Vera - 01.12.1998, Blaðsíða 61

Vera - 01.12.1998, Blaðsíða 61
Þegar betur er aö gáð hæfir nýja nafnið hljómsveitinni vel, því að Bellatrix mun vera skærasta stjarnan í stjörnumerki Óríons og hafa fengið nafn sitt af stríðsgyðju í grísku goðafræöinni, þannig að nafnið er enn forn- ara en það sem hin klóka kona í þjóösögum Jóns Árnasonar tók sér er hún þurfti að lát- ast vera skessan Kolrassa krókríðandi. En hættum að velta okkur upp úr nafninu og hugsanlegri heimsfrægð og lítum á nýja diskinn frá þessari góðu sveit. g nefnist gripurinn og er greinilega gerður fyrir eriendan markað - textarnir á ensku og tvö lög af átta hafa áður verið gefin út á Kol- rössudiskum, reyndar ekki í sömu útgáfu og hér. Þetta eru lögin Sleeping beauty (Sætasta Þyrnirósin í bænum) og Ikarus. Það fyrr- nefnda kom fyrst út á diski með lögum gerð- um fyrir bíómyndina Ein stór fjölskylda og svo á Stranger tales sem sveitin gaf út fyrir erlendan markaö undir nafninu Bellatrix árið 1995. Á þeim diski er Ikarus líka aö finna, en lagið kom fyrst út á Kynjasögum 1994, og þá með íslenskum texta. Og það er skemmst frá því að segja aö þessi Ikarus á g er langbest- ur og þar með verð ég að viðurkenna að ég hafði rangt fyrir mér þegar ég hélt aö Kol- rassa - afsakið - Bellatrix eyðilegði hugsan- lega sína sérstöku áferð á tónlistinni með tölvutækninni. Mér finnst reyndar Sætasta Þyrnirósin gjörsamlega fullkomin í uppruna- legu útgáfunni, en sætti mig þó vel við þessa Sleeping beauty. Nýju lögin fimm á g eru góðar lagasmíðar - ekki slakur punktur í þeim efnum á þessari plötu, en lögin eru unnin í samvinnu og skrif- uð á hljómsveitina í heild. Eitt þeirra finnst mér þó langbest, Once more. Ofan á gæði laganna bætast svo virkilega góðar útsetning- ar og eru þar kannski mest áberandi í fyrstu skemmtilegar gítarskreytingar Önnu, bæði stingandi og melódískar, og svo fiðlan henn- ar Elízu sem er óneitanlega eitt af því sem gefur Bellatrix sérstöðu meðal rokksveita nú til dags. En hrynsveitin lætur ekki að sér hæða - Esther bassaleikari og Kalli trommari gefa stöðugan undirtón og drifkraft í tónlist- ina, en lita hana líka mjúkum, dökkum litum, sem er gott samspil með sólógítarnum og fiðlunni. Ekki má gleyma aö Sigrún á líka þátt í ryþmanun sem ryþmagítarleikari, hún spil- ar líka á hljómborð en ég veit ekki hvort hún eða Elíza á þennan skemmtilega bakradda- söng á g. Sigrún sér a.m.k. mestan part um þá deild hjá Bellatrix á hljómleikum. Söngur Elízu var dálítið einsleitur hér áður fyrr, en hún hefur nú náð ágætum tökum á röddinni og nýtir miklu betur raddsviðið. Elíza semur líka textana og ég verö að segja að hér eru á ferð hennar bestu hingað til. Niðurstaða mín er sem sagt sú að þessi nýja Bellatrix-plata sé mjög góð, fagmannlega unnin en líka fersk. Þeim sem telja mínútur á hljómplötum finnst hún líklega í styttra lagi, 32 mínútur, en ég verð að segja að mér finnst betra minna af hinu góða en meira af því vonda...eða þannig. Góð plata er þannig að mann langar í meira þegar hún er búin, en stundum gerist það með langar skífur að maður er ánægður svona rétt fram yfir miðju, en þá fer allt að endurtaka sig. Hætta skal leik þá hæst hann stendur...og hér með og kannski fyrr kominn tími á mig. < Pf't KROSSINN Skínandi fögur jolagjof Í Tákn heilagrar þrenningar ‘s Núfáanlegur sem bitidisnœla. Til styrktar blindum Fœst um allt land Dn'ifinguraðilii BLINDRAFELAGIÐ SAMTÖK BLINDRA OG SJÓNSKERTRA Á ÍSLANDI lltmmihlii) 17, Reykjavik S. 525-0000 B1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.