Ísfirðingur - 01.06.1999, Blaðsíða 2

Ísfirðingur - 01.06.1999, Blaðsíða 2
Útgefandi: Kjördæmisráð framsóknarmanna á Vestfjörðum Blaðstjórn: Guðni G. Jóhannesson Sveinn Bernódusson Sigríður Magnúsdóttir Abyrgðarmaður: Kristinn H. Gunnarsson Prentvinnsla: H-prent ehf. ísafirði í tilefiii sjómannadags Sjósókn og byggð hafa verið samofin hér á landi frá upphafí, og enn rúmum 1100 árum frá því að ísland byggðist eru lífskjör þjóðarinnar öðru fremur borin uppi af öflugri sjósókn. Þótt sjómennska og fiskveiðar séu undirstaða þeirrar velmegunar, sem þjóðin býr við, bendir margt til að sjómenn þurfi áfram að standa í baráttu til að verja eigin hagsmuni. í þéttbýli gætir sífellt minni skilnings á því hversu þýðingarmikið starf sjómenn vinna í þágu þjóðarinnar allrar. Um áraraðir hefur til dæmis þótt sjálfsagt að sjómenn fengju „sjómannafrádrátt”, en að undanförnu heyrast raddir um að afnemaberi slíkan frádrátt. Skipta- kerfi sjómanna sem um áraraðir hefur verið grundvöllur afkastamikillar sjósóknar, gæti einnig átt undir högg að sækja. Tilskipum Evrópusambandsins um vinnutíma sjó- manna getur kollvarpað þeirri vinnutilhögun sem við- gengst á íslenskum fiskiskipum og afleiðingin orðið breytingar á skiptafyrirkomulagi. Sjómenn hafa um árabil verið uppteknir af umræðu og skoðanaskiptum um fiskveiðistjómunarkerfí og það svo, að á stundum er sem önnur hagsmunamál falli í gleymsku. Hvað sem líður deilum um kvóta og fiskveiðistjórnun, má ekki gleymast, að fleiri atriði en fiskur hafa áhrif á líf sjó- manna. Nauðsyn er t.d. að löggjafinn taki öryggis- og trygg- ingamál sjómanna til gagngerrar skoðunar með lag- færingu í huga. Slík réttarbót gerist ekki nema sjómenn láti í sér heyra og brýni fyrir umbjóðendum sínum hvað þeir vilja. Farsæl niðurstaða í þeim málum, sem hér hafa verið gerð að umtalsefni, byggist á því, að sjómenn nái að standa vel saman. Sjómannadagurinn er öðrum dögum betri til að staldra við og minnast þessa. Ég sendi sjómönnum bestu heillaóskir á sjómanna- a^inn' Gunnlaugur Sigmundsson Óskum sjómönnum Lil hamingju með daginn (tyé IRíU 39 - 510 OtyíímeutíÁ SÍmí 4513567 - 4513557 Opnum aftur 6. júní. Opnunartímar í sumar: Virka da(>a kl. 11:30-23:30. Um helgar kl. 11:30-03:00. Þá var hlustað á bátabylgjuna - og um það hvern þátt heimarafstöðvarnar áttu í því að hægt var að hlusta á útvarpið í árdaga þess, að minnsta kosti í landi. Eftir Finnboga Hermannsson. Doðrantar hafa verið skrifaðir og gefnir út um fjölmiðla og fjölmiðlun á islandi og í allri veröldinni. Ef til vill ekki margt tekið saman um við- búnað þeirra sem ætlað var að hlust- uðu í árdaga útvarps. Sú saga hefur eiginlega lítið verið sett á blöð á Is- landi.Þjóðháttadeild Þjóðminjasafns- ins er að safna upplýsingum um raf- magnsnotkun á Islandi. Um reynslu fólks af fyrsta rafmagninu sem það bjó við og svo frv. Vill nefnilega svo lil, að útvarpstæki gengu fyrir raf- magni frá fyrstu tíð og útvarpið var langt á undan almennri rafvæðingu í dreifðum byggðum. Litlu verður Vöggur feginn meðal útvarpsfólks, þegar svokölluð hlustun mælist þokkalega. Kannanir gefi til kynna að útvarpsgarmur sé einhvers staðar í húsinu, sem hafi verið kveikt á. Snemma var einhvers konar raf- magnsveitum komið á í þorpum og kaupstöðum. Rafmagnsfélög stofnuð, sem keyrðu Ijósavélar, vatnsailsstöð sett upp í næstu ársprænu eða raforka keypt frá verksmiðjum svo sem frá timburverksmiðju Jóhannesar Reyk- dals í Hafnarfirði sem virkjaði Ham- arkotslækinn. Til sveitahófstrafvæð- ing með heimarafstöðvum að ein- hverju marki upp úr 1910 og á fjórða áratugnum varð fjölgun þeiira mest. Þar voru Skaftfellingar fremstir í flokki meðBjarnaRunólfsson