Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 29.12.1929, Blaðsíða 5

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 29.12.1929, Blaðsíða 5
TlMARIT V. F. í. 1929. 55 Huminel, C. V. Holten, Julius Thomsen, G .A. Hage- mann, H. J. Hannover og P. 0. Pedersen. Síðan er skýrt frá þeim 28 námsgreinum, sem eru og liafa verið kenndar við skólann, og að lokum eru kaflar tveir um „Inspektörana“ og um styrktarsjóði þá, sem skólinn hefir yfir að ráða. Talsvert af myndum er í hókinni, mest mannamyndir og tcikningar af byggingum skólans. Einna mest munu gamlir nem- endur skólans sakna mynda af núverandi kennurum skólans, en iþeirri reglu hefir jafnan verið fylgt, að taka ekki upp myndir af lifandi kennurum, öðrum en forstjórunum, og er það gert af vel skiljanlegum ástæðum, en mörgum myndi þó hafa þótt gaman að eiga myndir af þeim. Eins og alkunnugt er, var skólinn stofnaður að tilhlutun hins fræga eðlisfræðings H. C. Örsted, samkvæmt konungsúrskurði 27. jan. 1829, og var hann vígður 5. nóvember s. á. i nærveru konungs og sona lians, ráðherranna og margra annara stór- menna. Vígsluræða Örtseds er merkileg mjög, og vel þess verð, að henni sje gaumur gefinn. Ekki sist munu margir lijer geta lært af lienni; þótt merkilegt megi lieita, virðist hugsunarliáttur margra hjer — þeirra sem vilja takmarka eða jafnvel útrýma stærð- fræðinni og náttúruvísindunum úr mentaskólunum — enn ekki liafa náð þcim þroska, sem Örsted liafði náð fyrir 100 árum. Hann lýsir i ræðu sinni itarlega iive feikna mikla þýðingu öll nátlúruvísindi ásamt stærðfræðinni hafa fyrir menningu og fyrir likam- legan og andlegan þroska þjóðanna, hann er fullur áhuga á framþróun þessara visindagreina, sem hann telur liina einu tiyggu undirstöðu undir heilbrigt líf þjóðanna. Og sú öld, sem liðin er siðan hann lijelt þessa ræðu, hefir sannað það til fulls, að liann liafði rjett fyrir sjer. Það mun sannast, að sú þjóð, sem ekki byggir líf sitt á þessum gi-undvelli, mun fyr eða síðar liggja undir í lífsbaráttunni. — Fjöllistaskólinn átti erfitt uppdráttar i upphafi. Húsakynnin voru fremur lítil og ómerkileg, rnilli Studiestræde og St. Pederstræde, þar sem siðar liá- skóla-Annex komst inn, en miklu minni og teikni- stofur og æfingastofur voru litlar og lítt búnar tækj- um. Nemendur voru 22, en kennarar 6, sem allir gegndu jafnframt öðrum störfum. Kenslan náði i fyrstu yfir stærðfræði, efnafræði, eðlisfræði, vjel- fræði og teikningu, enda var ekki ráðgert próf í öðru en efnafræði og vjelfræði. Verkfræði var alls ekki kend fyr en nokkuð löngu seinna, og kom það til af því, að til var teknislc kensla í hernum, enda voru öll verkfræðisstörf þá á dögum undir lierstjórn. Ör- sted, sem var fyrsti forstjóri skólans, vildi auðvitað þegar fram leið, færa út lcviarnar, en lionum tókst það aðeins að litlu leyti, þar sem verkfræðin var ekki gerð að námsgrein fyr en eftir hans daga. En mörgu þurfti að koma í lag á fyrstu árum skólans. Frá ýms- um hliðum var kandidötum skólans gert erfitt upp- dráttar, lífsstörf þeirra kcmu í bága við gamlar venj- ur og reglur, og átti Örsted i cilifu striði með áð greiða götu þeirra. Kennararnir voru óvanir, lítið í je til umráða, og yfirleitt við marga örðugleika að stríða. Þó gekk það sæmilega fyrstu 10 árin, nem- endum fjölgaði og æfingastofurnar voru stækkaðar og fengu lalsverða viðbót af áhöldum og tækjum. Af 101 nemanda tóku 51 próf, en á næstu 10 árum luku aðeins 34 af 92 fullnaðarprófi. Þó má geta þess, áð á þvi timabili byu-jaði stríðið milli Danmerkur og Þýskalands vegna Suður-Jótlands, og dró það auð- vitað mikið úr náminu. Stjórn skólans var farin að vinna að því, að leggja undir liann verlcfræðisfögin, cn það gekk stirt. 1845 tókst þó að innleiða kenslu i land- og liallamælingum, en tillögur um fullkomna kenslu í verkfræði, sem hornar voru fram 1848, fengust ekki samþyktar, þar sem herstjórnin var ein- dregið á móti þeim, og fjekk að ráða. Örsted var for- stjóri til dánardags, 9. mars 1851, hann var cklci ein- ungis faðir skólans, lieldur var skólinn óskabarn hans, sem fjekk að njóta rnesta áhuga hans og starfs- krafta. Mikið á skólinn lionum að þakka þann grund- völl, er liann lagði undir þessa mikilvægu stofnun með framúrskarandi framsýni. — Næstu 14 árin stjórnaði jarð- og cfnafræðing- urinn J. G. Forchhammer skólanum. í lians tíð var unnið áfram að því tvennu, að auka kensl- una og bæta húsnæðið, en hvorttveggja gekk erfiðlega. Frá ýmsum hliðum var unnið harðlega á móti skólanum, en ekki sist af hálfu hernaðarskól- ans. Jafnvel kom til tals að breyta alveg um tilliög- un á skólanum, þannig að hin æðri tekniska ment- un fengist við tekniska skóla hersins, en að polytekn- iski skólinn yrði aðeins tekniskur skóli fyrir liand- verks- og iðnaðarmenn. Miklar bollaleggingar i nefndum, ráðuneyti, liáskólanum og víðar liöfðu i för með sjer ótal greinargerðir og skýrslur, en lítið fjekkst ágengt. Hinsvegar var mjög mikil teknisk framþróun á þessum árum, meðfram á sviðum, sem hernaðarverkfræðingarnir rjeðu ekkert við, og varð því að sækja til Englands og Frakklands um aðstoð, sjerstaklega við vatnsveitur, gasstöðvar, liolræsi o. þ. li., en margir ungir kandidatar frá skólanum fengu þar atvinnu, og þannig reynslu og þroska. Með þessu sást enn glögt, hvað var ábótavant við poly- tekniska skólann, og þar sem stjórn skólans gat ekki kipt því í lag, gerðu verkfræðingarnir sjálfir sam- tök til iþess að geta launað kennara i verkfræðings- fögunum — með samskotum einstaklinganna — og var þessu svo vel tekið, að í ágúst 1857 voru fengin loforð um 523 Rdl. árlega og 100 Rdl. í eitt skifti fyrir öll, og nægði það til þess að geta stofnað noklc- uð umfangsmikla lcenslu i öllum verkfræðingsfög- um. Stjórn skólans tók þessu boði með þökkum og ráðuneytinu fanst svo mikið til um þessa fórnfýsi gömlu nemendanna, að það fjelst fyrir sitt leyti á,

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.