Vera - 01.04.1986, Blaðsíða 41

Vera - 01.04.1986, Blaðsíða 41
Nanna stendur í þeirri trú aö þau muni fara aö vinna saman við tónlist. — En elskhuginn hefur blekkt hana herfilega, hann ætlar sér eitthvaö allt annað en aö fara aö vinna með henni aö tónsmíðum. Nanna segir: . .ó, já, Nick, ég vil þaðallt saman. Getum viö ekki allt, ef viö stöndum saman, viö tvö. .. — Tvö? Hann hló lágt. — Ef ég fæ einhverju aö ráða, verö- um viö ekki bara tvö mjög lengi. . Þá er þaö spurningin um áhrif og hugsanlega skaðsemi bóka á borð við þessa. Vinkon- ur mínar segja mér aö ungar stúlkur lesi svona bækur, gleypi þær í sig og sjái í þeim fyrirmyndarlíf. Satt að segja á ég nú bágt meö aö trúa því að nokkur lesandi geti tekið mark á bulli á borö við Undir merki steingeitar og séö í því hugs- anlega fyrirmynd aö lífi sínu. Ég held aö hver lesandi hljóti aö sjá aö hér er um blekkingu og skrumskælingu á veruleik- anum aö ræða, sem engum detti í hug að taka mark á. Ég held að viö gerum svona rugli of hátt undir höfði meö því að ímynda okkur aö einhver taki mark á því og haldi aö lífiö sé svona. En sem sagt, í lokin, sé ein- hver í vafa um hvernig bók Undir merki steingeitar er get ég svo sem áréttaö að hún er leiðinleg, heimskuleg, íhalds- söm og alls ekki til að taka mark á. Hún er varla þess viröi að lesa hana og alls ekki þess virði aö fjalla um hana. Hættum nú aö láta svona vit- leysur fara í taugarnar á okkur, hættum einfaldlega að lesa svona bækur! Ragnhildur Richter ÆVI OG ÁSTIR KVEN- DJÖFULS Höf.: Fay Weldon Forlagiö 1985. Ég hef alltaf haft gaman að bókunum eftir Fay Weldon svo ég bæði hlakkaði til og kveið fyrir að lesa þessa. Myndi þessi bók standast samanburð viö hinar bækurnar? Kvíöi minn var ástæðulaus, þessi bók stóð hinum alveg jafnfæt- is. Þetta er nefnilega ein af þeim bókum sem erfitt er aö leggja frá sér fyrr en aö lestri loknum. Fay Weldon kann svo sann- arlega aö koma fyrir sig oröi. í stuttum og hnitmiðuöum setn- ingum kemur hún efninu vel til skila og lýsingar hennar á per- sónum bókarinnar og gerðum þeirra eru ansi hreint skemmti- legar. Hún byggir bókina vel upp framan af og maður veit aldrei hvaö gerist á næstu síðu, en seinni hluti bókarinnar er ekki alveg eins góður, hún heldur ekki alveg eins góðum dampi eins og í fyrri hlutanum. Bókin fjallar um Rut sem lítur ekki út eins og samfélagið ætl- ast til og þar aö auki er hún klaufsk. Maðurinn hennar Bobbó yfirgefur hana og tekur saman við ástkonu sína, Mary Fisher. Mary Fisher býr í turni og skrifar rómantískar ástar- sögur. Sagan gengur síðan út á það hvernig Rut nær fram hefndum og það eru ekkert venjulegar hefndir, sem hún ætlar sér. Ekki er vert að rekja söguþráðinn frekar til að skemma ekki ánægjuna fyrir væntanlegum lesendum. Á yfirborðinu fjallar þessi saga um konu sem vill ekki missa manninn sinn í hendur annarrar konu. Meðölin sem Rut notar í þessari baráttu sinni eru ekkert hversdagsleg, hún er kvendjöfull og svífst einskis. En hvað er Fay Weldon að segja okkur í þess- ari frásögn sinni? Sögu af konu sem gerir allt til þess að verða eins og samfélagið segir að hún eigi að vera. Eða, er hún að benda okkur á að vítin séu til þess að varast þau, að þess- ar kröfur og aðrar sem sam- félagiö gerir til kvenna séu óréttlátar. Þessar spurningar og margar fleiri vakna við lest- ur bókarinnar, en Fay tekst að koma ádeilu sinni til skila á mjög svo skemmtilegan og sannfærandi hátt. Ég held aö enginn verði svikinn við lestur þessarar bókar. Þýðingin virðist hafa tekist ágætlega og er að mestu leyti hnökralaus, en þó rak ég mig á. á einum eða tveimur stöðum í bókinni að orðaröð var dálítið undarleg. GK Kosningar 31. maí 14. júni 1. Kjörskráskal lögðfram ....................................................... 1. apríl 14. apríl 2. Sveitarstjórnarmaður, sem ekki vill endurkjör, tilkynni það yfirkjörstjórn eigi síðaren ............................................... 4. maí 18. mai 3. Kjörskrá liggurframmitil .....................................................28. apríl 11. maí 4. Framboðsfrestur rennur út..................................................... 7. maí 22. mai 5. Yfirkjörstjórn úrskurðar, merkirog auglýsirframboðslista .................... 6. Yfirkjörstjórn læturgera kjörseðla .......................................... 7. Utankjörstaðaatkvæðagreiðsla hefst eigi siðar en..............................17. maí 31. maí 8. Kærufresturtil sveitarstjórnar vegna kjörskrár rennur út .................... 16. maí 30. maí 9. Afritaf kærusendistþeimsemkærðurerútafkjörskráfyrir ......................... 19. maí 2. júní 10. Sveitarstjórn boðar kæruaðila á fund eigi síðar en............................20. maí 4. júní 11. Sveitarstjórn úrskurðar kjörskrárkærur eigi síðar en .........................23. maí 7. júní 12. Sveitarstjórn undirritar kjörskrá eigi síðar en ..............................23. maí 7. júní 13. Sveitarstjórn tilkynni hlutaðeigandi yfirkjörstjórn kjörskrárúrskurð .........23. maí 7. júní 14. Dómari tilkynni hlutaðeigandi yfirkjörstjórn kjörskrárdóm ...................strax strax 15. Yfirkjörstjórn auglýsir kjörfund og atkvæðatalningu fyrir.................... 28. maí 11. júní 16. Kjördagur ....................................................................31. maí 14. júní 17. Talning atkvæða hefst........................................................ 18. Kjörstjórn innsiglar notaða kjörseðla eftir talningu......................... 19. Kosningarnar má kæra skriflega fyrir sveitarstjórn innan 14 daga frá því lýst er úrslitum kosninga. Félagsmálaráðuneytið, 26. mars 1986. 41

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.