íHólmi í broddi fylkingar. Og áður en yfir lauk, höfðu þeir Bjarni og félagar hans sett upp hátt á annað hundrað heimarafstöðvar til sveita víðs vegar uin land. Fjöldi þeirra stöðva sem aðeins Skaftfellingarsmíðuðu varorð- inn I 18 og í flestum sýslum landsins árið 1932,tveimurárumeftirað Ríkis útvarpiðhófútsendingarálangbylgju sinni. Bjarni í Hólmi hafði þá virkjað á eitthundrað býlum. Heimarafstöðv- ar urðu því forsenda útvarpshlustunar í dreifðum byggðum og til þeina sóttu menn um langan veg eða skamman tilaðfá hlaðnar ralhlöður sínar fyrstu árin. Rauðisandur heitir hérað í Vestur- Barðastrandarsýslu og var í Rauða- sandshreppi. Telst nú til Vesturbyggð- ar. Þá var ekkert til sem taldist til rafmagns á Rauðasandi. Þó voru til vasaljósatýrur, sem þó voru nánast dýrgripir og týrurnar ekki notaðar nema einstaka sinnum. Þetta er sam- kvæml handritum Ara Ivarssonar frá Melanesi. Annars vegar Rafmagn á Rauðasandi sem hann setti saman fyrir þjóðháttadeild Þjóðminjasafnins nú á vordögum. Og hins vegar hugleið- ingar um útvarpið í handriti ódagsett- sem hann skrifaði fyrir sjálfan sig, sér til dægrastyttingar fyrir nokkrum ár- um. Hvað skyldi einsagan segja um það? ÁRauðasandi varútvaipiðorðið afgerandi afl í lífi þess fólks sem hann ólst upp hjá og með, þegar hann mundi eftir sér um miðjan fjórða ára- tuginn. Fyrsta útvarpstækið kom nátt- úrlega á höfuðból ið Bæ á Rauðasandi. Ef eitthvað sérstakt var á dagskránni, varfólk látið vita um allan Rauðasand og það safnaðist saman þar í Bæ til að hlýða á það sem fram fór. Allavega var svo, þegar fyrstu stjórnmálaum- ræðurnar fóru fram fyrir kosningarnar 1932. En fólk þar í sveit var á þessum árum mjög pólitískt og lét sig ekki muna um að fara langan veg til að hlýða á, ef frambjóðendur flokkanna tókust á. Annað hvort í útvarpi eða í þinghúsinu í Örlygshöfn. En til var það, að Jónas Jónsson og Jón Þorláks- son fylgdu frambjóðendum flokka sinna hér í sýslu, því að hún var vafa- kjördæmi á þessum árum. Fljótlega komu útvarpstæki á hvern bæ í Rauða- sandshreppi nema einn, þar sent ekki kom útvarp fyrren árið 1948. Svo er landsháttum farið á Rauða- sandi, að þangað verður aðeins komist um fjallvegi. Tæplega af sjó. Þegar útvarpið hóf að senda út árið 1930 voru tvö ár frá því að vatnsaflsstöð var sett upp í Kvígindisdal við Pat- reksfjörð. Hún varsjökílóvött. Bjarni Runólfsson íHólmi íLandbroti gerði stöðina og þá voru þeir bræður frá Svínadal í Skaftártungu, Eiríkur og Sigurjón Björnssynir, farnirað starfa hjá Bjarna. Einnig var komin heima- rafstöð frá Bjarna að Hnjóti í Örlygs- höfn á þessunt tíma, en það er lengra út meðPatreksfirði. Því var skemmsta leiðin af Rauðasandi yfir í Kvígindis- dal um Skersfjall, sem er tæplega þrjú hundruð metra hár fjall vegur yfir í Patreksfjörð og síðan út með Pat- reksfirði að Kvígindisdal —til þess að fá útvarpsrafgeyma hlaðna.— Ari Ivarsson lýsir ágætlega þeim búnaði, sem menn notuðust við úti á landsbyggðinni, þar sem enginn sér- fræðingur var við hendina og menn fikruðu sig sjálfir áfram í þeirr við- leitni að ná hinum dýrmætu útvarps- sendingum á fyrstu árum þessa tækis. Votabatteríið og það þurra Orkufengu tækin frátvennskonar rafhlöðum, sem báðar urðu að vera tengdar í einu. Sérstök hólf voru inni FERJAN BALDUR STYKKISHOLMI SIMI: 4381120 - FAX: 4381093 BRJÁNSLÆK SÍM/ 4562020 E-MAIL: ferjan@aknet.is NETFANG: www.aknet.is/ferjan U 7 •' M ' f&/i: * Sigling yíir Breiðafjörð er ógleymanleg ferð inn í stórbrotna náttúru Vestfjarða. Sumaráætlun 1999: Frá Stykkishólnii kl. 09:00 og kl. 16:00. Frá Brjánslæk kl. 12:30 og kl. 19- 2

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.