Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1955, Blaðsíða 9

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1955, Blaðsíða 9
TÍMARIT VFl 1955 95 Hrein georaetrisk form eru varhugaverð. Hleðslan á myndinni fer illa í landslaginu, en úm olíugeyminn gegnir öðru máli. þeim eða græða upp svöðusárin. Á þetta einkum við nú á síðustu árum, eftir að jarðýturnar komu til sög- unnar. Við eldri vegina er þetta ekki eins áberandi og sumir þeirra, eins og Kambavegurinn og fleiri, eru til fyrirmyndar. Nokkrir nýir vegir eru einnig vel gerðir. Á ferð minni til austurlands nú í sumar veitti ég því athygli, hve vegagerð hér á landi getur aukið uppblást- ur. Var slíkt greinilegt í rofunum eftir ýtumar á Mý- vatnsöræfum. Brýrnar á vegunum eru mjög misjafnar og falla mis- vel í landslag. Nýja brúin á Jökulsá á Fjöllum er fallegt dæmi um hvað vel má gera í þeim efnum. Um Þjórsár brúna verður hið sama vart sagt, hún er ekki falleg í sjálfri sér og fer illa í landslaginu. Ber kanske enn meira á þessu meðan gamla brúin er látin standa við hlið hennar og er til samanburðar, en þó fór hún ekki vel í landslaginu heldur. Hvítárbrúin í Borgarfirði stingst á endann inn í snarbrattann klett við norðurbakkann og er það ekki til fyrirmyndar. Stokkar hitaveitunnar frá Suður- og Norður-Reykjum óprýða Mosfellssveitina, en þó tekur út yfir þegar þeir koma á öskjuhlíðina, sem blasir við sjónum tugþús- unda Reykvíkinga daglega. Geymarnir á hæðinni sóma sér þar vel en stokkurinn frá þeim, milli þeirra og dælu- stöðvarinnar og frá henni og niður hlíðina, klýfur hið fagra form Öskjuhlíðarinnar, mér liggur við að segja i herðar niður og ekki bætir það úr skák, að sunnan hans ofarlega er toppur hlíðarinnar sléttaður og gróinn en berir melarnir hinumegin, að því ógleymdu að dælu- húsinu hefir verið klesst utan í hlíðina eins og illa gerðum hlut. Gryfjumar og grjótnám flugvallarins sunnar í hlíðinni eru ekki til prýði, en þetta hverfur hjá hinum ósóm- anum. Ljósafossstöðin fer vel í landslagi og er til prýði og sóma. Allur frágangur og umgengni til fyrirmyndar. Ekki hefir eins vel tekizt til með Irafossstöðina, þótt unnin sé hún af sama aðila, og ég efa ekki að um- gengni þar verði góð. Hér hefir brugðizt samvinna milli þeirra aðila, sem að starfinu stóðu. Hér ægir saman hinum, að því er virðist, óskyldustu mannvirkjum. Þröng bogabrú rétt ofan við stífluna, sem út af fyrir sig kynni að sóma sér vel, er til stórlýta þegar hún sézt með stíflu- mannvirkjum. Stöðvarhúsið fer ekki vel við stíflumann- virkin, sem líka gætu, án aukatilkostnaðar, verið fal- legri. Við Elliðaárnar var í sumar unnið að sléttun og lag- færingu blettsins neðan við veginn heim að stöðvarhús- unum. Var það gert á þann hátt að beinn grjótflái, hrein geometrisk mynd var hlaðinn með fram ánni og er þetta mjög til lýta þó gert sé í góðri meiningu. Með verbúðunum við Grandagarð er lokað einu feg- ursta útsýni í heimi og ég get hugsað mér, að þær séu þyrnir í augum margra vesturbæinga. Áuk þess er um- gengni við búðirnar mjög slæm. Yfirleitt má fullyrða, að frágangur við hafnarmannvirki hér á landi sé mjög slæmur, svo ekki sé meira sagt. Svona mætti lengi margt telja bæði vel og illa gert þó að ég hér láti staðar numið. Braggi, skiirar og girðingar misþyrma hér fögru landi.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.