Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2004, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2004, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 2004 Síðast en ekki síst 0V Nýr kvikmyndarisi í burðarliðnum Ha? Jón Þór Hannesson, höfuðpaur- inn í Sagafilm, sem er stærsta kvik- myndagerðarfyrirtækið á sviði aug- lýsingagerðar, sér ákveðin tækifæri opnast í kjölfar þess að Hin íslenska kvikmyndasam- steypa Friðriks Þórs Frið- rikssonar riðar tii falls. í mörg ár hef- ur verið talað um þreifingar milli Saga film og ‘Steypunnar’ en aldrei hefur neitt gerst. Nú er sagt að Jón Þór sé að berjast fyrir því að Saga film og hið nýja fyrirtæki Friðriks Þórs og Önnu Maríu Karlsdóttir, Ex hf., verði sameinuð og til verði eitt stórt fyrir- tæki sem yrði þá langstærst á íslandi í hvers kyns framleiðslu: kvikmynd- um, auglýsingum og leiknu sjón- varpsefni. Menn í kvikmyndageiranum eru furðu rólegir þrátt fyrir að ‘Steypan’ sé að falli komin. Má það heita ein- kennilegt því fyrirtækið hefur verið langöflugast á sviði kvikmyndagerðar árum saman. Menn sjá hins vegar ekki að þetta muni breyta mildu þrátt fyrir allt. Skuldir fyrirtækisins nema á sjötta hundrað milljónir en stærsti kröfuhafinn er Landsbankinn. Tíma- ritið Land & synir, í ritstjóm Ásgrfms Sverrissonar, telur sig hafa heimildir fyrir því að Björgólfúr Guðmundsson og hans menn hjá bankanum ætli sér að stofna nýtt fyrirtæki með þátttöku Friðrik Þór Friðriksson Gefst ekki upp þótt á móti blási. Friðriks Þórs en að við hlið hans muni starfa aðili sem hafi umsjón með fjármálastjóm. Með öðrum orð- um, Landsbankamenn hafa fulla trú á Friðriki sem kvikmyndagerðar- manni en minni sem fjármálamanni. • Ritstjórnarfulltrúar tímaritsins Mannlífs stoppa stutt við í starfi sínu viðhlið Gerðar Kristnýjar ritstjóra. Núer Snæfríður Ingadóttir búin að segja upp eftir að hafa haft vetursetu. Engin opinber skýr- ing er á skyndilegu brotthvarfi hennar ________________ sem ber álíka skjótt að og hjá Friðrik Þór Guðmundssyni sem entist í fjóra mánuði... Síðast en ekki síst • Ástandið innan Framsóknarflokks- ins er bágborið þessa dagana og tal- að er um forystukreppu þar innan borðs. HaildórÁsgiímsson formaður hefur að mestu snúið baki við GuðnaÁgústssyni, réttkjömum varaformanni, og ráðgast við Áma Magnússon, sem kallaður hefur verið krónprins flokksins. Guðni er maður stórlátur og hefur að sögn samherja illa þolað fram- komu formannsins. Þar er vísað til þess þegar ísland varð I aðili að íraksstríð- inu með því að fylkja liði með hinum viljugu þjóðum. Guðni var ekki með í ráðum þá fr emur en þegar Halldór hleypti upp suðunni á fjölmiðla- ffumvarpi Davíðs... • Samskipti formanns og varafor- manns Framsóknarflokksins eru við frostmark og þeir ræðast varla við. Víst er talið að HaildórÁsgrímsson ^ sárlangi til að henda Guðna Ágústssyni fyrir borð þegar hann þarf að losa sig við einn ráðherra í haust. En þetta er þó talið óvinnandi verk þar sem Guðni nýtur í senn aðdáunar og trausts víða um land sökum kímnigáfu sinnar og pólitískrar meðvitundar með lands- byggðarfólki. Aftaka landbúnaðar- ráðherrans yrði því til að kljúfa flokk- inn. Halldóri er því talið ráðlegast að * fórna Siv, sem talið er að muni ekki efna til uppreisnar þótt hún fjúki. En uppgjör formanns og varaformanns bíður þó síns tíma... FLOTT hjá Gunnari I. Birgissyni aö gefa sig ekki fyrr en skattalækkanir nái fram að ganga.