Akranes - 01.02.1944, Page 6

Akranes - 01.02.1944, Page 6
18 AKRANES Böðvar Þorvaldsson og Helga Guðbrandsdóttir. þeir voru því sparsamari og forðuðust yfirleitt eins og heitan eldinn að skulda mikið eða lengi. Þeir kostuðu mjög kapps um að borga einu sinni á ári, enda voru kaupmenn mjög ánægðir yfir þeim viðskiptum- Á þeim tíma gengu menn margs á mis til að skulda ekki, eða tak- markað. Böðvar hafði alla tíð þann sið, sem fram eftir öllu var rótgróinn hér á landi, að lána, en leggja um of litla rækt við að örfa menn til staðgreiðslu við- skipta. Hann gerði sér alltaf far um að hafa góðar vörur, en taldi það minna skipta, hvað þær kostuðu. Enda þótt Böðvar hefði um langan tíma umfangsmikla verzlun, eins og fyrr er sagt, var gróðinn ekki meiri en það, að um tíma varð hann mjög að draga saman seglin eða jafnvel að hætta um tíma. Átti útgerðin að vísu einhvern þátt í því, en þetta var allt svo smátt í þá daga hjá þeim, sem byrjuðu með tvær hendur tómar, að ekki gat verið um mik- il efni að ræða. Nokkurn þátt tók Böðvar í opinber- um málum, þó ekki mikinn. Þannig var hann í hreppsnefnd í nokkur ár og odd- viti í tvö ár. Hann var og póstafgreiðslu- maður í 26 ár. Þegar Akraneskirkja var byggð, gáfu þau hjón henni kirkju- klukku þá, er þar er enn. Böðvar var einn af stofnendum verzlunarmannafé- lags Reykjavíkur. Ekki þótti hann sér- staklega skemmtilegur eða aðlaðandi við innanbúðarstörfin, en þegar komið var inn á hans eigið heimili, þar, sem „kon- an réði ríkjum“, þá lék hann á als oddi. var hinn bezti gestgjafi og hrókur alls fagnaðar. Kona Böðvars er Helga Guð- brandsdóttir frá Hvítadal í Dalasýslu. Giftu þau sig í Saurbæ 2- september 1880. Hann hafði miklar mætur á konu sinni og var hjónaband þeirra fyrir- mynd. enda skapaði hún þeim indælt heimili. Búkona var hún meiri en Böð- var búmaður, enda stjórnaði hún búinu alla tíð af miklum skörungsskap. Var Böðvar ekkert að „klína“ sér í þau mál, enda sá hann að þeim var vel borgið í hennar höndum. Frú Helga var nærfær- in við skepnur og hafði yndi af þeim, enda höfðu þau lengst af kýr, hesta og kindur, og fór vel með það. Þau rækt- uðu allstórt tún úr litlum bletti, er þau tóku við. Frú Helga rétti mörgum þeim hjálpar- hönd, er lítils voru umkomnir. Á heimili þeirra var oft gestkvæmt meðan ekkert hótel var hér og undu gestir sér þar vel. Böðvar andaðist 24. desember 1933, en kona hans lifir enn (1944) og er ern eftir aldri, og „gengur enn um sitt“. Pétur Hoffmann Hann fluttist hingað af Snæfellsnesi, eins og annars staðar er sagt, rétt eftir 1880. Pétur var mikill myndarmaður, dugnaðar forkur og hafði stórt í huga. Sýndi hann það fljótlega, því að 1883 byggði hann hús það, er síðan er við hann kennt og kallað Hoffmannshús- Það var upphaflega 12 x 16 álnir að stærð, tvær hæðir, kjallari og ris. Húsið ber enn í dag stórhug hans vitni, og hve langt hann var á undan samtíð sinni, m. a. hve hátt er undir loft á báðum hæð- um, algerlega mótsett við það, sem þá tíðkaðist. Pétur ætlaði að setja þarna á fót verzlun, en það átti ekki fyrir hon- um að liggja, því að hann drukknaði við tíunda mann 7. janúar 1884 í hákarlatúr svonefndu Hoffmannsveðri. Pétur var óvenjulega vel gefinn og duglegur ung- ur maður og glæsimenni hið mesta. Þórður Guðmundsson á Háteig var hálfbróðir Ásmundar Þórðarsonar. Hann byrjaði að verzla í hjallinum á Háteig, meðan hann var að byggja hús það, er hann ætlaði að verzla í vestur á bakkanum rétt hjá Nýjabæ, en það mun hafa verið