Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 27

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 27
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 63 Næsta mál á dagskrá eru ný lög og reglur Ljósmæðrafélags íslands. Fundarstjóri, Jónína Ingólfsdóttir, les upp og kynnir, biður síðan fundarmenn að athuga þau vel, en umræður og kostn- ingar fari fram eftir kaffihlé. Tillögur að nýjum lögum og reglum Ljósmæðrafélags íslands voru sendar félagsmönnum ásamt fundarboði aðalfundar í lok febrúarmánaðar. Skýrsla kjaranefndar Gróa M. Jónsdóttir kynnir sérkjarasamning LMFÍ og kröfu- gerð, segir einnig frá viðræðum við Samninganefnd ríkisins. Nokkrar umræður verða um þessi mál. Þær sem tóku til máls eru Elín Stefánsdóttir, Matthea Ólafsdóttir, Elín Sigurðardóttir, Sólveig Þórðardóttir, Steinunn Finnbogadóttir. Áberandi er í umræðum, hve ljósmæður utan af landi eiga í miklum erfiðleikum með launa- og kjaramál sín. Elín Sigurðardóttir, Stykkishólmi, spyr hvort LMFÍ geti gert ramma um kjarasamning fyrir ljósmæður við litlu sjúkrahúsin, svo sem um bakvaktir. Gróa lýsir því, að eins og málum sé háttað í dag, verði ljósmæður að semja um sín laun við viðkomandi bæjarfélög, en Ljósmæðrafélag íslands sé reiðubúið að veita þeim upplýsingar ef óskað sé. Sólveig Þórðardóttir, Keflavík, tekur til máls og þakkar Gróu M. Jónsdóttur fyrir hennar mikla starf í sambandi við kjaramál ljósmæðrafélags íslands. Sólveig varpar fram þeirri spurningu, hvort ekki sé tímabært að Ljósmæðrafélag íslands semji fyrir allar ljósmæður á landinu. Umræður um þessi mál hefðu komið fram á aðalfundi Suðurnesjadeildarinnar. Sólveig þakkar síðan stjórn og nefndum Ljósmæðrafélags íslands vel unnin störf. Guðrún Björg Sigurbjörnsdóttir svarar því til að unnið verði að athugun á þessum málum. Kaffihlé. Kl. 16.00. Fundi framhaldið. 5. Næsta mál á dagskrá er kosning og umræður um ný lög og reglur Ljósmæðrafélags Islands. Þær sem taka til máls: Vilborg Einarsdóttir, Margrét Þórhallsdóttir, Gróa M. Jónsdóttir, Matthea Ólafsdóttir, Elín Stefánsdóttir.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.