Ætlar bara að sitja á þingi þar til hann fær sitt fram tyrir landann. „Jájá, platan kemur út 4. maí og af því tilefni verð ég með tónleika í Grímsey það sama kvöld. Þar búa 95 manns og ég bind vonir við að slegið verði aðsóknarmet miðað við höfðatölu. Með mér verður fakírinn Stefán Már Magnússon sem leikur bæði á greiðu og sög,“ segir Jón Ólafsson tónlistarmaður, sem nú bíður þess spenntur að hans fyrsta sólóplata komi til landsins en hún er nú í framleiðslu í Austurríki. Þar munu menn vera fremstir meðal jafningja að bren- na geisladiska. Nafn disksins er eitthvað og ekkert. „Já, framan á honum stendur bara Jón Ólafsson. Búið," segir Jón. Á plötunni verða 11 lög sem öll eru eftir Jón og textahöf- undarnir eru svo hann sjálfur, Hallgrímur Helgason, Ólafur Haukur, Kristján Hreinsson og Steinn Steinarr, en ekki hvað? Jón ætlar sér að fylgja útgáfunni hraustlega eftir, „enda selst ekkert svona af sjálfu sér“. í fyrstu verður það landsbyggðin sem fær að njóta tónlistarflutnings Jóns en hann byrjar á ísafirði, svo Grímsey og þá Hrísey. „Ástæðan fyrir Grímseyjarför minni er aðallega sú að þangað hef ég aldrei kornið," segir Jón. „Mér fannst bráðsniðugt að slá tvær flugur í einu höggi - heilsa upp á þetta ágæta fólk og komast nær heimskautsbaugnum fræga. Annar staður sem ég mun heim- sækja og er úr alfaraleið er Borgar- fjörður eystri sem telur 120 Ný plata Jóns Ólafssonar Hún einkennist af akústískum rólegheitum þarsem hin fræga og kynþokkafulla Ikea-rödd Jóns fær notið sin til fulls í ein- lægum og melódiskum lögum. manns, en þar verð ég 25. maí.“ Eins og mönnum er í fersku minni var Jón Ólafsson kosinn kyn- þokkafyllsti maður landsins af hlustendum Rásar tvö. Aðspurður segist hann ekki gera sér grein fyr- ir því hvort þessi sami kynþokki svífi yfir vötnum á plötunni. „Eng- ar tilraunir í þá áttina af minni hálfu. Einlægnin er hins vegar al- ger.“ Og tónlistina segir hann akústísk rólegheit að hætti húss- ins. „Ikea-röddin fær að njóta sín í melódískum lögum. Einfalt og gott.“ Jón segir það fara algerlega eft- ir viðtökunum hvort gera megi ráð fyrir meiru af svo góðu. „Ef ég verð jarðaður í plötudómum, enginn mætir á tónleikana og ég næ ekki að selja 500 eintök þá verður mað- ur að endurskoða þetta allt saman, ekki satt? Ef einhver hefur hins vegar áhuga á þessu og einhverj- um líður betur af því að innbyrða músíkina þá væri auðvitað bráð- sniðugt að gerast einherji." jakob@dv.is Krossgátan Lárétt: 1 hring, 4 bás, 7 menn, 8 hornmyndun, 10 truflun, 12 fugl, 13 urgur, 14 mjög, 15 ónn, 16 ferill, 18 súrefni, 21 tjón,22 niður,23 muldra. Lóðrétt: 1 ákall, 2 hræðslu,33 gyllt,4 hljóð- færi,5 hugarburð,6 hest, 9 duglegur, 11 tími, 16 sjáðu, 17 bergmála, 19 trjákróna, 20 svelgur. Lausn á krossgátu -BQ! 0Z 'lu!|6L'bujozi 'o>is 9i 'punjs 11 j|njo 6 'jej 9'ejo g 'njjiuouueL! 'ujgoJnnB £'66n j'uæq i :))ajgo-| •e|iun £3'uejo 33'ijSiui L2 '!PI! 8L 'QO|s 9L 'ujo St 'Jnjo t7l 'JJmj £t 'ujo| 3L '>|seJ 01 '|Bou 8 'Jeuin6 l '1194 Þ '6neq l niajei

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.