Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1955, Blaðsíða 8

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1955, Blaðsíða 8
94 TlMARIT VFI 1955 honum, langt uppi í gljúfrum, að þau verða alls ekki til lýta í landslaginu við fossinn, þar sem þau myndu ekki sjást þaðan, og auðvitað yrðu þau gerð laglega úr garði. Fossinn myndi að vísu hverfa tíma og tíma að vetrarlagi, en hverjum yrði ami að því? Ekki er svo margt um ferðamanninn þar á þeim tíma árs. Á sumrum verður væntanlega nóg vatn í honum. Stöðvarhúsin verða sennilega djúpt í jörðu og úr- rennsli frá þeim annaðhvort niður við Jaðar eða vest- ur við Tungufljót. Hversu meira virði eru ekki 7—800 miljónir kwst á ári, ef þær fást við góðu verði, jafnvel þótt fossinn hverfi annað veifið að vetri til, heldur en fossinn óvirkj- aður, eyðandi orku sinni í það eitt að hola steininn engum til gagns, megin hluta ársins, þegar þess einn- ig er gætt, að aðra tíma árs getur að líta hann í allri hans tign. Það er heldur ekki tilgangur náttúruvernd- unarlaga að koma í veg fyrir að auðlindir landsins séu nýttar heldur hitt að ekki sé valdið óþarfa spjöllum og að það sem gert er, verði til sem minnstra lýta, ef ekki er hinu til að dreyfa, að framkvæmdirnar verði til feg- urðarauka. Nei, það er, eins og einn kunningi minn orðaði það, undarleg viðkvæmni hjá þjóð, sem öldum saman hefir skorið og étið búfé sitt, að amast við því að Gullfoss verði virkjaður. Það er trúa min, að eftir að Gullfoss hefir verið virkj- aður, aukist þangað ferðamannastraumur að miklum mun og verður það ekki sízt að þakka bættum samgöng- um í sambandi við virkjunina, sem munu stuðla að því að Gullfoss \erði meira en nú er almenningseign okkar Islendinga. Þetta sýnir ljóslega, að öfgar og firrur geta verið fyrir hendi þó engin séu lögin og ég hygg að ekki sé ástæða til að óttast þær frekar þó að löggjöf væri til. Meðan hún er ekki til, ber okkur verkfræðingum sem sagt skylda að vera á verði og hafa vakandi auga á því, að mannvirki okkar fari vel I landslagi og að vel og snyrtilega sé frá þeim gengið að svo miklu leyti sem það er á valdi okkar. Um það hvemig þetta verði gert verða ekki gefnar neinar algildar reglur, því að þær eru ekki til; það hefir Þessi brú á Eyvindará má ekki missa sig, svo vel fellur hún inn í myndina. Hér ægir öllu saman. til dæmis verið reynt að stilla upp nokkrum algildum reglum um það, hvernig brýr eigi að vera til þess að vera fallegar, en fullyrða má, að þó að af því megi fá nokkurn stuðning, þá eiga þær hvergi nærri við alls- staðar. Það er sönnu nær, að í hverju einstöku tilfelli verði að gera þessu efni skil og það, sem hentar einum stað, fer illa annarsstaðar. Við brúargerð þarf eins og við aðra mannvirkjagerð að taka tillit til staðhátta, brúin þarf að falla inn í landslagið. Hent gæti það, að svo stórt mannvirki yrði reist, að það yrði aðalatriðið og myndaði landslagið eftir að það hefði verið gert, ef svo má að orði kom- ast. En hvort heldur svo er eða ekki þarf að taka tillit til beggja hluta, landslagsins og gerðar mannvirkisins. Milli þeirra verður að ríkja rétt samstilling, ,,harmoni“. Hin sama harmoni verður auðvitað að ríkja milli hinna einstöku hluta mannvirkis og eins milli mann- virkja, sem reist eru hlið við hlið. Þegar ég hér tala um harmoni, á ég ekki við, að hlut- irnir séu líkir eða beri keim hver af öðrum heldur hitt, að þeir fullnægi fagurfræðilegum skilyrðum, en þar eiga eins og kunnugt er hinar sterku mótsetningar og ,,assymmetrian“ eins oft og oftar rétt á sér og sam- kynja form og fletir og hörð symmetria, sem flestum má vera ljóst að getur verið tvíeggjuð. Hér er ég þó kominn út fyrir efni mitt og út í hluti, sem erfitt er að ræða um. ,,De custibus non est disputanda". En hvað um það, hvernig sem mannvirkin eru mótuð, er það skilyrði fyrir því, að þau verði til prýði, að full- gengið sé frá þeim, hreinsað sé til í kringum þau og að umgengni sé öll í bezta lagi. Áður en ég nú lýk máli mínu skal ég minnast nokk- urra framkvæmda, sem valin eru af handahófi til frek- ari skýringar máli mínu og síðar mun ég sýna nokkrar myndir. Það liggur beint við að minnast fyrst á vegina okk- ar og brýrnar. Vegirnir skera landið víða djúpum sárum t. d. í fjalls- hlíðum, þvert á hallann. Svöðusárum, víða misbreiðum og ljótum, þar sem ekkert hefir verið hirt um land- slag og þá ekki heldur að jafna snyrtilega til meðfram

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.