Ísfirðingur - 01.06.1999, Blaðsíða 7

Ísfirðingur - 01.06.1999, Blaðsíða 7
heyra undir Iðnaðarráðuneytið. I stjórnarsáttmálanum er að finna fleiri atriði sem varða landsbyggðina miklu. Orkuverð á að lækka á kjör- tímabilinu og áfram unnið að jöfnun orkuverðs samkvæmt nýju byggða- áætluninni. Gert er ráð fyrir að eign- arskattar á íbúðarhúsnæði lækki og sérstaklega er ætlunin að lækka fast- eignagjöld þannig að skattstofninn endurspegli raunverðmæti fasteign- anna í stað þess að skattleggja ímynd- að verðmæti eins og nú er gert. Þetta mál hefur verið sérstakt baráttumál mitt undanfarin ár og ég er ákaflega ánægður yfir því að það skuli nást fram. Þá er í stjórnarsáttmálanum tekið fram að hluti af tekjum vegna sölu ríkisfyrirtækja verði varið til að fjármagna sérstök verkefni í sam- göngumálum og til að efla upplýs- ingasamfélagið. Hvort tveggja skiptir landsbyggðina miklu máli. Atvinnuuppbygging, jöfnun Fleira má nefna til svo sem að ætl- unin er að örva starfsemi lítilla og meðalstórra fyrirtækja og styðja frum- kvöðla í atvinnulífinu, unnið veður að því að lengja ferðamannatímann um land allt, að efla upplýsingaiðnað og skapa þannig störf um land allt sem höfði ekki hvað sísttil ungs fólks, menningarstarf á landsbyggðinni verði treyst með samkomulagi við fulltrúa landshluta eða sveitarfélaga. Þá er ástæða til þess að taka fram að menntamál fá stóran sess í stjórnar- sáttmálanum enda menn að átta sig æ betur á því að menntamálin eru eitt stærsta byggðamálið. Þar er átt við bæði framboð á framhaldsskóla - og háskólanámi og jöfnun á aðstöðu og kostnaði. I heildina tekið þá eru áhersl- urnar á byggðamálin nokkuð sterkar og mikill rnunur á sáttmálanum nú en þeim fyrri sem gerður var fyrir 4 árurn. Eitt stærsta byggðamálið er auðvitað sjávarútvegsmálin og þar verður sett strax í gang endurskoðun á lögunum um stjórn fiskveiða og af hálfu okkar Framsóknarmanna er lögð mikil áhersla á að sú endurskoðun skili árangri innan eins árs. Vestfirðingar eiga mikið undir því að fiskveiði- stjórnin taki mið af hagsmunum byggðanna og líklega meir en aðrir. í landbúnaði verður helsta verkefnið að gera nýjan búvörusamning við sauðfjárbændur og vinna að því að selja íslenskar landbúnaðarvörur er- lendis. Aherslur í gróðurvernd og landgræðslu miði að því að auka hlut bænda í framkvæmdum. Fleira verður ekki nefnt að þessu sinni, en það fer ekki milli mála að ætlunin er að takast á við byggðamálin af fullri alvöru eins og skýrt kemur fram í stjórnar- sáttmálanum. Fyrirheitin eru til staðar en eins og áður verða það verkin sem munu tala þegar upp verður staðið í lok kjörtímabilsins. Stjórnaiflokkarnir verða að standa sig og það mun ekki standa upp á okkur Framsóknarmenn á Vestfjörðum að leggja okkar af mörkum. -Kristihn H. Gunnarsson. Óskum sjómönnum til hamingju með daginn SMÐ WÁMSÓKMVMANNA i VESnJARMKJÖItMMt Esso Skálinn Þingeyri Sími 456 8380 Opið kl. 09:00-23:00 ~öcitin(jastaSuÝ /Uánaqata 1 —£iml 456 5267 ^J-Uhethúsl annc 1684 Bolungarvíkurkaupstaður Þórsberg hf. Tálknafírði / Oskum vesLfirskum sjómönnum Lil hamingju með daginn s^^?Orkubú Vestfjarða I Stakkanesi 1 • ísafirði • Sími 456 3211 Hafnir ísaQarðarbæjar Eiríkur & Einar Valur hf. Sjómannafélag ísfírðinga Pólgötu 1, ísafírði Sparisjóður Súðavíkur Vélsmiðjan Mjölnir hf. Bolungarvík Sparisjóður Önundarfjarðar / Oskum vesLfirskum sjómönnum Lil hamingju með daginn BAKKI RfiFVERK ehf VERSLUN • RAFVERKTAKI • RAFMAGNSVERKSTÆÐI Skólastíg 4 • Bolungarvík • S: 456 7373

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.