Vera - 01.04.1993, Page 7

Vera - 01.04.1993, Page 7
Þœr fregnir berast nú frá flestum ríkjum hins vestrœna heims aö baráttan fyrir jafnrétti kynjanna hafi staðnað og jafnvel snúistí höndum kvenna. Sumir ganga svo langt að segja að anáspyrnuöfl heyji óyfirlýst stríð gegn konum. Gildir þetta um ísland? Hafa íslenskar konur orðið fyrir spjótum þeirra sem vilja kveða kvenréttindi í kútinn og hlekkja konur enn á ný við eldhúsvaskinn? Hver eru markmið jafnréttisbaráttunnar? Við viljum frelsi kvenna til að velja og við viljum vera metnar að verðleikum, fyrir það sem við erum. Við viljum breyta samfélaginu - úr samfélagi þar sem karlar drottna í samfélag þar sem völdum, lífsgœðum, umbun og ábyrgð er jafnt skipt milli kvenna og karla. Jafnframt viljum við tryggja að aðbúnaður barna okkar sé sem bestur í gjörbreyttri þjóðfélagskipan. En höfum við náð þessum markmiðum? Ef ekki, hvers vegna ekki? Eru hindranirnar of margar og háar? Er viljinn ekki nógu sterkur? Eða er einhver ósýnileg undiralda í þjóðfélaginu sem berst gegn því að konur hljóti fullt jafnrétti á við karla? Ása Richardsdóttir 7

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.