Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2004, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2004, Blaðsíða 19
+ . M \t flUDKtmÞ: ■1 v i Ri XJV Fréttir _____________________LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 2004 1 9 í I tnaheiminum Misheppnuðum tilraunum fjölgar Bankaránum tók að fjölgajafnt og þétt með árunum. Gjarnan höfðu ræningjarnir þann háttinn á að þeir komu óvopnaðir inn í bankana og létu lítið á sér bera; stukku svo yfir gjaldkeraborðin, hrifsuðu til sín það sem þeir gátu og reyndu að komast brott á hlaupum. Aðallega var það einn maður sem lagði stund á þessa iðju en hann var jafnan handtekinn skömmu síðar. Daginn fyrir gamlárs- dag 1988 stökk þessi sami maður yfir gjaldkeraborð Búnaðarbankans í Austurstræti og komst á brott með BANKARÁNIN 2003 OG 2004 1. apríl Sparisjóður Hafnarfjarðar Upplýst 16. maí Sparisjóður Kópavogs Upplýst 5. júní Landsbankinn í Grindavík Upplýst 29. ágúst fslandsbanki Seltjarnarnesi Upplýst 18. september íslandsbanki Breiðholti Óupplýst 14. nóvember Sparisjóður Hafnarfjarðar Upplýst 17. nóvember Búnaðarbankinn Vesturgötu Upplýst 9.janúar Sparisjóðurinn (Hátúni 1 rannsókn 400 þúsund krónur. Hann var seinna þann dag handtekinn á Keflavíkur- flugvelli enda höfðu náðst af honum myndir inni í bankanum, auk þess sem lögregla þekkti vel til hans. Atvinnumenn láta til skarar skríða Árið 1995 voru tvö vel skipulögð rán framin í Reykjavík. Lengi lék grunur á að sömu menn hefðu verið að verki í bæði skiptin en svo var þó ekki. I’ lok febrúar var ráðist að tveim- ur konum á Lækjargötu þar sem þær voru á leið inn í íslandsbanka með peningasendingu frá Skeljungi. Mennirnir voru þrír að verki, allir grímuklæddir, og börðu þeir aðra konuna í höfuðið og tóku síðan af henni tösku sem peningarnir voru geymdir í. Þeir komust á brott á stolnum bíl með um 5,2 milljónir króna en af því voru um 3 milljónir í reiðufé. Nokkrir voru handteknir í kjölfarið, fjöldi yfirheyrður og um- fangsmikil leit hófst að mönnunum sem af lýsingum að dæma voru allir sagðir vera um tvítugt. Málið var óupplýst þangað til í fyrrasumar að fyrrverandi unnusta eins ræningjans ákvað að gefa sig ffam. Ránið sem tókst Rétt fyrir jól þetta sama ár réðust þrír grímuklæddir menn inn í Bún- aðarbankann á Vesturgötu, klæddir bláum samfestingum og lambhús- hettum. Leifur H. Jósteinsson útibús- stjóri lýsti atburðunum á eftirfarandi hátt í DV á sínum tíma: „Þeir ruddust inn með miklum hávaða og látum og öskruðu: Þetta er vopnað rán! Ég sá svo einn mann- anna stökkva yfir skenkinn með hníf f hendi og þá áttaði ég mig á að aivara væri á ferðum. Þeir hræddu fólkið með látunum og gengu svo mjög skipulega til verks. Einn þeirra bar haglabyssu og virtist sá stjórna að- gerðunum sem voru mjög fagmann- legar, ef þannig mætti að orði komast. Þetta tók varla meira en mínútu og svo voru þeir á bak og burt.“ Þremenningarnir komust á brott með hátt á aðra milljón en skildu eftir stolna bifreið sem þeir höfðu komið á. Síðar sama dag fannst önnur bif- reið yfirgefin í borginni, einnig stolin. Nokkrir menn lágu sterklega undir gmn en þeir vom allir sýknaðir af ákæmm. Þetta máf telst því óupplýst. Tveimur mánuðum áður hafði maður gert tilraun til ráns í Lands- bankanum í Háaleiti en var snúinn niður af viðskiptavinum sem héldu honum uns lögregla kom á staðinn. Hann var ákærður og dærndur sama dag og vakti það eitt og sér nokkra at- hygli á sínum tíma. Sá fékk 6 mánaða