Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2004, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2004, Blaðsíða 14
74 MÁNUDAGUR 9. FEBRÚAR 2004 Fréttir DV Á sunnudagskvöldum klukkan átta í Hinu húsinu hittist hópur af ungu fólki sem á viö hreyfihömlun að stríða. Hópurinn kallar sig Ný-ung og er tilgangurinn með félagsskapnum að berjast fyrir málefnum fatl- aðra með pólitískum undirtóni. Ný-ung setti til dæmis borgarstjóra Reykjavíkur í hjólastól í einn dag og öflug blaðaútgáfa er á vegum hópsins. Ný-ung Fundir eru i Hínu húsinu á sunnudagskvaldum frá átta til tlu. DV-Mynd Vilhelm m mjJá f íw t'.'' t Wij, m Fjöldahreyfing þeirra sem geta ekki hreyft sig „Við erum að reyna að breyta þeirri ímynd sem öryrkjar hafa í samfélaginu," segir Fannar Örn Karlsson, nemi í Flensborg. Krakk- arnir sitja í hring og svara spurning- um blaðamanns milli þess sem þau ræða málin opinskátt sín á milli. „Þessi barátta fyrir bættum kjörum hefur staðið svo lengi og auk þess virðist lenskan vera að benda aðeins á það sem miður fer,“ útskýrir Fann- ar og líkir þess konar baráttuaðferð- um, í gamni, við hróp og köll þing- manna Vinstri Grænna. „Ef maður er alltaf á móti þá nennir enginn að hlusta á mann.“ Þurfum að standa saman Fannar vill þess vegna fylgja þeirri reglu að benda ekki á hið slæma án þess að koma fram með lausnir um leið. Hann segir þetta vera kjarnann í Ný-ung og hvetur ungt fólk að kíkja á fundi. „Samtök eins og Ný-ung eru bráðnauðsyn- leg,“ segir Fannar. „Ungt fólk þarf að sameinast; berjast í þessum málum og nota tækifærið um leið til að láta gottafsér leiða.“ Friðrik Þór Ólason, nemi í Borg- arholtsskóla, tekur orðið af Fannari. „Það er allt ofmikil neikvæðni sem ein- kennir baráttu þeirra sem minna mega sín í samfélaginu „Það sem skapar fötlun fólks er þjóðfélagið," bendir Fannar á. „Ef þjóðfélagið tæki okkur sem ófötluð- um þá þyrftum við ekki að standa í þessari baráttu." Friðrik segir að eft- ir að Ný-ung flutti starfsemi sína í Hitt Húsið hafi starflð tekið að blómstra. „Hérna höfum við frábær- an starfsmann og góða aðstöðu," segir Friðrik og tekur undir með Fannari sem sagði að ungt fólk þyrfti að sameinast. „Við þurfum að standa saman til þess að fólk hlusti á okkur.“ Viljinn fyrir hendi Eva Þórdís Ebenezersdóttir er 22 ára og stundar nám í bókmennta- fræði í Háskóla íslands. Þó hún sé ekki bundin f hjólastól veit hún vel hvernig samfélagið setur upp þrösk- ulda sem hreyfihamlaðir eiga erfitt með að yfirstíga. „Það er stundum eins og viljinn til að bæta aðstöðu fatlaðra sé fyrir hendi en eitthvað vanti upp á framkvæmdina,“ segir Eva Þórdís sem ætlar á næstunni að fara til útlanda og hitta ungt fólk í svipaðri stöðu. „Þó maður fari ekki út nema eina helgi þá fær maður alltaf nýjar hug- myndir um hvernig bæta megi ástandið hér heima,“ segir Eva sem vinnur við að kenna fötluðum krökkum að synda. „Það er nauð- synlegt að víkka sjóndeildarhringinn og sjá með eigin augum hvernig að- staða fatlaðra er í öðrum löndum." Með jákvæðnina að vopni Leifur Leifsson, nemi í Borgar- holtsskóla, hefur ákveðnar skoðanir á því hvernig hreyfihamlaðir eigi að há sína baráttu. „Það sem við þurf- um er einfaldlega að minnka drama- tíkina," segir Leifur sem byrjaði í Ný- ung í fyrra. „Það er allt of mikil nei- kvæðni sem einkennir baráttu þeirra sem minna mega sín í samfé- laginu." Leifur bendir einnig á að öllu illu fylgi eitthvað gott. „Við fáum til dæmis frítt í bíó og ég fæ ókeypis kaffi í skólanum mínum," segir Leifur og tekur fram að þó þetta séu kannski litlir hlutir þá sé allt í lagi að minnast á það sem gott er. „Svo fáum við félagarnir alltaf VIP aðgang inn á Hverfisbarinn." Leifur fæddist í fatlaður og tekur fram að því þekki hann lítið annað. Hann segir þó að ef rétta hugarfarið sé til staðar geti hreyfihamlaðir gert nánast hvað sem er. „Ég þekki til dæmis mann sem fór í jöklaferðir þrátt fyrir að vera bundinn í hjóla- stól, segir Leifur. „Maður getur gert nánast hvað semer með jákvæðnina að vopni." Dópistar gera uppistand En það eru ekki allir sem hafa já- kvæðnina að vopni. Skyndilega birt- ast tveir sjúskaðir menn. Annar var grannvaxinn með húfu og í snjó- brettaúlpu en hinn var hávaxinn með krullað hár. Á háttalagi þeirra var augljóst að þeir voru á síðustu dropunum eftir nokkurra daga neyslu. Þeir voru ógnandi og allir víraðir í andlitinu. Tungan á öðrum þeirra kipptist til og augun voru glær og tóm. Andri Ólafsson umsjónarmaður Ný-ungar bað mennina vinsamleg- ast um að fara og á meðan Andri reyndi að tala þá til skimuðu þeir í kringum sig; að þvi er virtist í leit að þýfi. Mennirnir höfðu í hótunum og sögðust hafa gaman af að mæta og rugla í fólki. Meðan á þessu stóð voru krakkarnir óttaslegnir enda lít- ið sem þau gátu gert. Eftir um tutt- ugu mínútur fóru mennirnir og allir gátu andað léttar. Eru að gera ótrúlega hluti Þegar hér er komið við sögu kem- ur pizzasendill með kvöldmatinn. Andri Ólafsson sem hefur hefur aug- ljóslega gaman af því sem hann er að gera segir að á hverjum fundi sé hann að læra eitthvað nýtt. „Þetta atvik áðan sýnir kannski að veruleik- inn á alveg jafn mikið við þessa krakka og aðra á þeirra aldri," segir Andri og bætir við að eftir því sem hann hitti krakkana oftar þá kemst hann að því hvað þau eru að gera ótrúlega hluti. „Þau eru ekki að nöldra eða tauta heldur líta á lífið með jákvæðum augum og það eru örugglega margir sem eiga við enga fötlun að stríða sem mættu tileinka sér viðhorf þessara krakka." simon@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.