Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2004, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2004, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 2004 Fréttir DV Frumvarp Davíðs Oddssonar um fjölmiðla samþykkt samhljóða á þingflokksfundum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í gær. Davíð segir frumvarpið eiga að tryggja frelsi fjölmiðla. Halldór Ásgrímsson segir að Norðurljós þurfi að aðskilja rekstur en væntir þess að það verði létt fyrir fyrirtækið. Davíð bakkaöi með lög á dagblöö Davíð Oddsson segist hafa þurft að bakka frá upphaflegum drögum að fjölmiðlafrumvarpinu en þar vildi hann hafa inni ákvæði um dagblöð. reka útvarp og sjónvarp og eru með leyfi frá ríkinu til þess. Dagblöð eru ekki háð leyfum, og hafa aldrei verið það og það er engin tilraun gerð til slíks í þessu fmmvarpi," sagði Hall- dór. Davíð segir að í ákvæðinu sé gert ráð fyrir því að ekki fari saman eignar- hald á ljósvakamiðlum og prentmiðl- Halldór Ásgrímsson segir að þeir möguleikar hafi verið ræddir en nið- urstaðan hefði verið að hafa ekkert um dagblöð frumvarpinu. „Það er ekk- ert komið inn á rekst- ur dag- blaða í þessu sam- hengi, ein- göngu fjölmiðla sem eru að Ekkert frelsi blaðamanna Davíð segir að það sé rangt að frumvarpið hafl í för með sér eigna- upptöku. Hann tekur einnig fram að frumvarpinu sé ekki beint sérstaklega gegn Norðurljósum. „Þessu frum- varpi er beint gegn samþjöppun í fjöl- miðlum,'1 segir Davíð. Hann gerði fjölmiöla Norðurljósa að umtalsefni og talaði um að þar ætti sér stað gauragangur, árásir og stríðsfyrir- sagnir. Þetta segir Davíð sýna mjög vel að það sé ekkert frelsi blaða- manna á þessum fjölmiölum. „Það er algjörlega og eingöngu gengið erinda eigendanna. Skoð- ið þið bara þessi blöð," sagði Davíð. Spurður hvort hann gæti nefnt dæmi nefndi hann öll blöðin. Davíð sagði að vel geti verið að blaðamenn á Norður- ljósum færu eftir eigin reglum. „Það getur verið að þeir geri það en þá eru það nákvæmlega sömu reglur og eigendanna." Átti ekki að koma á óvart Davíð sagði ástandið orðið óviðunandi. „Það áttu menn að vita þegar menn voru að fara af stað því þessi nefndarskipun var undirbúin og kynnt fyrir alllöng- um tíma síðan. Það þarf ekki að koma mönnum á óvart að stjórnvöldin í landinu töldu að samþjöppun á fjöl- miðlamarkaði væri ekki æskileg." Hann sagði frumvarpið eiga að tryggja frelsi í fjölmiðlum. Norðurljós þurfa að skilja að rekstur Halldór Ásgrímsson formaður Fram- sóknarflokksins segist ekki vera hræddur um að fjölmiðlafrumvarpið kippi grundvellinum undan rekstri Norðurljósa. „Það liggur fyrir að Norðurljós þurfa að aðskilja áicveðinn rekstur og ég vænti þess að það verði þeim tiltölulega léttbært," segir Hall- dór. „Hins vegar finnst mér eðlilegt til þess að tryggja fjölbreytni í fjölmiðla- rekstri að dagblöð séu aðskilin frá sjónvarps- og útvarpsrekstri. Það er einfaldlega mín skoðun." Halldór segir frumvarpið heldur ekki hafa í för með sér eignaupptöku. „Það tel ég alls ekki, þetta frumvarp fjallar um þau skilyrði sem þurfa að vera til staðar tfl að fyrirtæki fái að reka sjónvarp og útvarp, þetta eru takmörkuð gæði, rásirnar eru tak- markaðar og ég tel að það sé eðlilegt að slfk skflyrði séu sett. Þau eru einnig í öðrum löndum," sagði Halldór. Hann segir nú meiri samþjöppun á fjölmiðlamarkaði en oft áður og það sé eðlflegt að tekið sé á því. Halldór sagðist ekki vflja útiloka að breytingar yrðu á frumvarpinu í með- förum Alþingis. Hann á von á því að allir þingmenn flokksins greiði at- kvæði með frum- varpinu setti þó fyr- irvara við það þar sem eftir væri að ræða málið í þinginu og nefnd- Deiglan á móti Davíð „Deiglan hefur oftsinnis lýst yfir stuðningi við stefnu og hugmynda- fræði Sjálfstæðisflokksins um frelsi einstaklingsins og lágmarksafskipti ríkisins. Leyflr Deiglan sér að draga í efa að þetta frumvarp hefði notið mikils stuðnings innan Sjálfstæðis- flokksins, ef það hefði verið lagt fram af ríkisstjórn án aðildar hans. Líklega hefði Sjálfstæðisflokkurinn þá staðið sameinaður í harðri and- stöðu gegn því," segir ritstjóri deigl- an.com sem er einn virkasti stjórn- málavefurinn. Borgar Þór Einarsson og Þórlindur Kjartansson eru rit- stjórar vefsins en báðir hafa látið