Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 29.12.1929, Blaðsíða 6

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 29.12.1929, Blaðsíða 6
56 TÍMARIT V. F. 1. 1929. að þessi kensla væri sett á stofn. Þannig björguðu verkfræðingarnir sjálfir skóla sínum og komu hon- um góðan spöl á rjetta leið, einmitt þegar útlitið fyr- ir framtíð lians var sem verst. Að nokkru leyti feng- ust húsakynnin endurbætt, enda gerði hin aukna kensla og fjölgun nemenda það óumflýjanlegt. Forch- liammer dó snögglega 14. desbr. 1865, og tók þá við elsti kennarinn, C. G. Hummel. Var hann kennari í mekanik, vjelfræði og teikningu. Hafði hann verið tengdur skólanum frá því, er hann útskrifaðist 1834. Hann var forstjóri aðeins i 7 ár, og gerðist lítið sögu- legt á því tímabili. Sama er að segja um næstu 11 ára skeiðið, meðan eðlisfræðingurinn C. V. Holten veitti skólanum forstöðu, 1872—83. Á þessum tíma- bilum fjölgaði nemendum hratt, en liúsnæði skól- ans var í öllu verulegu óbreytt, og varð auðvitað mjög þröngt eftir því sem fram leið. Bollaleggingar voru miklar um flutning skólans, lagafrumvörp þess efn- is komu jafnvel fyrir ríkisþing, en viðtökurnar voru daufar, og engin ákvörðun tekin. Var því nokkuð dauft hljóð við 50 ára afmælið 1879, liorfurnar fyrir framtíð skólans voru ekki sem glæsilegastar, en samt bendir ýmislegt til þess, að lif stúdentanna liafi verið all-fjörugt, bæði myndir, kvæði og leikrit bera ])ess ljósan vott, enda var sjálfur forstjórinn orð- lagður gleðimaður. Mikið verkefni lá fyrir hinum nýja forstjóra, hin- um fræga efnafræðingi Júlíusi Thomsen, sem tók við þá er Holten fjell frá 1883, og veilli hann skólanum forstöðu næstu 20 árin. Bæði hafði námið vaxið mjög mikið og þurfti því að setja nýjar reglur, og liúsnæðismálið krafðist skjótrar úrlausnar. Tliom- sen tók þegar bæði málin til meðferðar, og þar sem hann var einbeittur mjög og liafði mikil áhrif, tókst Iionum að liafa byggingarmálið í gegn á rikisþing- inu 1887—88, þá er samþykt var að byggja nýjan skóla við Silfurtorg, og nauðsynlegt fje var veitt til þess. Byggingarmeistaranum, etatsráð Herholdt, var falið að teikna skólann og sjá um bygginguna, og 1. september 1890 var nýji skólinn vígður með mikilli viðhöfn. Það er sama húsið, sem myndar aðalkjarna þeirrar húsaþyrpingar, sem skólinn en hefir bæki- slöð sína í, en hún hefir síðan verið aukin og stækk- uð á ýmsan hátt. Aðsóknin að skólanum hefir vaxið svo ört, að stjórn skólans hefir í raun og veru aldrei haft við að stækka hann eins og þurft hefði. Kröf- urnar liafa vaxið langt fram yfir það sem menn hafa gert sjer nokkra hugmynd um. Nú, 40 árum seinna kemur það mönnum einkennilega fyrir sjónir, þeg- ar forstjórinn í vígsluræðu sinni talar um „den mægtige Bygning“, en því er ekki neitað, að um þær mundir var þetta talið voldugt hús, enda var það gert með allri þeirri framsýni og fyrirliyggju, sem þá var hægt að hugsa sjer. Skólinn átti nú falleg, góð og lientug liúsakynni með öllum þeim búnaði sem kraf- ist var á þeim tima, og var hann talinn með full- komnustu tekniskum háskólum, er þá voru til. Fram að þeim tíma liöfðu 495 menn útskrifast úr skólan- um, og nú voru 235 innritaðir sem nemendur. En hvaða kröfur framtíðin mundi gera, gat engan dreymt um þá. Tveim árum síðar, 1892, var danska verkfræðinga- fjelagið stofnað, aðallega fyrir kandidala frá skólan- um, og sá félagsskapur fjekk brátt mikla þýðingu fyrir framþróun skólans. Yerkfræðingarnir sjálfir sáu manna best, livar brestir voru á þeirri teknisku ment- un, sem skólinn veilli, og unnu ósleitilega að því að bæta úr því, sem ábótavant var. Það liefir altaf \erið sjerkenni verkfræðinganna, að þeim liefir ver- ið ant um hinn gamla skóla sinn, enda munu þeim ávalt minnisstæð þau ár, er þeir liafa dvalið þar. Þar var margt, sem þurfti að bæta, og verkfræð- ingafjelagið bafði þcgar frá fyrstu vakandi auga á, að skólinn fylgdist með kröfum tímans. En Thom- sen fór að eldast, og hafði þegar fram leið ef lil vill ekki nægilegt samband við hina starfandi verkfræð- inga. Þegar liann sagði af sjer störfum sínum 1902, var mjög vel til fallið, að maður úr liópi verkfræð- inganna var kosinn forstjóri, og varla hefði getað hugsast betri maður til ])ess en G. A. Hagemann. Var hann vel mentaður, framúrskarandi duglegur verkfræðingur, áhugamikill og með óvenjulega hrein- an og göfugan hugsunarhátt, einhver hinn álitleg- asti maður, sem þá var uppi. Hann tók sjer ])egar ferð á hendur til bestu tekn- isku háskóla Þýskalands, og eftir heimkomu sína tók hann til starfa með að endurbæta. Sjerstaklega vildi hann vinna að því, að koma raffræðiskensl- unni á sem sjerstakri námsgrein. Honum tókst von bráðar að koma því í kring, en samt ekki eins full- komlega og hann hefði viljað. Bauðst hann því til þess að launa úr eigin vasa kennara í raf-efnafræði, gegn því að ráðuneytið leyfði að þessi kensla færi fram í kjallaraholu sem fjekst til þess. Síðan var þetta gert að faslri kennararslöðu. Hagemann hafði ágæt tök á því að koma þvi fram sem hann taldi nauðsynlegt. Var sjerstaldega plássleysið orðið mjög bagalegt þótt ekki væru liðin nema 14 ár síðan Jul. Ti)omsen hafði vigt sitt „volduga hús“. Nú hafði Hagemann í gegn heimildarlög til að koma upp stórri viðhótarbyggingu, sem myndi kosta upp undir eina million króna, aðallega fyrir æfingaslofur (Labora- torier). í 10 ár starfaði Hagemann scm forstjóri skólans, og er hann hætli starfinu 1912, afhenti liann skólann eftirmanni sínum, prófessor H. I. Hannover, í ágætu standi, fullkomlega samboðinn kröfum tímans. Hannover var einn af elstu kennurum skólans, framúrskarandi duglegur og vinsæll. Unnið var ósleitilega að því að fylgjast með tímanum, með auk- inni kenslu, með æfingastofum í öllum greinum og verkstæði. Á hans árum var innleidd doklorsnafn-

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.