Vera - 01.07.1987, Blaðsíða 45

Vera - 01.07.1987, Blaðsíða 45
Jónína Michaelsdóttir: Líf mitt og gleði Minningar Þuríðar Pálsdóttur Forlagið Reykjavík 1986 Þessi bók er öðrum þræði saga tónlistarlífs á íslandi um áratuga skeið, hinum saga konunnar Þuríðar Pálsdóttur. Mér þótti Jónínu Michalels- dóttur takast vel að tvinna hvoru tveggja saman i einn þráð. Saga Þuríðar er ekki ..ævintýri líkust“ eins og fullyrt er á kápu bókarinnar. A.m.k. er það ekki ævintýri sem ég vildi segja dætrum mínum til að stytta þeim stundir, heldur saga sem ég myndi segja þeim að sumu leyti til að vara þær við og að sumu leyti til að kynna þeim fyrirmynd. Líf Þuriðar hefur ekki verið neinn dans á rós- um heldur barátta fyrir því að fá þrám sínum fullnægt, þrá eftir að fá að þroska og njóta hæfileika sinna og þrá eftir ást og fjölskyldulífi. Þetta tvennt á ekki alltaf samleið og vill jafnvel brjóta hvað á öðru og þá um leið, þann hug sem elur draumana. En Þuríður hefur ekki brotnað heldur staðið af sér brotsjó- inn. Mér finnst aðdáunarvert hversu hamingjusöm, glöð og jákvæð hún lítur tilveruna vegna þess að á milli linanna má lesa svo margt sem hefði Qetað orðið bara ef. . . Það er alltaf jafn merkilegt að lesa um ungar stúlkur, sem ekki fengu að njóta sömu menntunarmöguleika og bræður þeirra, um ungar konur sem ekki þótti jafn sjálfsagt að styrkja opinber- 'ega til náms og unga karla í samskonar námi, um ungar biaeður sem hverfa frá námi eo byrja svo aftur seinna. AHtaf var verið að reyna á vi|jastyrkinn og þolgæðið og Þser héldu sínu striki. Það ^ostaði en svo tekst þeim að Snúa þeim kostnaði til betri Vegar. Sögur af svona þraut- Se'gju leiða hugann að hinum, sem létu undan þung- anum, gáfu drauma upp á bátinnm, gengu þöglar að skyldustörfunum sem þeim sem konum voru ætluð. Sögurnar af hinum, sem ekki gáfust upp eru merkilegar vegna þeirra. Það sem mér fannst sér- stakt við lestur bókarinnar var hversu bæði Jónína og Þuríð- ur gera lítiö úr þessum þætti í lífi Þuríðar. Sjálf virðist Þuríð- ur þeim hæfileika gædd að geta alltaf séð jákvæðu hlið- arnar á öllu: þegar hún var send í Ingimarsskóla, sem Þuríði sárnaði alveg greini- lega mjög mikið, segist henni svo frá að það hafi á margan hátt verið lærdómsríkt að vera þar, þar hafi hún eignast góðar vinkonur og kynnst heimilum og lífsviðhorfum sem voru ólík þvi sem hún var vön og ,,mér var tekið af hjartahlýju“ og ,,batt ævilöng vináttubönd." Fyrir þetta er hún þakklát. Þessi hæfileiki að mega alltaf sjá jákvæðu hliðarnar á öllu og geta þann- ig vaxið af mótlæti líkt og af meðlæti, er það sem Ijósast skín af minningum Þuríðar. Ég hafði gaman af að kynnast Þuríði, þótti fróðlegt að lesa um forfeður hennar — fróðlegast held ég mér hafi þótt að heyra um Margréti í Seli, langömmu Þuríðar — sem kenndi sonum sínum að annast um sig sjálfa, elda mat og sauma! og yfirhöfuð um bæjarbraginn sem lýst er í bókinni. Mér fannst gæta nokkurs snobbs í lýsingunum sjálfsagt vegna þess að ég hef aldrei sætt mig við að ís- lendingum sé skipt í alþýðu- fólk og annað fólk. Þetta bætti bókin mér þó upp með því að ég fellst á skiptingu ís- lendinga í karla annars vegar og konur hins vegar — um það er Þuriður vel meðvituð og lætur í sér heyra þegar það brennur á henni sjálfri, eins og t.d. þegar hún upp- götvaði aðbúnaðinn á fæð- ingardeild Landsspítalans, sem fínt er að fá færðan í letur! Þuríður hefur nú um nokkurt skeið látið sig annað sérmál kvenna varða, nefni- lega tíðahvörfin og hefur haldið fyrirlestra og viðað að sér þekkingu þar um. Auki fylgir bókinni um þetta hugaðarefni Þuriðar. Sá bókarauki er vel þeginn líkt og störf Þuriðar á þessu sviði þótt persónulega finnist mér sá kafli hefði átt betur heima í sérprenti frekar en sem botn- langi við aðra bók, efnið er nógu merkilegt til að