Vera - 01.07.1994, Blaðsíða 45

Vera - 01.07.1994, Blaðsíða 45
SÖGUÞRÁÐUR 7. KAFLI MÆÐUR OG DÆTUR 947. kafli - Glæpur og refsing A u ð u r Haralds uður lýkur nú sögunni um mæður og dœtur sem hófst í apríl-Veru 1993. Jór- unn gamla hefur banað séra Grími með eitraðri ör og segir svo Olöfu dóttur sinni frá leyndarmáli lífs síns: Grímur neyddi hana til samrœðis við sig og barnaði hana í tvígang. Eft- ir að hafa sagt dóttur sinni söguna hverfur gamla konan á brott með geimfari. 1 síðasta hluta sögunnar lýsti Steinunn Jóhannesdóttir þvíþegar Olöf sagði Jórunni yngri sögu ömmu hennar ogfrá nýliðnum atburðum. I sunnanverðri Öskjuhlíðinni rjátlaði eldri kona um. Hún var spariklædd, enda nýkomin af kvöldvöku með stuttri viðkomu í geimfari. Til þessar- ar óvæntu náttúruskoðunar hefði hún valið önnur klæði og aðra skó, hefði hún fengið að velja. Hún fékk það ekki. Ekki frekar en fyrri daginn. Attatíu ár án valkosta. Attatíu ár, þar sem nauðsyn braut aldrei lög, því nauðsynin var löggjafínn sjálfur. Og enn átti hún engra kosta völ. Vart gat hún gerzt útilegumaður í Öskjuhlíð, engir hellar, engir sauðir, engir hverir til að sjóða sauðina í. Gat hún klifið upp á Perluna og með veifu sem á stæði Fyrirgefðu? Yrði henni fyrirgef- ið? Nei. Hún hélt ekki að hún fengi kakó fyrir það. Hún hélt að hún fengi lífstíðarfangelsi. Það yrði ekki langt fyrir konu á níræðisaldri, en það yrði allt. Sjötíu ár undir oki sem hún hafði loks hrint af sér og hvað þá? Hegning fyrir að þola ekki meira. Yrði tekið til- Ht til aðstæðna? Voru fordæmi fyrir því í islenzkri réttarsögu að einhver bugaðist undan sjötíu ára kynferðislegu ofbeldi? Teldist það til mildandi kringumstæðna? Kiknuðu uienn á því að dæma hana vegna aldurs? Tæp- ast. Voru þeir ekki að setja einn stjötugan í tangelsi um daginn og vildu þeir ekki fá tíræða nazista framselda til að geta geymt þá undir lás °8 slá í fáeinar stundir? Það var mögulegt að ekki yrði reist sérstök örYggisálma undir hana neins staðar, heldur yrði hún vistuð á gjörgæzlu einhvers ellihælis °g naglaskærin, hnífapörin og hattprjónninn höfð undir lás og slá í staðinn. En var útkoman ckki sú sama, lífstíðarfangi elliglapa og óráðs? \ar það skömminni skárra? Kannski fyrir °löfu, sem gæti sagt frá því í hálfum hljóðum ðak við höndina r..eð camelsígarettunni og mögulega fyrir Jórunni, sem gæti horft ungurn, opinskáum augum yfír borðið og trúað því að hún yrði aldrei gömul og gaga. En ekki fyrir hana. Atti hún um eitthvað að velja? Jú, hún gat lagst niður og blautt grasið og napur voi-vind- urinn yrðu fljót að leysa málið í sameiningu. En yrðu þau nógu fljót? Kæmi ekki einhver auga á skræpótta spariblússuna hennar og bjargaði henni frá friðsamlegum dauðdaga inn í réttarsalinn? Eitt andartak furðaði hún sig á áráttu bama gamalla kvenna, að gefa þeim æp- andi liti í ónáttúrumynztrum. Svo áttaði hún sig. Litimir áttu að breiða yfir gráma kvenn- anna, yfírgnæfa hrömunina, ýta dauðanum burt. Ekki frá konunum sjálfum, heldur frá bömum þeirra. Það var ekki um neitt að velja. Hún strauk fingri eftir nýútsprungnu blaði birkihríslu, það var svo vorgrænt, svo skært, að seinni hluta sumars sór maður þess eið að þessi græni litur væri ekki til í náttúrunni, hann kæmi aðeins úr efnaverksmiðjum útlandanna. Hún ætlaði ekki að sverja fyrir hann framar. Síðan rölti hún niður úr hlíðinni, kleif upp og niður gangstígana, beygði inn Snorrabraut- ina og fann fyrir því alla leið niður á lögreglu- stöðina, að það angraði hana að hafa aldrei haft neitt val. Hún þagði þegar lögreglan reyndi að yfirheyra hana. Hún leit undan þegar Ólöf brauzt inn á lögreglustöðina og var hent út aftur með sígar- ettuna. Hún þagði þegar blaðamenn vildu frétt- ir af geimferðum hennar, senr hún mundi mest lítið eftir á annan hátt en sem unaðslegri ró og hvild, hún þagði þegar Ólöf fékk forræði yfir henni og fór með hana heim. Þegar kom að réttarhöldunum þurfti hún ekki að þegja, það kom af sjálfu sér, enginn ávarpaði hana lengur. Lögmaður hennar taldi ekki forsvaranlegt - og hér rauf hún næstum þögnina, þetta átti að vera hánrenntaður maður og gat ekki talað góða íslenzku - að dæma hana samkvæmt lögum um glæp og refs- ingu. Hann viðhafði um hana orð sem voru engu minna ofbeldi en það sem á undan var gengið, en hún þagði svipbrigðalaust, því þau leystu hana undan fangelsisvist og öfluðu henni hælis á sjúkradeild elliheimilis. Þar sem ekkert rúm var laust. Ólöf dröslaði henni heim með sér aftur. Jórunn klæddi sig ekki á morgnana, heldur settist fram á bríkina og starði á vegginn. Ólöf hafði af því umtalsverðar, í þeirri merkingu að hún talaði tals- vert um þær, áhyggjur af að skilja hana eina eftir, en í vinnuna varð hún eftir langt, launalaust leyfi. Hún bað Jórunni yngri að líta inn og til með gömlu konunni um miðjan daginn, en stúlkan svaraði önuglega að hún hefði nóg á sinni könnu með bamið. Þó virtist losna um hjá henni einn daginn, hún kom æðandi um fimmleytið, skömmu eftir að Ólöf sligaðist inn úr dyrunum og var nýskrúfúð upp á fertugust- uogsjöundu sígarettu dagsins. Jómnn eldri heyrði öldurnar rísa í eldhúsinu, síðan konr dótturdóttir hennar inn til hennar, kraup á kné fyrir framan hana og spurði: Hvar em peysu- fötin þín, amma? Þau voru alltaf í efstu kommóðuskúffunni, en þau em horfin núna. Hvar settirðu þau, amma? Og amma horfði beint í augu hennar án þess að svara og tók eftir í fyrsta sinn hvað það var stutt á milli augna telpunnar og augun sjálf vom flöt. Sú yngri missti fljótt þolinmæðina og sneri aftur til eldhússins. Þaðan heyrði garnla konan teskeiðarnar skella utan í bollahliðunum, smella í kveikjaranum - Ijörutíuogátta - og

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.