Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 4

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 4
40 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ Meðgöngu og fæðingasálarfræði Kvensjúkdómafræði Kynlífsfræði Stjórnun Kennslufræði Mjög mikil áhersla er lögð á fræðslu og eru allir ljósmæðra- nemar með eitt námskeið fyrir foreldra, 8—10 konur og maka þeirra einu sinni í viku í sjö vikur. Og undirbúa ljósmæðranemar alla fræðslu sjálfar, en þær gera verkefni um foreldrafræðslu á síðara námsári þar sem þær nýta sér einnig kennslufræðina. Þetta fræðsluverkefni er prófverkefni. Nemendur fá ennfremur leiðbeiningar hjá bókasafnsfræðingi í að nýta sér bókasöfn, en í vinnslu á verkefnum afla þær sér mikils fróðleiks úr bókum og tímaritum. Og síðar í starfi geta þær síðan notað þessar leiðbeiningar í notkun bókasafna til þess að fylgjast með nýjungum til að viðhalda þekkingu sinni í fæðingafræði og tengdum fögum. Verknámið fer að mestu leyti fram á Kvennadeild Landspítalans og skiptist þannig: Göngudeild, þ. e. mæðraskoðun, 6 vikur í sónarskoðun, 1 vika Meðgöngudeild, 6 vikur Fæðingadeild, 28 vikur Skurðdeild, 2 vikur Vökudeild — ungbarnagjörgæsla, 2 vikur Sængurkvennadeild, 6 vikur Nemendur fara síðan i 3 daga í ungbarnaeftirlit og eru 2 daga á Fæðingaheimili Reykjavíkur. Auk þess er Mæðradeild Fleilsuverndarstöðvar Reykjavíkur heimsótt, svo og sjúkrahúsin í nágrenni Reykjavíkur s. s. Akra- nes, Selfoss og Keflavík og fæðingadeildirnar þar skoðaðar. Síðan hefur verið farið í námsferð að námi loknu til Skotlands og skoðaðir fæðingaspítalar í Glasgow, Edinborg og Dundee. Ég vona að þetta stutta yfirlit yfir námið í Ljósmæðraskóla Islands gefi lesendum blaðsins innsýn í námið í skólanum.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.