Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2004, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2004, Blaðsíða 27
DV Fókus MÁNUDAGUR 9. FEBRÚAR 2004 27 K 8 1 N 6 L A N I HUNTED MANSION kl. 4.45 Og 9 j |LAST SAMURAI kl. 6 og 9 : . | lltillilll'IillHll \-> www.5ombioin.is Something’s GottaGwe SÝNDkl. 6.30, 9 og 11 Finnbogi í Heklu heiðrar Stefán í Litlu kaffístofunni í Svínahrauni, sem hann segir gestrisinn í besta lagi og starfa í sönnum anda Hávamála: Gestrisni viö bjóðbraut pvera „Bætír grátt ofan á svart að hitta á af- greiðslufólk sem skortír allan reisn við störfsín; að taka þannig á móti gest- um aðþeim fínnist þeir vera innilega velkomnir." Vinafundur við þjóðveginn Finnbogi Eyjólfsson, til vinstri, afhentiStefáni Þormar i Litlu kaffistofunniskjal með tveimur erind- um Hávamáia. Greiðasölumaðurinn Stefán dregur marga að með gestrisni sinni, góðu kaffi og enn betri kieinum. DV-mynd sbs „í mínum huga er Litía kaffístofan í Svína- hrauni greiðasölustaður eins og þeir gerast bestir. Hér ríkir sannur andi góðrar gestrisni og andblær- inn er afar heimilislegur. Kemur þar til lund veit- ingamannsins, Stefáns Þormar Guðmyndssonar, og hans fólks. Þau hafa sanna gleði af því að taka vel á móti gestum," segir Finnbogi Eyjólfsson, löngum kenndur við bflaumboðið Heklu. Hann gerði sér á föstudag ferð í hinn vinsæla áningastað í Svínahrauninu og afhenti Stefáni skjal þar sem eru rituð tvö af erindum Hávamála. í öðru þeirra segir meðal annars að mats og voðar sé þörf.... þeim er hefur um fjall farið," og segir Finnbogi að sér þyki þessi hending eiga svo einstaklega vel við einmitt á þessum stað. Vantar góðan íslenskan mat Finnbogi Eyjólfsson er tæplega áttræður að aldri og hefur í áratugi verið á ferðinni um landið. „Ég man fyrst eftir mér snemma á fjórða áratug síðustu aldar þegar ég var ferðaðist með föður mínum sem hélt uppi áætlunarferðum austur í Mýrdal. Áningarstaðirnir á leiðinni voru margir, en líklega rís greiðasölufólkið hæst í minning- unni. Það var ailtaf raunsarlegt og gott að koma til Valgerðar Þórðardóttur á Kolviðarhóli og til Guð- laugs í Tryggvaskála við Ölfusárbrú. Austur í Fljótshiíð var áð hjá Guðbjörgu í Múlakoti og Mangi póstur tók á móti okkur í Vík í Mýrdal. AOt þetta fólk var frábærir gestgjafar, rétt eins og mér finnst Stefán vera,“ segir Finnbogi. Hann bætir því við að sér þyki margt mega bet- ur fara í söluskálum vítt og breitt um landið. „Mér finnst vanta að þar geti maður fengið góðan ís- lenskan mat, í stað þessara fitusteiku hamborgara sem á sumum stöðum eru það eina sem býðst. Mér finnst hræðilegt að koma inn í söluskála þar sem djúpsteikingarlykt leggur fyrir vit manns þeg- ar inn fýrir dyr er komið. Það bætir síðan gráu ofan á svart að hitta á afgreiðslufólk sem skortir alla reisn við störf sín; að taka þannig á móti gest- um að þeim finnist þeir vera innilega velkomnir. Þetta fólk gæti margt lært af Stefáni Þormar, sem veitir góðan beina hér við þjóðbraut þvera." Hundruð gesta í heimabakað í öðru tveggja erinda Hávavmála á skjalinu góða frá Finnboga, sem nú hefur verið fest upp á vegg við útidyrnar f Litlu kaffistofunni segir: Mað- ur er manns gaman. Stefán Þormar segir að þessi orð eigi vel við sig og sín viðhorf; starfið veiti sér mikia ánægju og þá ekki síst samskipti við hundr- uð manna sem hafa viðkomu hjá sér á hverjum degi. „Ég er kominn hingað um klukkan sex á morgnana og strax um það leyti koma fyrstu gest- irnir. Síðan er hér jafn straumur gesta alveg fram að lokun klukkan níu á kvöldin," segir Stefán Þormar, sem hefur starfrækt þennan greiðasöiu- stað fyrir Olís frá 1992. Hafa vinsældirnar aukist ár frá ári og dregur heimabakkelsið, kaffi og pylsurn- ar að, en líklega þó helst hinn góði andi gestrisni sem Finnbogi í Heklu og svo margir aðrir