Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 29.12.1929, Blaðsíða 3

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 29.12.1929, Blaðsíða 3
Um stærðfræði og eðlisfræði sem skólafög Það er talið aðalhlutverk mentaskólanna, að veita nemendum sinum almenna mentun og að búa þá undir framhaldsnám í liærri skólum, og dómurinn um skólana hlýtur að fara eftir því, hve vel þeir leysa þetta hlutverk í báðum atriðum. Yiðfangsefni skólanna og ldiðstæðra mentastofn- ana breytist jafnt og ])jett, og mjög í eina átl, og það, sem kallað er almenn mentun, breytist að sama skapi. Jeg minnist þess, að þegar jeg var í mentaskólanum var það algeng fyndni hjá máladeildar-nemendum, að kalla sig lærða menn, af þvi að þeir liöfðu latínu- nám með höndum, en við jafnaldrar þeirra i stærð- fræðideildinni, gátum ekki gert okkur vonir um, að verða taldir með lærðum mönnum, þótt við værum eitthvað að glima við stafróf stærðfræðinnar og eðl- isfræðinnar. Og svo mun enn vera i augum margra á landi voru, að lærður er sá einn, sem kann eitt- livað í latínu. En svo mjög hafa viðfangsefni lærðu mannanna breylst á síðustu áratugum, að mjer er nær að halda, að í liinum mentaða heimi sjeu stærð- fræðingar og náttúrufræðingar engu síður tald- ir með lærðum mönnum en þeir, sem önnur fræði stunda. Þetta er mjög eðlilegt. Þekkingin á lögmál- um náttúrunnar liefir umskapað lieiminn, miklu meira en mörgum er ljóst, bæði kent mönnum að líta margt öðrum augum, skapað nýja beimsskoð- un í stóru og smáu, og verkfræðilegar uppgötvanir liafa einnig gjörbreytt umheiminum í augum þeirra, sem ekki hafa öðlast vísindalega heimsskoðun. Menn bafa lært að byggja skip, bifreiðar, flugvjelar, flytja raforku bundruð km, lært að talast við þótt þeir sjeu hvor í sinni heimsálfu, og nú getur íslenskur bóndi setið heima frammi í afdal, og hlustað á ít- alska sönglist sunnan úr Rómaborg. Ekki eru það lærðir menn í fornum sldlningi, sem hafa gert þessi lcraftaverk, heldur menn, sem hafa lagst svo lágt, að smíða ýmsa hluti úr málmi eða öðrum jarðnesk- um efnum, eða tekist, eftir grandvara íhugun, að lýsa ýmsum af hinum skáldlegustu dutlungum náttúr- unnar með nokkrum stærðfræðilegum formúlum. Mentunin á að vera sniðin eftir þeim heimi, sem við lifum í, eins og hann er nú, og það eru fyrst og fremst skólarnir, sem sniða liana, en jeg er liræddur um, að sniðið sje komið úr ,móð‘. í máladeild menta- skólans er stærðfræðikensla engin, og eðlisfræði- kensla svo að segja engin. Að vísu er gerð tilraun til þess að kenna þar fáeina veigaminstu kaflana úr stjörnufræði og ljósfræði, sem ætlaðar eru samskon- ar skólum í Danmörku og Svíþjóð, en það er fyrir- fram útilokað, að allur þorri nemenda geti lesið þetta sjer til gagns, vegna þess hve stærðfræðikunnáttan er bágborin, og þó er þessi ljósfræði aðeins litill hluti af þeirri eðlisfræði, sem annars er talin hæfi- leg í máladeild. Niðurstaðan verður því sú, að ís- lenskir máladeildarstúdentar eru alls ófróðir um þær fræðigreinar, sem kúltúr nútímans byggist á. í háskólanum okkar fá þeir heldur enga almenna fræðslu i þessum greinum. Mjer er kunnugt um það, að i læknadeildum erlendra háskóla er kend eðlis- fræði, þótt gera megi ráð fyrir betri stúdentament- un í lienni en hjá okkur, og bendir það á, að nauð- synlegt sje talið, að læknaefni hafi nokkra almenna þekkingu í jæssari grein. En lijer í læknadeildinni er engin kensla í eðlisfræði, og meðan svo er, er sjer- stök ástæða til þess, að láta menn ekki fara hennar alveg á mis í lærdómsdeildinni, eins og verið hefir hingað til. Ekki hafa samt heyrst neinar kvartanir frá háskólanum, og engin mótmæli gegn niðurskurði stærðfræðinnar, en ekki skyldi mig furða, þótt mála- deildarstúdentar með því hinu nýja sniði, þættu illa bæfir til háskólanáms í ýmsum greinum,er við stærð- fræði styðjast. Slcýrsla forstöðumanns upplýsinga- skrifstofunnar í síðasta stúdentablaði sýnir, að það eru þó alhnargir málastúdentar, sem leggja fyrir sig „exakt“ fög. Víkjum nú nokkuð að stærðfræðinni. 1 máladeild- inni liefir undanfarið verið lesið um veldi, logariþma og rentureikninga, nokkrar setningar í rúmfræði og hyrjunaratriðin í trigonometri, og þetta eiga meðalgreindir menn að dunda við í þrjú ár. Er það furða, þótt áhuginn liafi dofnað? Mönnum hefir leiðst að hanga yfir þessu, liætt að fylgjast með, en lært dæmin utanað eftir glósum, til þess að geta staðið sig í tímum. Með þessu móti tapar stærðfræð-

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.