Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2004, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2004, Blaðsíða 35
DV Fókus LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 2004 35 Leikrit Ólafs Hauks Símonarsonar, Græna landið, var frumsýnt í Keflavík í haust. Nú er verið að taka það upp að nýju og verður sýnt á litla sviði Þjóðleikhússins. Það Qallar um mann sem smátt og smátt er að hverfa út úr heiminum og inn í Græna landið af völdum Alzheimer-sjúkdómsins. Fáir vita hins vegar að Ólafur Haukur byggir leikritið á þeirri sáru reynslu og horfa á eftir móður sinni þangað. Ólafur Haukur Símonarson Hann samdi Græna landið og byggir þad ad hluta til á þeirri reynslu að hafa fylgst med módur sinni takast á við Alzheimer- sjúkdóminn. Nú um helgina er verið að taka upp á litla sviði Þjóðleikhússins leikrit Ólafs Hauks Símonarsonar, Græna landið. Það var frumsýnt í Keflavík á síðasta ári og sýnt þar tólf sinnum við rnjög góðar undirtekt- ir. Keflavík varð fyrir valinu vegna þess að Gunnar Eyjólfsson er þaðan ættaður og er þar bæjarlistarmaður og Kristbjörg Kjeld á þar einnig rætur, en þau tvö leika burðarhlutverkin í leikritinu. Það þótti því við hæfi að frumsýna verkið þar. Leikrit Ólafs Hauks íjallar um fullorðinn mann sem fær Alzheimer og áhorfendur fylgjast með hvernig sjúkdómurinn þróast og nær æ meiri tökum á honum. Hitt vita færri að þegar Ólafur Haukur samdi þetta verk byggði hann á þeirri sáru reynslu að horfa á móður sína hverfa á vit þessa sjúk- dóms. „Já, það er rétt, ég skrifa þetta verk með þá reynslu f farteskinu en ég held að enginn geti lýst þróun þessa sjúkdóms nema að hafa upplifað hann,“ segir Ólafur. í Græna landinu fylgjast áhorfendur með Kára frá þvf að sjúkdómurinn nær tökum á honunt. Hann er búinn að missa konuna sína og fyrstu einkennin eru að verða ljós. Hann er fluttur út í garðskálann til að gleyma alls ekki að vökva blómin, eins og hann hafði lofað henni, og hættur að hirða sig almenni- lega. Enginn gerir sér samt grein fyrir veikind- ununt. Ölafur segir það sína reynslu að þannig sé það. Jafnt aðstandendur sem læknar átti sig ekki nógu snemma eða fólk leiti ekki aðstoðar fyrr en á seinni stigum. „Hins vegar er að verða mjög mikil breyting á afstöðu til þessa sjúk- dóms með aukinni fræðslu til almennings," segir Ólafur. Hætti að gera sér grein fyrir verðmætum Leikritið Græna landið lýsir vel sjúkdóms- ferlinu, en það er jafnframt saga einstaklinga, ekki satt? „Jú, vissulega, enda getur ekkert leikrit snú- ist um Alzheimer-sjúkdóminn fremur en aðra sjúkdóma. Fyrst og síðast snúast leikrit um persónur. Maður verður einginlega að fjar- lægja sig frá sjúkdómnum og einblína á per- sónurnar þannig að sjúkdómurinn yfirskyggi ekki allt annað. Kári, aðalpersónan í leikritinu, tekst á við gamla drauga í lífi sínu en þegar verst gegnir gerist í rauninni kraftaverk; hann kynnist konu sem gjörbreytir öllum hans við- horfum til lífsins." Ólafur barn að aldri, með móður sinni, Elínu Friðriks- dóttur Elln hefur undanfarin árdvalið á Hrafnistu iHafnaríiröi Þar er vel hugsað umhana en sjúkdómurmn er kommn aþað stig aðhúner horfin inn i Græna landið. Það er þó ekki aðeins Alzheimer-sjúk- dómurinn sem kemur við sögu í verkinu heldur er dóttursonur Kára dópisti og Ólaf- ur vekur athygli á að það sé vandamál sem núorðið snerti nánast hverja fjölskyldu í landinu með einhverjum hætti. „Þetta er því miður alls staðar inni á gafli hjá fólki og þýðir ekki að loka augunum fyrir því. Kári gat ekki horfst í augu við þennan vágest og það kostaði sambandsslit við dóttur hans. Með hjálp konunnar, sem kemur til að að- stoða hann við heimilisverkin, getur hann horfst í augu við líf sitt á sama tíma og sjúkdómurinn ágerist," segir Ólafur Hauk- ur. Mig langar aö vita hvenær þú áttaðir þig fyrst á þvíað ekki væri allt með felldu hjá móð- urþinni oghvernig það lýsti sér. „Móðir mín var einstakt snyrtimenni þar til hún veiktist. Hún var alla tíð smekkleg í klæðaburði og hélt sér vel til. Líklega voru fyrstu merki þess að eitthvað væri á seyði þau að hún tók að birtast í flíkum sem áttu alls ekki saman, jafnvel skítugum yfirhöfn- um, og hætti að halda sér til. Þetta var svo ólíkt henni. Og hún tók að ruglast á peninga- upphæðum; tugum, hundruðum og þús- undum. Áhugi hennar á því að fara út á með- al fólks snardvínaði." Græna fólkið í hverju horni Hvernig leið þér þegar og meðan þú varst ekki viss um hvað væri að? „Fyrst í stað átti ég það til að verða pirrað- ur. „Þú hlýtur að sjá það, mamma,“ var setn- ing sem ég sagði nokkuð oft. Ég hafði aldrei verið í návígi við þennan sjúkdóm áður og hélt því að um elliglöp að ræða, sem mér þótti hún jafnvel ekki reyna að berjast nægjanlega gegn. Mér fannst hræðilegt að sjá mömmu mína með sorgarrendur undir nöglum og í skítugri kápu; þennan snyrti- pinna sem alltaf hafði verið.