til Borgar Þór Ein- arsson Er ekki par hrifínn afflokksfor- ystunni i tengslum við umdeilt fjöl- miðlafrumvarp. sfn taka í ungliðahreyfingu Sjálfstæðis- flokksins. Fastlega má gera ráð fyrir því að ungliðahreyflng Sjálfstæðisflokksins muni setja sig mjög upp á móti fjöl- miðlafrumvarpi Davíðs Oddssonar enda virðist það í meginatriðum ganga þvert gegn stefnu flokksins. Hins vegar er gert ráð fyrir því að hinir ungu al- þingismenn flokksins muni láta for- ingjahollustu ráða atkvæði sínu þegar frumvarpið verður lagt fyrir atkvæði í þinginu. Deiglan efnir til könnunar og þar kemur fram að 78 prósent telja enga ástæðu til sérstakrar lagasetning- ar í tengslum við eignarhald ijölmiðla. Halldór Ásgrímsson vill afnema afnotagjöld RÚV Afnotagjöldin burt „Ég er ekkert sérstaklega sáttur við stöðu Ríkisútvarpsins. Ég tel að Rúdsútvarpið sé á margan hátt heldur veikt og ég tel að við þurf- um að eiga öflugt ríkisútvarp og ég tel að það sé rétt að breyta afnotagjaldakerfinu og af- nema það," sagði Halldór Ásgrímsson utan- ríkisráðherra og tilvonandi forsætisráðherra á blaðamannafundi í gær. Mega þetta heita tíðindi enda sagði Davíð Oddsson við sama tækifæri að hann fagnaði því að Framsóknarflokkurinn væri kominn á þá skoðun að breyta þyrfti til hjá RÚV. „Menn hafa ekki komið sér saman um það hingað til," segir Davíð sem telur rétt að afnema afnota- gjöldin. „Ég hef lengi talið að við ættum að finna flöt á því. Sá flötur hefur ekki fundist og mér finnst vænt um það ef Framsóknarflokk- urinn er kominn inn á þá skoðun að breyta þar tfl." Davíð talaði um að sjálfur hafi hann barist fyrir frjálsu útvarpi og frjálsu sjónvarpi á sín- um tíma en hann telur engu að síður eðlilegt að RÚV sé sterk stofnun. Ríkisútvarpið Davið Oddsson vill sterkt ríkisútvarp og fagnar breyttri afstöðu Framsóknarflokksins til afnota- gjatdanna en þau vill Davíð afnema. Baugur og Davíð utttan © öi 22.janúar 2002 Davíð Oddsson for- sætisráðherra sagði á Alþingi að 60 pró- senta eignaraðild matvælafyrirtækja á markaði væri alltof há og að til greina kæmi að skipta upp slíkum fyrirtækjum. 26.janúar 2002 Davíð Oddsson fund- aði með Hreini Lofts- syni á hóteli í May- flowerhverfinu í London. Davíð nefndi fyrirtækið Nordica og „Gerhard" Sullen- berger í tengslum við Baug. Hreinn til- kynnir um afsögn sem formaður einka- væðingarnefndar. 28. janúar 2002 Hreinn Loftsson lagði fram afsagnarbréf sitt til einkavæðingarnefndar. 29. janúar 2002 Hreinn Loftsson varaði stjórnendur Baugs við hugsanlegum aðgerð- um yfirvalda. Stjómar- formaðurinn spurði um Jón Gerald sem hann sagði að Davíð hefði nefnt á Lundúnaf undinum og óskaði eftir úttektum á Baugi með tilliti til þess hvort fyrirtækið hefði í einhverju brotið af sér. 14.febrúar Stjóm Baugs ræðir opinskátt um andúð Davíðs á Baugi. Stjórnarformaður gerði grein fyrir Lundúnafundinum. 28. ágúst 2002 Lögregla réðst til inn- göngu í höfuðstöðvar Baugs á grundvelli kæru Jóns Geralds Sullenberger, ’ forráðamanns Nordica. Sjálf- stæðismennirnir Þorgeir Baldursson í Odda og Guðfinna Bjarnadóttir í Há- skólanum í Reykjavík lýstu áhyggjum sfnum af framgöngu Davíðs. lO.febrúar 2003 Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, forsætisráð- herraefni Samfylking- ar, sagði í ræðu í Borg- amesi að stjómvöld hefðu óeðlileg afskipti affyrirtækjum.Hún nefndi Baug, Kaupþing og Norðurljós. lO.febrúar 2003 Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði í fréttum Stöðvar 2 að Ingibjörg Sólrún færi með slúður. Hann sagðistfyrst hafa heyrt minnst á j Jón Gerald eftir að lögregluinnrásin var gerð í Baug í ágúst 2002. iætisraðherra ¥ að Jón Ásgeir Jóhann- esson, forstjóri Baugs, hefði gæit við þá hug- mynd að múta sér með 300 milljónum króna. Forsætisráðherra sór af sér vitneskju um Ger- ald Sullenberger og lýsti því að Hreinn Loftsson hefði farið rangt með á fundi Baugs. FRÉTTABLAÐIÐ 1. mars 2003 Fréttablaðið birti fréttir um ótta Baugs- manna við forsætisráðherra. 3.mars2003 Davíð Oddsson svaraði fyrir sig og sagði 4. mars. 2003 Hreinn Loftsson stað- festi í fjölmiðlum það sem fram kom í Frétta- blaðinu um ótta Baugsmanna við for- sætisráðherra. Hann sagði að Davíð sneri öllu á haus.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.