skömmu eftir 1880. í félagi við hann var Þorbjörn nokkur Jónsson frá Arnarholti. Um haustið 1883 keyptu þeir fé á fæti, en það átti að fara í skip, sem aldrei kom. Var það því eftir langan tíma skorið niður, og hlutu þeir af því mikið tjón. Um veturinn 1884 drukkn- aði Þórður svo í hinu svonefnda Hoff- mannsveðri, en hann var formaður á öðru hákarlaskipinu er þá fórst héðan í því veðri. En þetta sama ár fór Þorbjörn félagi hans til útlanda og dvaldi þar nokkurn tíma hjá erlendum kaupmanni til þess að vinna af sér skuld, er þeir félagar komust í út af töpum á fjártökunni- Á því má vel marka manndóm hans. Þórður var aðeins 26 ára gamall, þeg- ar hann drukknaði, nýkvæntur og hinn efnilegasti maður. „Hann var einn af þeim miklu dugnaðar- og kappsmönn- um, sem vinna allt til þess að komast áfram,“ sagði Hallgrímur hreppstjóri um hann. Thomsensverzlun Svo sem frá hefur verið sagt, setti Þorsteinn Guðmundsson fyrstur á fót hér fasta verzlun 1871. Má því segja, að hann sé faðir og fyrirrennari kaup- mannastéttarinnar á Akranesi. Thomsen mun hafa stutt Þorstein til þessarar verzlunar, eins og áður er sagt. Senni- lega er það um áramótin 1882 og 3, sem Thomsen yfirtekur verzlun Þorsteins og heldur henni áfram þar til í árslok 1907, er hann hættir öllum rekstri hér. Húsin stóðu þó um nokkur ár auð og ónotuð. En 1910 selur hann þau til niðurrifs fé- lagi því, er upp úr þeim byggði fyrsta íshús á Akranesi, en því hefur verið lýst í öðrum þætti. Fyrsti verzlunarstjóri hjá Thomsen var Páll nokkur Jóhannesson. Ekki veit ég á honum frekari deili. Hann var hér mjög skammt. Næstur honum var Magn- ús Ólafsson, sem síðar varð þjóðkunnur ljósmyndari. Hann virðist koma hingað 1885 og verður þá fyrst verzlunarmaður hjá Thomsen undir stjórn Páls þess, er fyrr er nefndur- En fardagaárið 1886—7 er Magnús (talinn, verzlunarstjóri hjá Thomsen. Magnús var í alla staði hinn prýðileg- asti maður. Greindur, allvel menntaður, samvizkusamur og góður drengur, skrif- aði fallega hönd og var yfir höfuð í einu orði sagt fjölhæfur listamaður. Hann tók mikinn virkan þátt í öllu félagslífi og var hrókur alls fagnaðar, þar á meðal var hann ágætur söngmaður. Hann var um mörg ár hreppsnefndaroddviti og er frágangur hans á bókum og bréfum fal- legur og til fyrirmyndar. Magnús var hinn fyrsti ljósmyndari á Akranesi og með þeim fyrstu á landi hér. Sýnir það fyrr og seinna listfengi hans, þó ekki lærði hann þá iðn. Magnús var kvæntur ágætri konu, Guðrúnu Jónsdóttur. Þau áttu ágætt heimili, enda var hún um margt lík manni sínum og tók virkan þátt í félags- lífi, t.d- í sönglífi. Hafði ágæta rödd og yndi af söng. Magnús gegndi öllum störf- um sínum með mikilli prýði og var vel liðinn af öllum. Missti Akranes því mik- ið, er hann fór héðan alfarinn til Reykja- víkur árið 1900- Þá gerðist verzlunar- stjóri hjá Thomsen Sveinn Guðmunds- son í Mörk og var hinn síðasti verzlunar- stjóri Thomsens. Hans mun síðar verða getið hér sérstaklega. Þessi verzlun var allstór alla tíð. Enga útgerð rak Thomsen hér, en keypti fisk og verkaði hann. Lét hann gera fiskreit framan við verzlunarhúsið á Bakkalóð- inni. Það er nú allt löngu komið í sjó, en af því má nokkuð ráða afbrotið á þeim stað. Fram af þessu „stakkstæði“ var bryggja, sem Thomsen átti og stóð hún meðan verzlunin var við lýði. Fiskur frá Thomsen var líka verkaður vestur í Flös. Þessi verzlun. keypti og aðrar ís- Framhald á bls. 21.

x

Akranes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.