Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.04.2002, Blaðsíða 12

Ljósmæðrablaðið - 15.04.2002, Blaðsíða 12
ómskoðuninni og fæst niðurstaða strax. Niðurstaða er gefin sem tölulegar líkur á þrístæðu 21, til dæmis 1:670, en þá er eitt fóstur af 670 með sömu mælingar með þrístæðu 21 en 669 eru heilbrigð. Annars vegar er gefið líkindamat miðað við aldur konunnar og hins vegar miðað við aldur konu , stærð fósturs og hnakkaþykktarmælingu. Niðurstaðan gæti verið að líkur væri minni en aldur móður segir til um eða meiri. Komi í ljós að líkur á litningagalla verði meiri en 1/300 stendur til boða að greina litningagerð fósturs annað hvort með fylgjusýnatöku eða legástungu. Rannsóknin gefur örugga niðurstöðu um litningagerð fóstursins. Hins vegur felur hún í sér hættu á fósturláti sem er u.þ.b. 1:100-1:200 eftir legástungu en 1:50- 1:100 eftir fylgjusýnatöku. Ómskoðun við 18-20 vikna meðgöngu Þar sem flestir þekkja vel til 18-20 vikna ómskoðunarinnar, verður ekki fjallað nánar um hana. Hins vegar er rétt að benda á að þessi skoðun hefur verið aðalskoðunin hingað til og flestir þeir fósturgalla sem hafa fundist á meðgöngu , hafa greinst við þessa skoðun. Ekki gera allir sér grein fyrir því að leitað er eftir svokölluðum vísum (soft markers) sem geta bent til litningagalla hjá fóstri. Ef tveir vísar eða fleiri eru fyrir hendi hjá fóstrinu eða einn vísir og kona eldri en 35 ára , stendur til boða greining á litningum fóstursins. Þessir vísar geta verið á nýrum, í hjarta, í heila, í görnum og ennfremur aukin hnakkaþykkt. Einir sér er talið að þessir vísar hafi litla þýðingu og þarfnist ekki nánara eftirlits síðar á meðgöngu. Ef einhverjir foreldrar kjósa að sleppa snemmómskoðun og fara einungis í 18-20 vikna ómskoðun, þá er mikilvægt að benda þeim á að ekki er unnt að gera líkindamat með tilliti til lingingagalla á þessum tíma. Hafi kona hins vegar farið í 11-14 vikna ómskoðun og fengið líkindamat með tilliti til litningagalla , má segja henni að komi ekkert óeðlilegt í ljós við skoðun í 18-20 viku þá hgifi líkur á litningagalla minnkað um helming miðað við fyrra mat. Dæmi: Líkindamat með tilliti til þrístæðu 21 við 11-14 vikna skoðun er 1:2000 en verður 1:4000 eftir eðlilega 18-20 vikna skoðun. Niðurlag Það er vandasamt að gefa hlutlausar upplýsingar og margir ganga svo langt að segja að það ætti einungis að gefa upplýsingar um svo mikilvægar rannsóknir sem fósturgreining er með bæklingum og myndbandsspólum, til að skoðanir ráðgjafans trufli ekki. Bent hefur verið á að sá sem gefur upplýsingarnar eigi erfitt með leyna skoðun sinni og geti með raddbeitingu og svipbrigðum sagt mikið. Mörgum foreldrum finnst erfitt að taka ákvarðanir um fósturgreiningu og vilja láta ljósmóðurina eða lækninn sinn ákveða fyrir sig hvað sé best að gera. Hafa ber í huga að það verða ávallt að vera foreldranir sem ákveða hvað þeir vilja að sé gert að fegnum greinargóðum upplýsingum um kosti og galla rannsóknanna frá heilbrigðisstarfsfólki. Bæklingar um ómskoðanir og litningarannsóknir á meðgöngu eru til á fósturgreiningadeild Kvennadeildar og eru þeir ætlaðir verðandi foreldrum. Heimildir 1. Hreinsdóttir M, Fischer Þ. Bæklingurinn, Fósturgreining á meðgöngu. 2. Proud J, Murphy BT. Choice of a scan: how much information do women receive before ultrasound. Br J Midwifery 1997 : 5(3). 3. Filly RA. The best way to terrify a pregnant woman. J Ultrasound Med 2000: 19: 1-5. 4. Kerzin-Storrar L.. Counselling and prenatal diagnosis. Speaker's notes. RCOG/RCR, February 12-16 2001. miiiiiiiimiiiiimiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiimiiii Ljósmæður! Hafið þið skoðað hina frábæru heimasíðu ljósmæðra á Heilbrigðisstofnun Suðurlands Þar er heimasíða sem vert er að skoða en hún er unnin af þeim sjálfum að mestu .Þær kynna sjáfar sig og fæðingadeildina á skemmtilegan hátt. Einnig eru myndir af fæðingastofunni, Sængurkvennastofunum, setustofu og útsýninu (eins og í Hong Kong). Síðst en ekki síst er starfsemin kynnt og sagt frá hugmyndafræði þeirri sem starfsemin er byggð á og fræðslusem í boði er. Farið á netið og skoðið, slóðin er: http://hss.selfoss.is/born/ iimmimimimmimimimmmimmimmiiiiimiiiimMiiiimimmmimimmimiimimimmiiiiiiiiiiim

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.