fangelsisdóm. Bókstaflegt bankarán Fyrsta bókstaflega bankaránið var svo framið í lok janúar árið 1998 þeg- ar heilum hraðbanka var stolið úr anddyri Kennaraháskóla Islands. Til- kynnt var um ránið snemma morg- uns en hraðbankinn hafði verið ijarlægður þá um nóttina. Svo virtist sem hann hefði verið losaður af fest- ingum og svo fjarlægður, sem þótti sérstakt þar sem apparatið vó um hálft tonn. Síðar var upplýst að flutn- ingabíll hefði verið notaður við verk- ið. Fagmannlega var staðið að ráninu fyrir utan ein grundvallarmistöksem leiddu til handtöku þjófanna. Til að komast að hraðbankanum þarf að opna þar til gerða hurð með því að renna bankakorti f gegnum lesrauf. Einn þjófanna notaði sitt eigið kort til þess og í kjölfarið voru íjórir menn handteknir. Hraðbankinn fannst svo inni í sendibíl og hafði mönnunum ekki tekist að opna hann. Ekki fékkst upp gefið hversu mikið af fjármun- um var í bankanum. Tískubylgja ríðuryfir f fyrra fjölgaði bankaránum til muna en alls voru sjö rán framin. Þann 1. apríl réðst 19 ára piltur, vopnaður búrhnífi, inn í útibú Spari- sjóðs Hafnarfjarðar við Reykjavíkur- veg þar sem hann tæmdi peninga- skúffii eins gjaldkerans. Lögregla handtók manninn næsta dag og ját- aði hann við yfirheyrslur. Þessi sami maður var svo handtekinn aftur 5. júní á leið út úr Grindavík. Þar hafði hann ruðst inn í Landsbankann og ógnað starfsfólki með hnífi áður en hann hafði á brott með sér eitthvað af peningum. Maðurinn sagðist hafa framið ránin til að fjármagna spilafíkn sína. í millitíðinni hafði starfsfólk Spari- sjóðsins í Kópavogi þurft að glíma við annan bankaræningja sem lét greipar sópa þann 16. maí. Hann var hand- tekinn skömmu síðar og teist það mál upplýst. Ekkert gerðist svo fyrr en undir lok sumars þegar 25 ára maður gekk inn í útibú íslandsbanka við Eiðistorg, óvopnaður, og tók fé úr einni gjaldkeraskúffunni. Maðurinn liuldi andlit sitt ekki og var handtek- inn þar sem hann var að bíða eftir strætó í nágrenninu skömmu síðar. Þann 18. september stökk ungur maður yfir gjaldkerastúku í íslands- banka í Lóuhólum, með eggvopn f höndum, og hafði á brott með sér peninga. Starfsfólk bankans veitti honum eftirför en missti af honum á hlaupum. Ekki hefur tekist að hafa hendur í hári ræningjans. Þann 14. nóvember var Sparisjóð- ur Hafnarfjarðar rændur í annað sinn. Maður um tvítugt gekk að gjald- kera með hníf í hendinni og bað hann að rétta sér peninga. Eftir að gjaldkerinn hafði gert það hijóp mað- urinn á brott en var handtekinn næsta dag. Ekki þurfti að bíða lengi eftir næsta ráni sem var framið þrem- ur dögum síðar, þá í Búnaðarbank- anum við Vesturgötu. Að þessu sinni voru tveir vopnaðir menn að verki en sjónarvottar sáu hluta bflnúmers ræningjanna og voru þeir handteknir í kjölfarið. Þann 6. desember gerðu tveir rnenn, vopnaðir sveðjum, til- raun til að ræna Landsbankann við Gullinbrú. Starfsmenn bankans gáfu hins vegar ekkert eftir og hurfu mennirnir á brott án þess að ná nokkrum fjármunum. Þeir voru svo handteknir skömmu síðar. Ekkert lát virðist vera á bankarán- unum þvr' þegar hefur eitt slfkt verið framið á árinu. Tveir vopnaðir menn réðust þann 9. janúar síðastíiðinn inn í Spron í Hátúni og höfðu uppi ógnandi tilburði við starfsfólk og við- skiptavini. Tveir menn eru nú í gæsluvarðhaldi vegna þessa máls en neita sök. Flest, ef ekki öll, ránin á þessu og því síðasta eru talin tengjast fíkniefrtaheiminum. agust@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.