Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2004, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2004, Blaðsíða 18
7 8 LAUOARDAGUR 17. JANÚAR 2004 ~r Fókus DV sSL, Ö «»85 mZ, í> 4 3 *l ■ Bankarán komust i tísku á nýliðnu ári og þegar er búið að fremja eitt á því nýja. Áður heyrðu bankarán til undantekninga og venjulega liðu ár en ekki dagar á milli rána. Fyrsta bankaránið á íslandi var framið árið 1984 en fram að því höfðu glæpamenn kom- istyfir talsverða fjármuni með því t.d. að ræna pósthús. Nú virðast bankarán hins veg- ar vera sjálfsagður hlutur og varla líður mán- uður án þess að banki á höfuðborgarsvæð- inu sé rændur. Þessa auknu tíðni má að ein- hverju leyti rekja til hörku í fíkniefniaheimin- um þar sem neytendur eru hreinlega neyddir til þess að ræna banka til að gera upp fíkni- efnaskuldir sínar. Áður var hvatinn að slíkum ránum græðgi og gróðafíkn en nú er það eymd og neyð skuldugra fíkniefnaneytenda. Aldrei hafa fleiri bankarán verið framin á íslandi en í fyrra þegar ræningjar komust í sjö lilvikum á brott með ránsfeng sinn. Fram að því hafði ekki verið gerð tilraun til að ræna banka síðan 1998 þegar nokkrir menn stálu hraðbanka. Þegar saga bankarána á íslanch er skoðuð sést greinilega að fyrstu ránin eru öll framin af gróðafíkn en hin síðari vegna skulda og neyðaf fíkniefnaneytenda. Tvö rán með stuttu millibili Fyrsta bankaránið á íslandi átti sér stað með þeim hætti að ungur grímuklæddur maður bankaði á dyr Iðnaðarbankans í Breiðholti, rétt eftir lokun í febrúarmánuði árið 1984, þar sem starfsmenn voru að vinna að uppgjöri dagsins. Starfsmenn bankans ályktuðu að pilturinn væri vélhjólasendill sem ætti eitthvert erindi í bankann og hleyptu honum þess vegna inn. Hann gekk hins vegar rakleiðis að hirslum gjaldkera og tók að stinga á sig peningabúntum áður en fólk áttaði sig hvað væri á seyði. Að því loknu gekk hann í átt að dyrunum en maður sem þá reyndi að stöðva hann var sleginn í andlitið og ræn- inginn komst undan með rúmlega 350 þúsund krónur. Starfsmenn bankans gátu gefið nokkuð góða lýsingu á manninum en hann var talinn vera á milli 18 og 20 ára, sagður vera allur mjósleginn, leggjalangur, hokinn í baki og með útstæð herðablöð. Þessi annars greinargóða lýsing kom samt að litlum notum þar sem þjófurinn gengur enn laus. Fyrsta vopnaða ránið Síðar í sama mánuði var svo fyrsta vopnaða bankaránið ftamið hér á landi. Að kvöldi föstudagsins 17. febrúar 1984 réðst grímuklæddur maður, vopnaður haglabyssu, að tveimur starfsmönnum ATVR fýrir utan Landsbankann á Laugavegi þar sem þeif ætluðu að koma upp- gjöri dagsins í næturhólf. Ræn- inginn hleypti skoti af byssu sinni og heimtaðj að mennirnir réttu sér pokann. Þegar annar þeirra gerði sig líklegan til að flýja af vettvangi skaut hann aftur þannig að mennirnir slepptu pok- anum og hlupu á brott. Ræning- inn hvarf þvf næst út í nátt- myrkrið með hátt á aðra milljón króna. Ránið þótti nokkuð vel skipu- hafði samband við lögreglu en sá hafði nokkru áður kynnst um- ræddum ræningja. Þá hafði hann spurt hann í þaula um hvernig að peningaflutningum væri staðið hjá versluninni og hvemig hugsanlegt væri að komast yfir féð. Þessum fyrrverandi starfsmanni fannst því líklegt að umræddur maður hefði framið verkið og var sú raunin. Fram að því hafði lögregla ekki haft minnstu hugmynd um hver hefði verið þarna að verki. ftariegbókvar svo skrifuð um málið af öðrum af- brotamanninum og nefnist hún Hinn fullkomni glæpur. lagt en sá sem að því stóð, 22 ára karlmaður, hafði lengi fylgst með ferðum starfsmanna ÁTVR. Með honum í ráðum var 19 ára piltur sem hafði það hlutverk að aka ræn- ingjanum á brott með fenginn. Fljótlega komst upp um piltana þar sem fyrrverandi starfsmaður ÁTVR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.