Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 28

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 28
64 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ Guðrún Björg Sigurbjörnsdóttir formaður og Eva S. Einars- dóttir svara fyrirspurnum. Breytingartillögur komu fram við 9. grein, 10. grein, 12. grein, 13. grein. Voru þær bornar upp af fundarstjóra og samþykktar. Lögin síðan borin upp og samþykkt lið fyrir lið með öllum greiddum atkvæðum. Kosning fór fram með handaruppréttingu. 6. Eva S. Einarsdóttir kynnir tillögu að Ljósmæðrareglugerð fylgjandi 10. grein Ljósmæðralaga nr. 67/1984. Tillagan var send Heilbrigðisráðuneytinu og Landlækni um miðjan febrúar. Samkvæmt upplýsingum frá lögfræðingi ráðuneytisins er ákveðið að vinna að reglugerðinni nú í vor. Þær sem taka til máls: Gunn- hildur Magnúsdóttir, Margrét Þórhallsdóttir, Ólöf Ásta Ólafsdóttir. 7. Stéttartal Ljósmæðra. Steinunn Finnbogadóttir gerir grein fyrir skilum vegna afhendingar gagna á Kvennasögusafni íslands 25. mars 1985. Einnig greinargerð frá útgáfustjórn og ritnefnd. Greinargerð frá útgáfustjóra og ritnefnd á aðalfundi LMFÍ 30.3. 1985 Stéttartalið ,,Ljósmæður á íslandi” Bækurnar komu út þann 30. maí 1984 og útgefandi er Ljós- mæðrafélag íslands. Forsögu málsins má lesa og rekja framgang þess í fundargerðum ritnefndar og stjórnar allt frá upphafi árið 1975 og til dagsins í dag þann 30. mars árið 1985. Mun ég freista þess að stikla á stóru í þessari greinargerð. Að því er fyrst að víkja að 21. janúar 1975 á stjórnarfundi félagsins var rætt ítarlega um fyrirhugaða útgáfu stéttartals ljósmæðra — og lagðar fram tillögur um ljósmæður í ritnefnd. Þær voru: Sólveig Matthiasdóttir, Guðrún Lilja Magnúsdóttir, Halldóra Ásgrímsdóttir, Sigurbjörg Jónsdóttir og Sigríður Jóns- dóttir frá Hrífunesi. En mál skipuðust þannig á aðalfundi félagsins 8. júní sama ár, að Sigurbjörg Jónsdóttir og Sigríður Jónsdóttir frá Hrífunesi báð- ust undan kosningu til svo viðamikils verks — en í þeirra stað

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.