réttlæta sérstaka útgáfu en kannski var þetta spurning um að koma því yfirhöfuð á prent? í Líf mitt og gleði er fjöldi Ijósmynda, sem alltaf auka við sjónarsviðið. Bókin er mjög lipurlega skráð og vel að henni staðið hvað varðar útlit. E.t.v. hefði átt að fylgja nafnaskrá og jafnvel ártala- skrá yfir feril Þuríðar, það hefði aukið heimildagildi bók- arinnar. Ms LEIKHUS Yerma eftir Garcia Lorca Þýöing: Karl Guðmunds- son Tónlist: Hjálmar H. Ragnarsson Lýsing: Páll Ragnarsson Leikmynd og búningar: Sigurjón Jóhannsson Leikstjóri og danshöfundur: Þórhildur Þorleifsdóttir Vonandi sjá sem flest þessa sýningu Þjóðleikhússins. Leik- ritið er veisla huganum, textinn munaður, uppfærslan samein- ast efninu eins og vatn rennur i fljót og byltist — stundum hátt og stundum lágt — í framvindu verksins. Þráðurinn er saga af konu, sem ekki getur eignast barn. En eins og sönn flst ein getur gert, hefur sagan sig yfir stað (spænskt bændasamfélag) og stund og flýgur þangað sem mannfólkið lifir og deyr. Yerma er gift en barnlaus. Þar meö hefur hún brugðist skyldum sínum sem kona í því samfélagi sem hún býr í. Jóann, eiginmaður hennar rækir sitt karlmannshlutverk; sómaríkur yrkir hann jörðina og sér konunni farborða. Yerma sturlun nær, leitar ráða, guða og goðsagna en allt kemur fyrir ekki, sambandið ber engan ávöxt. Samruni þeirra, loksins þegar hann verður ber engin lífsskilyrði í sér, aðeins dauðann. Efni leiksins hefur orðið mér ærið umhugsunarefni og ekki öll nótt úti enn! T.d.: Jóann kann að rækja skyldur sam- félagsins en um leið bregst hann skyldum manns við mann. Hann er skilningsvana, nærsýnn, umburðarlaus. Yerma bregst aðeins því sam- félagi, sem vængstífir hana en engu öðru. Hún er líkamning (leikstjórn Þórhildar gerir þetta orð það besta, sem til greina kemur) alls þess, sem gerir mann að manni: þráin eftir líf- inu, sköpun, frelsi, kærleika. . . Það er samfélagið, reglur þess og kröfur oft svo framandi þessari þrá, sem er hrjóstrið í leikritinu, ekki Yerma, fannst mér. Yerma beinir öllum sínum þrám í einn farveg: ofstopafulla þrá eftir barni, sem aldrei kem- ur. Kannski felst harmleikurinn einmitt í því. Landslagið á sviði Þjóðleik- hússins er harðneskjulegt hrjóstur, sem textinn glæðir lífi. Birtan kemur og fer, skiptir lit- um, bliknar og Ijómar. Hljómar tilverunnar stíga og falla. Líkamar sveigja sig eftir hljóm- falli eins og blómguð tré fyrir vindi, öldur vatnanna bylta sér. Mennirnir yrkja jörðina og eru jörðin, vökva ólífutrjánum og reka hjarðir á beit en þeim tekst ekki alltaf að samaskapi að yrkja hjörtu hvers annars. Yerma þrungin þrá, sem aldrei verður fullnægt, uppspretta mjólkurlinda sem aldrei fá að renna heldur verða að ólga undir húðinni. í kring um hana eru konur sem kunna að syngja við líkama bænda sinna, yfir henni vaka form- gerðar tengdasystur eins og svipur, rétt utan seilingar eru loforð um hlýja snertingu. Hátíð springur út í dansi, kona í barni, brum í blómi en Yerma blómgast ekki. Hún ber í sér líf þrátt fyrir það. Sýningin býr yfir hægri og nagandi óþreyju eftir þvi sem koma mun og svo ofsa, sem brýst út þegar það kemur ekki. Óllum brögðum leikhúss er beitt: orði, tónlist, dansi, látbragöi, birtu og skuggum. Mér fannst þetta allt renna saman í eina rödd og sýningin líkamna þjáningu Yermu, þrá hennar eftir lífs- sköpun. Það er rödd sem líkt og Yerma heimtar sjálf, verður að fá að hljóma og hún gerir þaö þarna. Ms. P.s. þetta kann að vera snubb- ótt umsögn en staðreyndin er sú, að maður verður dálítið vanmegna gagnvart svona leikriti og svona sýningu og ekki reiðubúin að setja ein- hvern lokapunkt við þær hugsanir, sem það kveikir með umsögn, sem hefur yfir sér endanlegt yfirbragð! Drífið ykkur bara sjálfar í leikhúsið! 45

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.