Vera - 01.07.1987, Qupperneq 12

Vera - 01.07.1987, Qupperneq 12
Ij:. HSM telpna- enning Nýja-kvennahreyfingin hefur það að markmiði að gera raddir og sjónarmið kvenna heyranlegar án þess að þær þurfi að breyta sér eða varpa frá sér félagsmótun sinni og uppeldi. Lengi vel börðust konur fyrir jafnrétti á við karla með því að sýna að þær gætu allt á við karlana. Þær gengu inni í þjóðfélagið á þeirra forsendum og sýndu að þær gætu verið alveg eins og þeir. Mörgum konum var þetta óljúft og má segja að það hafi átt sinn þátt í því að nýja kvennahreyfingin hafi orðið til. En það er erfitt að breyta heilu samfélagi jafnvel þó svo það sé ekki eldra en okkar og ekki gerir það verkið auðveldara að íhaldsamir karlar eru við stjórn- völinn. Ekki er nóg að breyta lögum og reglum þegar hefðin, fortíðin og allt sem var er dýrkað fram yfir framtíðina og það sem er nýtt. Til þess að breytingar geti orðið á þessu kynskipta samfélagi verður að verða hugarfarsbreyting í samfélaginu. Ekki bara meðal kvenna heldur allstaðar og ekki síst meðal barna. Börnin eru mótuðtil þess að búa í kynskiptu þjóðfélagi og þess vegna eru stelpur og strákar alin upp á ólíkan máta. Stelpur læra að rækta meö sér eiginleika sem hafa verið skilgreindir sem kvenlegir og strákar rækta með sér eiginleika sem skilgreindir eru karllegir. í okkar þjóðfélagi er það það karllega sem gildir og hefur komið fram að strákar eru meira áberandi en stelpur í þessu samfélagi alveg á sama hátt og karl- arnir og þeirra gildismat er meira áberandi en konur. Komið hefur fram að strákarnir taka meira af tíma kennaranna og oft hey rist kvartað yfir áhugaleysi fjöl- miðla á íþróttum stelpna. Fjölmiðlar veita stelpunum helst athygli þegar þær eru orðnar eldri og þá fyrir kynþokka og þátttöku í fegurðarsamkeppnum. Það er betra að vera stákur því þá þarf maður ekki alltaf að vera sætur og fínn til að fá athygli heldur getur ver- ið skítugur í fótbolta og samt fengið athygli. Stelpur og það sem skilgreint er stelpulegt hefur þótt síðra en það sem er strákalegt. Þetta fundu margir foreldr- ar fyrr á tímum jafnréttisbaráttunnar og voru því for- eldrar oft stoltir af stelpunum ef þær sýndu stráka- lega hegðun. Þær voru hvattar til að vera (fótbolta, leika sér með bíla og að smíða eins og strákarnir. En aftur á móti þá gilti ekki það sama um strákana sem höguðu sér stelpulega. Þeir verða íðulega fyrir að- kasti, kallaðir mömmudrengir og eiga erfitt með að aðlagast strákaleikjunum. Það hefur lítið verið gert með það stelpulega og jafnvel lítið vitað um hvernig stelpur leika sér. Þegar betur er að gáð kemur fram að stelpur leika sér á allt annan hátt en strákar. Samskipti þeirra byggjast ekki á valdasamskiptum eins og hjá strákunum heldur á vináttutengslum þar sem hlutverk bestu vinkonunn- ar er mikilvægt. í leik efla þær með sér samvinnu og leggja áherslu á jafnrétti. Að visu gengur þetta stund- um erfiðlega og kostar mikið þref og þras enda stelp- ur oft kröfuharðar. Þær læra að leysa vandamál sín og árekstra með orðum en strákar, aftur á móti skera úr vandamálum sínum oftar en ekki með áflogum og striðni enda eru þeir að búa sig undir að starfa i sam- félagi þar sem slíkt er viðurkennt sem lausn á vanda- málum. Þrátt fyrir að stelpur læra í leikjum sínum að efla og þroska með sér eiginleika sem allir myndu telja jákvæða þá nýtast þeir þeim ekki þegar út i sam- félagið er komið. Þessu þyrfti að breyta. Vera vill leggja sitt af mörkum og draga fram ýmislegt um stelpurog leikmenningu þeirra. Hvernig leikastelpur sér, hvaða áhugamál hafa þær, hvað verður um þessar áhugasömu stelpur þegar á kynþroskaaldur- inn er komið? bb 12

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.