Vera


Vera - 01.03.1995, Side 15

Vera - 01.03.1995, Side 15
Lana Kolbrún Eddudóttir: „...skelfileg til- hugsun að þetta mikla skref fram á við þýði samt að það verði skráð í lög að ég sé annars flokks manneskja..." Lana Kolbrún Eddudóttir var annar af tveimur fulltrúum Samtakanna 78 sem sat í nefndinni sem fjallaði um málefni samkynhneigðra. Hvað finnst henni um tillögur meirihlutans? „Þingsályktunartillagan, nefndin og úrbóta- tillögurnar marka ákveðin þáttaskil í málefn- um homma og lesbía á íslandi. Þetta er vendipunkturinn. Við förum úr því að vera umborin í að vera viðurkennd. Verkefnið sem nefndin fékk var skýrt og markmiðið háleitt - að koma með tillögur til þess að misréttið gagnvart hommum og les- bíum myndi hverfa. Hins vegar, þegar á hólminn var komið, gugnaði meirihluti nefndarmanna og treysti sér ekki til að ganga alla leið. Fulltrúar Samtakanna 78 geta ekki sætt sig við hálfan hlut. Okkar tillögur fela í sér full mannréttindi fyrir homma og lesbíur. Þaö hlýtur að vera endanlegt markmið rétt- indabaráttunnar. Mér sem lesbíu finnst það skelfilegtilhugsun að þetta mikla skref fram á við þýði samt að það verði skráð í lög að ég sé annars flokks manneskja - það var ekki meiningin. En Róm var ekki byggð á ein- um degi og hvert skref fram á við er dýr- mætt. Stærstu gloppurnar í meirihlutatillögun- um eru einkum tvær. Önnur er sú aö gera ráð fyrir að samkynhneigðir hafi ekki trúar- þörf og hafi þ.a.l. ekki þörf fyrir að gifta sig í kirkju. Hin formlega staðfesta sambúð má ekki einu sinni heita hjónaband heldur „staðfest samvist". Hin gloppan er sú að gera ekki ráð fyrir að samkynhneigðir eigi börn nú þegar eða langi til að eignast börn. Réttindi barna og foreldra þeirra eru fyrir borð borin. Þessar varfærnu tillögur meirihlutans byggjast á þeim misskilningi að það sé endalaust hægt að dæma samkynhneigða úr leik. Hommar og lesbíur taka nú þegar fullan þátt í íslensku samfélagi og vilja fá að gera það sem slík með fullri viðurkenningu samfélagsins. Frændur okkar Danir sýndu ótrúlega fram- sýni og kjark árið 1989 þegar þeir settu sam- búðarlöggjöf fyrir homma og lesbíur fyrstir í heimi. Nú lýsi ég eftir samsvarandi kjarki Is- lenskra stjórnmálamanna til að ganga lengra og stíga skref mannréttinda til fulls." Ragnhildur Helgadóttir mál !fní homma og lesbla

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.