“ Manstu eftir einhverjum einstökum atvik- um sem þú getur sagt frá? „Þegar sjúkdómurinn herti tökin tók við tímabil, sem ég lýsi í leikritinu Græna landinu, þegar móðir mfn lokaði sig inni, vildi lftið við annað fólk tala, lá mikið fyrir og leið mjög illa andlega. Hún gat þó hringt til mín framan af og við bræður fómm til hennar margar ferðir, oft að næturlagi, vegna þess að þá var íbúðin full af fólki sem hafði brotist inn og vildi ekki fara. Þetta var „græna fólkið". Græna fólkið var um allt; inni í skápum, undir rúmi og tug- ir og hundruð grænna manna héngu í trjánum. Þá var auðvitað orðið ljóst að eitthvað alvarlegt var á seyði og móðir mín fékk þá greiningu að hér væri Altzheimer-sjúkdómurinn á ferð. En satt að segja var þetta hræðilegur tími, einkum fyrir móður mína vitanlega." Oft eru þessi veikindi tragikómísk á ákveðnu stigi; manstu eftir einhverju slíku? „Það vantaði ekkert upp á það. Matseldin hjá henni, blessaðri, varð oft dálítið skrítin. Ég man eftir því, þegar sjúkdómurinn var á frum- stigi og hún bjó ennþá heima hjá sér, að ég kom við og hún vildi endilega gefa mér brauð og mjólk. Þegar hún svo bar fram ostabrauð sem var smurt báðum megin gat ég ekki að mér gert og fór að skellihlæja. Ég benti henni á hvað þetta væri frumlegt og við hlógum bæði að þessari ágætu nýbreytni." Hún þurfti að búa of lengi ein heima hjá sér Hvernig leið þér þegar þú áttaðir þig á að móðir þín væri alfarið komin inn í Græna landið og ætti ekki afturkvæmtþaðan? „öll eigum við það fyrir höndum að hverfa einhvern veginn inn í móðuna. En heilasjúk- dómar eru sárari en aðrir sjúkdómar af því að fólk geturlifað árum, jaírivel áratugum, saman við bærilega heilsu að öðru leyti. Maður sér þessa manneskju sem maður hefur elskað; hún er þarna en maður nær ekki til hennar eins og áður.“ Baráttan við kerfið; var ekki erfitt að fá við- eigandi pláss fyrir hana þegar hún var orðin veik - og tók það langan tíma? „Jú, það var erfitt og tók of langan tíma að finna móður minni dvalarstað. Hún þurfti að búa of lengi ein heima hjá sér. Og mér finnst þessi stefna almennt vera vitlaus að láta sjúkt“« fólk og fólk með alvarlega elliglöp búa eitt og hrætt og oft illa hirt í húsum og íbúðum sem það ræður engan veginn við. Það hlýtur að vera hægt að leysa þessi mál betur, til dæmis með fleiri smáíbúðum í tengslum við sjúkra- stofnanir. Þetta snýst ekki endilega um pen- inga - sú kynslóð sem nú er að komast á þenn- an virðulega aldur getur borgað fyrir sig - heldur er pólitíkin vitlaus." Ef það er ekki verra en þetta er engu að kvíða Hvar er móðir þín núna og hvernig líður henni? „Móðir mín dvelur nú á Hrafnistu í Hafnar- f firði. Þar líður henni eins vel og kostur er, tel ég. Það er eins með Alzheimer-sjúklinga og annað fólk, það koma góðir dagar og verri dagar. Eitt af því sem sjúkdómssaga móður minnar hefur kennt mér er hve merkilegt og margbreytilegt líf- ið er - þótt maður kunni ekki lengur nöfriin á hlutum eða andlitunum, þá hefur maður áfram tilfinningu fýrir því hvort fólk vill manni vel eður ei; hvort komiðer fram við mann af lítilsvirðingu. eða með virðingu og elskusemi. Og það er ennþá gaman að borða, fara í göngutúr og halda á höndina á einhverjum sem vill manni vel. Starfsfólkið á deildinni hennar mömmu á Hrafnistu er í einu orði sagt frábært. Mér þykir mikið til þess koma að sjá ungt og hresst náms- fólk korna til starfa á þessari deild, taka sporið með körlum og kerlingum og miðla íbúunum þar af sinni lífsgleði. Og mér líður sjálfum vel þegar ég heimsæki móður mína og við stiklum saman um ganginn eða sitjum bara og höld- umst í hendur. Lífið er stundum mjög einfalt og maður þarf ekki ósköpin öll til þess að vera ánægður." Það er svo undarlegt að þegar ég kem og heimsæki móður mína þá segi ég við sjálfan mig: „Já, þetta er bara það sem lífið býður upp á. Það er ekki verra en þetta. Það er þá engu að kvíða," segir Ólafur og hlær. bergljót@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.