Vera - 01.04.1986, Blaðsíða 2

Vera - 01.04.1986, Blaðsíða 2
„Stundum erum við að furða okkur á fréttum utan úr heimi, þar sem menn, bara vegna þess að þeir eru svartir, fá lægri laun fyrir vinnu sína en hvítir menn, og fólk er und- irokað og kúgað einungis vegna litarháttar. Og við erum harmi lostin yfir óréttlætinu og mannvonskunni. En um leið og við erum svo samúðarrík og full skilnings yfir fjarlæg höf og heimsálfur, finnst okkur ekkert við það að athuga, þó að hér hjá okkur sjálfum sé það sama upp á teningnum þó í annarri mynd sé, — að vísu ekki vegna litarháttar heldur kyns. Og þó framgangsmátinn á kúgun- inni sé kannski raffineraðri hérna er það stigsmunur en ekki eðlis. í báðum tilfellum eru það ekki vinnan vinnuaf- köstin eða vinnugæðin, sem lögð eru til grundvallar held- ur gamlir fordómar. Það jaðrar við þrælahald hvernig búið er að konum í at- vinnu- og launamálum. Konursem fara útá íslenska vinnu- markaðinn, fá yfirleitt miklu lægri laun fyrir vinnu sína en karlar, þótt um samskonar eða hliðstæð störf sé að ræða, einungis vegna þess aö þær eru konur og verða þær þann- ig að gjalda kyns síns.“ Þessi orð skrifaði Hulda Bjarnadóttir fyrir 30 árum. Þau eru í fullu gildi enn þann dag í dag. Af viðtali í þessari Veru við Huldu um baráttu kvenna fyrir jafnrétti og bættum kjör- um má sjá hversu sorglega hægt hefur miðaö á undanförn- um áratugum. Kvenfrelisbaráttan er augljóslega enn jafn brýn. Það sýna meðal annars nýafstaðnir kjarasamningar sem eru til umfjöllunar í blaðinu og ekki síður umræður um laun kvenna og endurmat á störfum þeirra í borgarstjórn sem skýrt erfrá á borgarmálasíðunum. í Ijósi þessara stað- reynda er auðvelt að taka undir orð Huldu frá 1958: ,,Kven- réttindi er almenn mannréttindi. Kvenréttindabarátta er frelsisbarátta helmings alls mannkyns á jörðunni". Um leið hljótum við að spyrja sjálfar okkur hversu lengi enn við ætlum að láta efnahagslega- félagslega og pólitíska kúgun kvenna viögangast? Tökum afstöðu, verum virkar, koll- vörpum ríkjandi gildismati. Dætra okkar vegna mega ekki líða enn aðrir áratugir og enn skipi konur óæðri bekkinn. k.a.á. \ VERA 2/1986 — 5. árg. Útgefendur: Kvennaframboðið í Reykjavík og Samtök um Kvennalista. Símar: 22188, 21500, 13725 í VERU NÚNA: 3 Lesendabréf 4—6 Kvennamenntun fjórir ættliöir í kvenlegg 8—9 Reyndu að standa þig stelpa rætt viöÁsthildi Cesil Þóröardóttur 10—11 Hver ræður ferðinni 12—15 Hugsa stelpur um pólitík? hringborösumræöa 16—18 Ambáttabekkurinn rætt viö Huldu Bjarnadóttur 20—21 Hér var einu sinni líf í tuskunum um þvottalaugarnar i Reykjavík 22—25 Ég er stelpa og stolt af því spjallað viö Björk i Kukli 26—27 Einn í heimavistarskóla 28—31 Þingmál 32—35 Borgarmál 36 Um konurogöldungadeildir 37 Rauðhóla-Rannsý 38—42 Um bækur 42 Konur við stjórnvölinn Mynd á forsíöu: Björk Guömundsdóttir Ljósmynd: Rut Hallgrímsdóttir Ritnefnd: Guörún Ólafsdóttir Guörún Kristmundsdóttir Ragnhildur Eggertsdóttir Magdalena Schram Sólrún Gisladóttir Sigríöur Einarsdóttir Kristin Blöndal Kristin A. Árnadóttir Útlit: Kicki og Sigga Lillý Starfsmaöur Veru: Kicki Borhammar Auglýsingar og dreifing: Hólmfríöur Árnadóttir Ábyrgö: Guörún Ólafsdóttir Setning og filmuvinna: Prentþjónustan hf. Prentun: Solnaprent Ath: Greinar i VERU eru birtar á ábyrgö höfunda sinna og eru ekki endi- lega stefna útgefenda 2 h

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.