Vera - 01.04.1986, Blaðsíða 17

Vera - 01.04.1986, Blaðsíða 17
og framhleypni. Aöallega voru þetta ástæðurnar, en ekki aö þær væru í hjarta sínu ósammála. Konur bera þess merki að hafa ver- iö kúgaðar af körlum í gegnum aldir." Viö báöum Huldu um að líta yfir farinn veg og leggja mat á stöö- una í dag, á hvað áunnist hafi í baráttumálum kvenna. „Sorglega lítið hefur áunnist í launamálunum, kvennastörf eru enn til fárrafiskametin. Konurnar og börnin eru lítils virt. Áöurvar meiraumvert aðhaldalífinu í búpeningnum helduren í mannfólk- inu sbr. Bjart í Sumarhúsum. Og þetta heldur áfram, enn eru börnin höfö útundan og lítið hugsaö um velferð þeirra. Þau eru þó framtíðin! Það er meiri rækt lögð viö að reisa rándýr mannvirki eins og Seðlabankahöllina, það Ijóta hús Mammoni til dýrðar, heldur en að koma á fót nægileg mörgum barnaheimilum. Laun fóstra og annarra sem starfa með fólk, til dæmis fatlaða einstaklinga eru alltof lág eins og þetta eru ábyrgðarmikil störf. Þessar konur eru að ala upp þjóðina og það er einskis metið. Þær eru með smánarlaun og alveg eins er með kennara og hjúkrunar- fræðinga. Ég held að þetta sé fyrst og fremst vegna þess aö þetta eru hefðbundin kvennastörf, störf sem konur hafa alltaf unnið án launa. Og nýju samningarnir, þeir eru til skammar bara. Svo er það eitt, sjáið bara hvað launaflokkarnir eru orðnir marg- ir hjá opinberum starfsmönnum. Það er allt gert til þess að halda launum kvenna niðri. Þegar ég fór fram á að þrír eða fjórir neðstu launaflokkarnir væru skornir af, þá voru þeir í allt 17,15 eða 17, ég man ekki hvort var. Nú eru þeir 79. Mig langar að minnast aðeins á fæðingarorlof. Konur eiga að krefjast þess að fá ársfrí á fullum launum við barnsburð. Það ætti að vera réttur hverrar fæðandi konu til þess að geta haft barnið sitt á brjósti fyrsta aldursárið. Og það ætti að veraótvíræður réttur hvers barns sem fæðist að fá að nærast á móðurmjólkinni sem náttúran sjálf hefur úthlutað þvi. Þetta er velferðarspursmál. Kostnaður sem þetta hefði í för með sér myndi nást upp með bættu heilsufari þjóðarinnar og þar af leiðandi ódýrari heilsu- gæslu. Nú er f uppsiglingu að tilhlutan S.þ. að gera einhverja allsherjar heilbrigðisáætlun, sem miðast við að árið 2000 verði bættu heilsufari náð. Og skora ég hér með á heilbrigðisráðherra að bregða nú skjótt við, því það hlýtur að vera fyrsta skrefið að koma SÍTUm eða "® ^6 eZ™ f’manngUí ,■ Sa sess, sem þeim var ,.msa9a kvenna ígeqn um sku/daður dekursess stáss- oo hJfÁ T dnnað hvort óverð- arbekkurinn, að litið var á kn ^3 ðarkonunnar eða ambátt Karlmaöurinn réðim þeina uT P e/ns koaar ^sdl £p^SeSSStSbaðe'^rg. arein fyrir þegar við Jt/um P fy>St °9 fremstaðgera okkur Þjoðfélagsins 0g lífsins yfirJtTdurmeta afstöðu kvenna til ÍAmbáttarbekkurinn 1958) því til leiðar að ungabörnin fái móðurmjólkina og mæðurnar fái tíma til að sinna börnum sínum. Þá komum við að einstæðu mæðrunum. Hvernig er hægt að ætlast til þess að einstæð móðir með eitt eða fleiri börn geti fram- fleytt fjölskyldu hjálparlaust. Það er óhugsandi. Þjóðfélagið verð- ur að koma til. Það verður að krefjast þess að þeim verði greitt sómasamlega fyrir aö ala upp nýja þjóðfélagsþegna og geti lifað mannsæmandi lifi. En við erum bara feimnar við að gera kröfur enda er ég viss um að ef karlar fæddu börnin væri þetta löngu orðið að veruleika!“ ,,Ég bind vonir við kvennaframboðin“ Þér finnst lítið hafa áunnist á undanförnum áratugum. Sérðu einhverjar leiðir til úrbóta.? „Staða kvenna í launamálum hefur ekki batnað, þetta stendur allt í stað. Kvenfólkið verður bara að risa upp, það er eina ráðið. Ég bind miklar vonir við kvennaframboðin, að þær geti gert ein- hvern skurk. Þær hafa staöið sig ofsalega vel í öllu sem þær hafa tekið sér fyrir hendur. Þegar Kvennaframboðið kom fram urðu stórmerkileg tímamót að minum dómi. Með því kemur nýtt gildis- mat, sem ég kalla mannúðarmálin, fjölskyldumálin, barnamálin, 17

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.