Vera - 01.07.1987, Qupperneq 15

Vera - 01.07.1987, Qupperneq 15
hagar sér svonaog sagt meö ánægju tón ,,er hann ekki ferlegur“ eða „týpískur strákur". Börnin læra smám saman að ákveðin hegðun kallar á vanþóknun eða hneykslan fullorðna fólksins. Drengurinn lærir að þegar hann grætur þá mislíkar þeim full- orðnu og stelpan lærir að ef hún er með hamagang og læti þá kall- ar það líka á vanþóknun þeirra fullorðnu. Smám saman lærir barnið að haga sér eins og ætlast er til af því. En það eru ekki bara foreldrar sem kenna börnunum kynhegð- un heldur læra þau hana af vinum, kunningjum og af þeim ein- staklingum í þjóðfélaginu sem þau eiga samskipti við, hvort sem það eru kennarar, þjálfarar eða aðrir, og síðast en ekki síst af sjónvarpinu. LEIKMENNING STELPNA OG STRÁKA Á þessum aldri þegar stelpur leika aðallega við stelpur og strákar við stráka eru leikir stelpna og stráka ólíkir. Strákarnir eru aðallega i fótbolta, tölvuleikjum og þessháttar en stelpurnar í dansi, ballett, fimleikum, dúkkuleikjum o.fl. Strákarnir eru að und- irbúa sig undir þátttöku sína í valdauppbyggðu þjóðfélagi og leik- menning þeirra endurspeglar valdasamskiptin sem þar eiga sér stað. Stelpurnar eru öðruvísi þær eru að viðhalda kvennamenn- ingu sem hefur hingað til ekki verið hluti af þjóðfélaginu út á við heldur verið ósýnileg undirmenning kvenna sem á margan hátt endurspeglar stöðu þeirra í þjóðfélaginu. Að sjálfsögðu gerist Skólarnir eiga sinn þátt í að móta stelpur og stráka i hlutverk sín. Þar fer fram bæði meðvitað og ómeðvitað ákveðin innræt- ing. Meðvitað þegar þeim er kennd svokölluö ,,rétt“ hegðun, ákveöið gildismat og siðferðis- hugmyndir, eins og heiöarleika, samheldni og hópsamstöðu sem eru viðurkenndar í þjóð- félaginu. Þessi viðhorf læra börnin á því að taka þátt í skóla- starfinu og fara eftir reglum skól- anna. (Worsley, 1976: bls. 164). ,,Rétt“ hegðun stelpna er ekki sama hegðunin og ,,rétt“ hegðun stráka. Stelpur eiga að vera stiltari en strákar og þurfa því ekki eins mikla athygli. Strák- ar mega vera fyrirferðarmeiri og ærslafyllri án þess að vera áminntir. Ómeðvitaðafélagsmótunin sem á sér stað í skólunum er stund- um nefnd „falda námsefnið“. Námsefni endurspeglar það gildis- mat sem er í þjóðfélaginu og hefur því oft ákveðinn boðskap fram yfir það sem verið er að kenna. Gott dæmi um þetta eru móður- málsbækur sem nú eru kenndar í mörgum skólum hér á landi. í einu heftinu er meiri hluti dæmanna um stráka eða karla. Þó eru nokkrar undantekningar þar á og tvær af þeim eru eftirfarandi setningarsem koma hvor áeftir annarri: „Konan vinnur úti hálfan daginn" og „konan vanrækir heimili sitt“. í bók þessari er ákveð- inn boðskapur sem skilar sér til krakkanna þó svo markmiðið með henni hafi verið að vekja athygli barnanna á ákveðnum málfræði- legum þáttum islenskunnar. Það er að minnsta kosti þrennskonar skilaboð sem krakkarnir fá. í fyrsta lagi „það er óþarfi að vera að minnast á stelpur eða konur þær eru ekki áberandi og jafnvel eiga ekki að vera áberandi“. í öðru lagi „ef þær fá athygli fá þær hana fyrir að standa sig eða standa sig ekki í kynhlutverkinu “ og í þriöja lagi ,,ef kona vinnur úti hálfan daginn þá vanrækir hún heimili sitt“. Þannig getur skólabók um móðurmál átt sinn þátt í að við- halda ákveðnu gildismati. Fljótlega