kunna vel að meta. sigbogi@dv.is Hverjir voru hvar Það var mikil gleði á Hverfisbam- um alla helgina og nóg af fínu og frægu fólki sem leit þar inn. Meðal þeirra sem sást til voru Friðrik Weisshappel, smiður og sjónvarps- maður, Bjöm Jörundur Friðbjöms- son, tónlistarmaður og fiskimaður í Brasilíu, Sverrir Þór Sverrisson, Sveppi á Popptíví, Guðmundur Jónsson, gítarleikari Sálarinnar, Svavar öm tískulögga, Ama Pétursdóttir, Play- boy-fyrirsæta og verslunarstjóri Kiss,\1lheimAnton Jónsson, sjón- varpsmaður og söngvari 200.000 naglbíta, Ragnhildur Gísladóttir, söngkona í Stuðmönnum, Dóra Takefusa, fyrmm sjónvarpskona, Birgitta Haukdal, söngkona í fra- fári, Þórdfs Anna Oddsdóttir Frels- isstúlka, Elísabet Ólafsdóttir bók- menntafræðinemi, lögfræðingarnir Jón Tynes og Gummi Odds, Ragnar Jónasar í KB-banka og knatt- spyrnumarkmaðurinn Birkir Krist- insson frá Vestmannaeyjum. Á Grand Rokk var útvarpsmað- urinn Freyr Eyjólfsson, sem einnig er í hljómsveitinni Miðnes, auk þeirra Villa naglbíts og Sveppa á PopptM'. Geir Ólafsson stórsöngvari var aftur á móti á Shooters í Kópa- vogi þar sem hann var dómari í karókíkeppni DV og Fréttablaðsins. Leikritið 5stelpur.com var fmm- sýnt í Austurbæ á föstudagskvöldið. Á frumsýningunni sást til söngvar- ans Helga Bjömssonar, Sirrýjar á SkjáEinum, Eddu Bjargar Eyjólfs- dóttur leikkonu, Ragga Kjartans í Trabant og Einars Bárðarsonar framleiðanda. Þar voru líka þau Jó- hanna Vilhjálmsdóttir sjónvarps- kona og Geir Sveinsson, fyrrum landsliðsmaður í handbolta, Inga Lind Karlsdóttir í fslandi í bftið, Villi í 200.000 naglbítum, Sveppi á Popp- tíví, Kormákur Geirharðsson veit- ingamaður, Karl Th. Birgisson, framkvæmdastjóri Samfylkingar- innar, Jónína Benediktsdóttir lík- amsræktarfrömuður og Ólafur Páll Gunnarsson, útvarpsmaður á Rás 2. Asgeir Friðgeirsson, varaþing- maður Samfylkingar- innar, var á ölstof- unni um helgina og þar sást líka í Teit Þor- kelsson, fyrrum fxétta- mann á Stöð 2, Magn- ús Geir Þórðarson leikstjóra og Tinnu Ólafsdóttur forsetadóttur. Árni Bergmann rithöfundur í vinnu á Þjóðviljanum „Ætli ég hafi ekki bara verið að vinna á Þjóðviljan- um. Ég man það ekki sér- staklega, það var svo mikið að gerast á þessum tíma. Ég var miklu uppteknari af því sem var að gerast hjá Rússunum. Mér finnst Hvar varstu 9. nóvemher 1989? Þjóðverjar ekki merkilegir. Mér voru hins vegar gefnir tveir steinar úr múrnum, einn frá þýska sendiráðinu og einn frá kunningja mín- um. Ég var á ráðstefnu tveimur árum áður um framtíð Evrópu, og Rúss- arnir voru mjög opnir og jákvæðir en Austur-Þjóð- verjarnir voru fúlir og leist ekkert á þróunina þar. Það ** eru alltaf miklir fordómar og klisjur í umfjöllun fjöl- miðla sem koma í veg fýrir að lesendur hugsi. En klisjurnar geta líka verið já- kvæðar og til dæmis halda Rússar að allir íslendingar séu friðsamir og vel lesnir og rússneskir fræðimenn líta á ísland sem einhvers konar paradís. Ég leiðrétti þá ekki endilega alltaf og vil fara varlega í að taka af mönnum trúna, enda allt í f lagi ef trúin er meinlaus. Ég las ágæta grein eftir Gorbatsjof þar sem hann lýsti því yfir að nú yrðu í fýrsta skipti í sögunni mikl- ar breytingar án blóðsút- hellinga og það gekk eftir. Mér fannst þetta leiðinlegt þegar ég frétti svo að Sov- étríkin hefðu fallið og þótt- « ist vita að þetta myndi skapa fleiri vandamál en það myndi leysa, sérstak- lega þar sem búa stórir minnihlutahópar Rússa í öðrum löndum. En Jeltsín vildi koma Gorbatsjof frá og Sovétríkin voru lögð niður. Það var fyllirísrugl hið mesta eins og mikið af stórákvörðunum mann- kynssögunnar." Þann 9. nóvember 1989 var múrinn, sem hafði skilið að Austur- og Vestur-Berlin rofinn. Austur-Þýskaland var samein- að Vestur-Þýskalandi 1990. I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.