægjuefni ef þessi undirskriftasöfnun gæti haft áhrif á viðhorf dóms- og réttar- kerfisins til nauðgunarbrota, þannig að það líti þau jafn alvarlegum augum og hegningarlögin gera ráð fyrir. Hitt er ekki rétt að við séum áhugamenn um skert rétt- aröryggi, — við viljum hins vegar tryggja eins og kostur er öryggi þeirra kvenna sem verða fyrir nauðgunum bæði i nútíð og framtíð. Ritnefnd VERU. Öryggi kvenna að engu haft En áður en lengra er haldið ætla ég að rifja upp fyrir lesendum VERU hvernig það tiltekna mál, sem varð hvati undirskrifta- söfnunarinnar, gekk fyrir sig. í maí s.l. var maður nokkur handtekinn fyrir að nauðga stúlku á Hverfisgötunni og gera tilraun til að nauðga annarri. Hann játaði umsvifa- laust þessi afbrot. Rannsóknarlögregla ríkisins fór fram á að hann yrði látinn sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli 1. töluliðar 67. greinar laga um meðferð opinberra mála en þar segir m.a. að gæsluvarðhald skuli að jafnaði beita ,,ef ætla má, að söku- nautur muni torvelda rannsókn málsins”. Sakadómur Reykjavíkur synjaöi gæslu- varðhaldsbeiðninni. Það var á þessu stigi máls sem við hóf- umst handa við að safna undirskriftunum, reiðar og hneykslaðar yfir því að engum skyldi detta í hug að nefna aðrar og þyngri ástæður fyrir gæsluvarðhaldsúrskurði í þessu máli. Af hverju beitti Rannsóknar- lögreglan ekki 4. tl. laganna þar sem kveð- ið er á um gæsluvarðhald ef ætla má að brot varði a.m.k. tveggja ára fangelsi, og/ eða 6. tl. þar sem gert er ráð fyrir varðhaldi ef það er talið nauðsynlegt til þess að verja aðra fyrir árásum hins ákærða? En málinu var ekki þar með lokið því rík- issaksóknari áfrýjaði synjuninni til Hæsta- réttar og dómur Hæstaréttar var á þá leið að maðurinn skyldi sæta gæsluvarðhaldi á þeirri forsendu sem beiðni Rannsóknar- lögreglunnar byggðist á þ.e. 1. tl. Öll með- ferð dóms- og réttarkerfisins á máli þessu ber það með sér að öryggissjónarmið kvenna eru að engu höfð og hugsanleg refsing hins ákærða vægt metin, svo ekki sé meira sagt. Það er rannsóknarnauð- synin ein sem einhvern þunga hefur í þessu kerfi. Nauðgun léttvægt brot? Tregðadómsyfirvaldaí máli þessu kem- ur ekki til af því einu að þeim sé svo annt um réttaröryggi einstaklinganna. Hún kemur ekki síður til af því að á undanförn- um sex árum a.m.k. hefur algengasta refs- ing fyrir nauðgun verið fangelsi í 12—18 mánuði. Aðeins í þremur tilvikum af 44 hefur verið dæmt til meira en tveggja ára fangelsis. Nauðganir eru sem sagt fremur léttvægar fundnar fyrir dómstólunum þrátt fyrir að gildandi hegningarlög (sem eru reyndar 44 ára gömul) líti þær mjög al- varlegum augum og geri ráð fyrir að lág- marksrefsing sé eitt ár en hámark 16 ár eða ævilangt fangelsi. Má segja að í hegn- ingarlögunum séu nauðgunarbrot sett á bekk með manndrápum að því er varðar hámarksrefsingu. En af hverju er hefðin sú að dæma nauögara til lágmarksrefsingar? Ástæðan er einföld þó gerð sé flókin í frumskógi lög- spekinganna. Dómstólareru hvorki „sjálf- stæðir” né „óhlutdrægir” nema innan vissra marka. Þau mörk eru sett af þeirri þjóðfélagsgerð sem við búum við og hún er ekki sérlega vinveitt konum. Kona sem kærir nauðgun á undir högg að sækja og liggur undir grunsemdum sem þættu fá- ránlegar í öðrum málum. Hún er t.d. gjarn- an spurð hvort hún sé að öllu jöfnu örlát á bliðu sína en enginn spyr þann sem verður fyrir þjófnaði hvort hann sé að öllu jöfnu örlátur á fé. Það þarf hugrekki til að kæra nauðgun og ganga í gegnum þá niðurlægingu sem fylgir kæru og rannsókn slíks máls, vitandi það að í flestum tilvikum eru slík afbrot létt- væg fundin og dæmd til lágmarksrefs- ingar. Það þarf líka hugrekki til að kæra nauðgara og lifa síðan sjálfur sem fangi af ótta við hefndarráðstafanir, meðan nauög- arinn gengur laus. Hver eru mannréttindi kvenna? Dropinn holar steininn Undirskriftasöfnunin snerist öðru frem- ur um mannréttindi kvenna og hún var mótmæli við því að gildandi lögum væri beitt nauðgurum í hag á kostnað kvenna. Það er nefnilega misskilningur hjá Þór Vilhjálmssyni að þessar „skyndiaögerðir” okkar hafi verið barátta fyrir lagabreyt- ingum. Við vorum að berjast fyrir viðhorfs- breytingum innan dóms- og réttarkerfisins sem gætu auðveldað konum að reka þar sín mál. Og kannski okkur hafi tekist að hola steininn, því eins og Þór veit eins vel og ég þá hefur nauðgarinn í þessu tiltekna máli nú verið dæmdur í 4 ára fangelsi sem er einhver þyngsta refsing fyrir nauðgun- arbrot fram til þessa. Kannski dómsvaldið líti nauðgunarbrot alvarlegri augum hér eftir en hingað til og er þávissu marki náð. Og að lokum. Auðvitað er löng tugthús- vist og frelsisskerðing alltaf skelfilegur hlutur en við konur getum ekki veitt afslátt út á nauðgun. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. 25

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.