fara krakkarnir sjálfir að leggja sitt af mörkum i að við- halda kvenlegri og karllegri hegðun og þannig eiga sinn þátt í að móta hvort annað i kynhlutverkin. Stelpurnar gera athugasemdir hvor við aðra ef einhver er strákaleg og gert er grín að strákum sem eru stelpulegir eða fínlegir. Fljótlega eftir að börn byrja i skólum leika stelpur sér nær ein- göngu við aðrar stelpur og strákar við aðra stráka. Stelpur sem leika við stráka eiga á hættu að vera kallaðar strákaflennur og strákar sem leika við stelpur, stelpuflennur. Þeim er strítt, kölluð kærustupör og fljótlega gefast þessir krakkar líka upp og hætta að leika saman. Eftir þetta eru krakkarnir meðvitað farnir að að- greina hegðun sina frá hegðun barna af hinu kyninu. Að sjálf- sögðu er alltaf einhver einstaklingsmunur og einmitt vegna þess að börnin læra ákveðið gildismat, viðhorf og félagslega færni bæði [ skólanum og hjá ættingjum og vinum, togast stundum á hin ýmsu félagsmótandi öfl sem hafa áhrif á barnið. þetta ekki meðvitað heldur líkja stelpur og strákar á þessum aldri eftir mæðrum sínum og feðrum á nokkuð öfgafullan hátt og þannig þróast þessar ólíku leikhefðir þeirra. Bæði stelpur og strákar upplifa ákveðna erfiðleika I æsku sem tengjast leikmenn- ingu þeirra því hvorugt er þeim eðlilegt og tekur sinn tíma að aðlagast þeim reglum og venjum sem gilda. Viðkvæmir ,,mömmudrengir“ eiga oft mjög bágt í uppvexti því þeir eiga erfiðara með að samlagast harðri valdasamkeppni sem er meðal strákanna og verða oft að skotspæni. Stelpurnar lenda margar í togstreitu og tilfinningalegum erfiðleikum við vinkonur sínar því erfitt getur verið að tileinka sér það samskiptamynstur sem tíðk- ast meðal stelpna. Eftirfarandi lýsing á leikmenningu stelpna og stráka er byggð á bandarískum rannsóknum en ekki er ólíklegt að eitthvað af þessu komi kunnuglega fyrir. Strákarnir eru sagðir leikasér í stærri hópum en stelpurog virð- ast hóparnir yfirleitt byggjast upp á valdaskipulagi og valdasam- skiptum. Strákar læra hverjir af öðrum að hafa áhrif á stöðu sina innan hópsins. Þeir sem ekki eru stjórnsamir og áberandi eru sjaldan útilokaðir úr leik en eru í staðinn látnir finna fyrir lágri stöðu sinni á mjög beinskeittan hátt. Valdauppbyggingin er mjög sveiflukennd og breytileg og flestir strákar lenda einhverntiman í því að vera fórnarlömb, og læra að taka þvi. Félagslegur heimur drengja einkennist oft af átökum og riskingum. Þeir læra að beita orðum til þess að tryggja stöðu sína sem áhrifamikill og ráðandi aðili innan hópsins. Þeir nota líka orð til að vekja athygli á sér og fá áheyrendur. Meðal drengja er leyfilegt að skipa fyrir og stríða og er það liður í valdabaráttu meðal stráka. Fljá strákum skiptir mestu máli að geta tjáð yfirráð sín og skora yfirráð annarra á hólm. Oft er orðum beitt eins og vopnum en leiðtoginn í hópi drengja er alls ekki sá sem er árásagjarnastur eða kjaftforastur heldur er það sá sem kann að sýna vald sitt á árangursríkan hátt með orðum og gjörðum. Góður leiðtogi í strákahópi getur stungið upp í áskorendur en notar ekki valdbeitingar að óþörfu og þykir jafnan efni ígóðan þingmann. Drengir reynaað vekjaathygli ásér með því að segja sögur og brandara og hefur þessi hegðun þeirra 15

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.