Ísfirðingur - 01.06.1999, Blaðsíða 5

Ísfirðingur - 01.06.1999, Blaðsíða 5
k Ingjaldssandi eftir því sem báran er meiri harðnar straumurinn. Lendingin setti og set- ur enn ákveðnar skorður við stærð þeirra báta, sem ganga frá Ingjalds- sandi. Nú eru þetta miklu stærri bátaren í upphafi aldarog dráttarvél notuð bæði til að setja skip og taka upp. Einnig var gamla jarðýtan oft notuð við uppsátur. Guðni útbjó spil. sem knúið var af dráttarvélinni, áður þurfti bara mannskap.” Bátur og alda Guðni Agústsson varsjöáragam- all þegar hann tegldi sitt fyrsta skip. Þá var verið að draga girðingar- staura undan flæði og hann tók til hendinni. Bemharður heitinn tók þá upp vasahnífinn sinn og gaf hon- um hann. Guðni náði sér í þöngul og tálgaði bút úr honum. Það er fyrsta skipið sem hann man eftir að hafa gert. „Um 1950 fórum við að gera við báta og breyta bátum. Hækkuðum á þeim skutinn og breyttum. Fyrst fórum við með Ölduna til Súganda- fjarðartil Valdimars Þorvarðssonar, þess ágæta bátasmiðs, en svo fórum við að fást við þetta sjálfir. Guðni Agústsson hófst handa um að smíða trilluna Hring, fyrstu út- gáfu árið 1955. Hringurerenn gerð- ur út frá Flateyri og er tjögur og hálft tonn eftir síðustu breytingu. Þeir eru orðnir fimm bátarnir sem Guðni smíðaði fyrir utan að breyta þeim og endurbæta í tímans rás. A Júpíter með Bjarna Guðmundur Agústsson var með Bjarna Ingimarssyni á Júpíter og fór um borð þann 14. febrúar 1943. Þeir fóru út að fiska og lentu í brjál- uðu veðri. Þeir leituðu vars í Kefla- víkogþað varumkvöldiðþann 17. febrúar sem vélbáturinn Þormóður fórst og með honum fjöldi Bílddæl- inga. „Eg var ekki á togara sumartím- ann, fór svona í október og kont í júní, júlíheim í sláttinn. Man ekki hvað ég sigldi oft meðan stríðið var í algleymingi, en ég er hérna nteð sjóferðabækurnar. Eg þekkti hvorki Bjarna skipstjóra, né Tryggva Ófeigsson, sem gerði Júpíter út, en var samt ekkert hlunnfarinn með siglingar. Greidd var áhættuþóknun í stríðinu og verð á fiski og lifur var hátt. Þeir sem voru allt árið náðu fimmtíu þúsund króna árstekjum. Eg komst í þrjátíu þúsund. Til sam- anburðar þá kostaði nýr landbún- aðarjeppi með blæju á sjöunda þús- und eftir stríðið. Siglt var á Húll og Grimsbý og einnig á Fleetwood.” I einum túrnum veiktist Guð- mundur og var lagður inn á heilsu- hæli skammt frá Fleetwood: Grænmetisruslið Þeir bræður i'itifyrir bœjardyrum. Hrafnaskálanúpur í baksýn. „ Ég lá þarna í þrjár vikur og það var ekkert að éta nema helvítis rusl. Ég fekk það sama og hinir, eitlhvert grænmetisrusl, endurtekur Mundi. Ég hafði aldrei étið slíkt nenta hrúta- ber og súrblöðku, þegar maður var að smala. Eina þverskorna sneið af ufsa og kjötbita. Og það var allt sykurlaust nema hafragrauturinn á morgnana. Ég komst svo heim með Tryggva gamla og var þá auðvitað löngu batnað. Það var rustalegt að koma í hafn- arbæina Grimsby og Hull. Þetta hékk rétt uppi eftir loftárásirnar. Þó var alltaf nóg af knæpum, en menn fóru varlega í drykkinn og urðu ekki útúrfullir, nema kannski tveir. Annan drógum við inn í loftvarna- skýli oglétum hann liggjaþar. Hann var kallaður Siggi sebradýr, stytt í Sigga Sebra. Hann var svo villtur að stelpurnar kölluðu hann Crasy- man. Svo fékk hann þýðinguna og hún var að hann væri fallegur en ekki óður. Það hlaut að vera, sagði Siggi, þær sögðu það allar.” Sjómannshýran hjá Guðmundi Agústssyni fór auðvitað til heimilis- ins og nýtt og vandað steinhús var reist á Sæbóli árið 1946, og kostaði efniðíþað 40þúsundkrónur. Síðast var Guðmundur á Neptúnusi með Bjarna árið 1954, tvo túra á salti. Verður aftur leitað til sveitanna? A Vestfjörðum hafa sjósókn og landbúnaðureinatt haldist íhendur. Svo hefur það verið um Ingjalds- sand. Þeir bræður voru með 400 fjár þegar mest var, nú eru það sjötíu kindur og einni betur. Sauðburði er lokið á þessu voru. Allt bar inni eins og það gerist núorðið og gekk sauðburður þokkalega. Þeir starfa saman að búskapnum og Guðmund- ur stendur fyrir eldamennskunni eftir að systir þeima, Steinun/i, lést fyrir þremur árum. Jarðýtur átti Guðni á móti Asvaldi Guðmunds- syni í Astúni, þrjár þegar mest var og unnu í fiugvallar- og vegagerð. ein ýtan er eftir og notuð við mokstur á flugvellinum á Ingjaldssandi og upp í heiðina. Guðni talar um elli- glöpin sín. Hann keypti sér alvöru rennibekk og rennir sér til hugar- hægðar og áreynslu, einkum forláta rokka f nokkuð smækkaðri mynd. Þeir bræður eru heldur svartsýnir á framtíð Ingjaldssands, en hver veit nema mannskepnan leiti á ný til hinnar lítt spilltu náttúru, þegar gnýrinn verðurorðinn ærandi íþétt- býlinu og lífsloftið of fúlt til að anda því að sér. fh. Brimlending á Ingjaldssandi. Óskum vestfirskum sjómönnum til hamingju með daginn Sparisjóður Bolungarvíkur n / Oskum vestfirskum sjómönnum til hamingju með daginn Eyrasparisjóður Óskum vestfirskum sjómönnum til hamingju með daginn Vestri hf. Patreksfirði Óskum vestfirskum sjómönnum til hamingju með daginn Oddi hf. Patreksfirði 5

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.