Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2004, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2004, Blaðsíða 15
DV Helgarblað LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 2004 15 og enn með uppáhelling! ,Æi, ég veit það. Næst færðu almennilegt kaffi," segir hún og ýtir kökunni hennar Hólmfríðar nær mér. „Mamma mín, minn mentor, átti afmæli í gær og bakaði þessa köku, hún er mikill h'fskúnstner og allt verður henni að list,“ segir hún og býr sig undir að skera væna sneið. Því ekki. Kakan er góð og ég þigg af þessari afbragðstertu með rjóma, súkkulaði og kókosmjöli. Vigdís vill ekki en kveikir sér í enn annarri sígarettu. Mjórri mentol. Vont að Ijúga að mér Það hefur aldrei verið hægt að skrökva að henni. Hún sér það um leið. Ég reyndi það einu sinni og ég hef aldrei reynt það aftur. „Ég sé ekki fram í tímann. En það er alveg rétt, það er vont að ljúga að mér.“ Þú ertgöldrótt? „Nei, ég er bara næm. Ég finn alltaf ef fólk er ekki að segja satt... eða oftast," bendir hún á og útskýrir að sýn hennar fram í tímann helgist af draumum. „Já, mig dreymir fyrir því sem tengist mínum nánustu. Ég þekki orðið drauma mína svo vel,“ segir hún og útskýrir draum sem hana dreymdi fyrir nokkru. Ráðning- in beið hennar þegar hún kom heim. Vigdís segir það ekki óþægilegt. Hún er orðin vön því að vita nokk hvað bíður. Hvín í svipunni Vigdís er heima núna. Hún er feg- in að vera ekki með bók um jólin. „Þetta er í fyrsta sinn í langan tíma sem ég stend ekki í þessu. En nú fylg- ist ég með öðrum rithöfundum. Þeir eru spenntir fýrir vagninn, það hvín í svipunni, já, nú skal hefja kapp- hlaupið mikla! Hugsaðu þér, og þetta á allt að fjalla um bókmenntir! Iss,“ segir hún en þeir vita það sem þekkja Vígdísi hve erfiður tími það er fyrir hana þegar bækurnar hennar koma út. „Mór ffimst þetta ömurlegt tíma- bij; svona pomógrafískur leikur; andmanneskjulegt ástand; sorglegt sjónarspil. Þetta á auðvitað ekki að vera svona. Þetta á að vera tími gleði og uppskem, þetta á að vera tími bókmennta og menningar, þetta á ekki að vera lúðalegur leðjuslagur! Veistu hvað, ég gæti orðið brjáluð þegar ég hugsa um þetta," segir hún og hennar svörtu hár rísa enn meira. Skrítið að flokka metsölu- bækur Hún þegir um stund og horfir út í gráan morguninn. Lítur upp og held- ur áfram. „Ég heyrði í einhverri konu í útvarpinu um daginn. Man ekki frá hvað bókaforlagi hún var en hún tal- aði um væntanlegar metsölubækur. Og mér fannst það í meira lagi skrýt- ið að heyra hana flokka bækurnar fýrirfram. Hún sagði hlustendum hvaða bækur yrðu mest keyptar. Ég hafði áhuga á bók eftir Kristínu Steinsdóttur en konan taldi hana verða neðarlega; svona fyrirfram var hún alveg með það á hreinu hvað myndi seljast og hvað ekki. Svona er þetta og ég er ekki sátt við það. Ég vona sannarlega að lesendur taki kipp!" Varþetta ekki bara hertnar spá? „Hennar spá eða ekki. Það breytir engu," segir Vigdís og talar um hvemig fjölmiðlar ytra skriffiðu um núverandi nóbetsverðlaunahafa. „Ég skrifaði það niður til að muna það," segir hún og beygir sig eftir minnis- bókinni sinni og flettir. „Já, hér er þetta: Hún var leiðinleg, illa klædd í jakka frá 1940. Hún var gömul, veik og hún var vanþakklát. Bækurnar hennar eða hvað stóð í þeim. Ekki orðum um þær eytt. Samt höfðu bækurnar hennar áhrif og breyttu viðhorfum fólks í Austurríki og víða um heiminn. Hún var svona Laxnes- stýpa! En hugleiðum þetta! Hún er kona. Er það ekki nóg? Svona er fjallað um konur öfganna á milli. Ef þær em ófríðar er talað um það og ef þær em fallegar er fjallað um þær sem kyntákn." Núna stikkfrí Hefur þetta ekki alltaf verið svona? „Jú, en það er kominn tími tU að við breytum þessu. MUdð væri ann- ars gaman að taka viðtal við karlrit- höfund og spyrja hann um fötin sem hann klæddist, hve mörgum konum eða körlum hann hefðo sofið hjá. Já, og hvers vegna hárið á honum væri ljóst; hvort hann hefði kannski litað það, hvort hann væri þetta eða kannski hitt. Æ, því er maður að snússa í þessu," segir Vigdís hlæj- andi og bendir á að hún sé stikkfrí. Nú geti hún farið aftur tU Frakklands og í stað þess að taka þátt í kapp- hlaupinu, þá lesi hún aUar bækum- ar, allar þessar spennandi bækur. „Ég hef mjög gaman af að lesa og geri mikið af því. Það er nú annars með eindæmum hvað bókmenntirn- ar endumýja síg í sífeUu, stöðugt og eUíflega. Við verðum lflca að muna að bækumar eru undirstaðan en ekki monningamir sem svífa!" Vigdís á tvö uppkomin börn. Og var lengst af ein með þau. „Já, ég tuðaði oft yfir þeim og horfði með gleði fram í tímann. Beið eftir að þau færu að heiman og ég gæti átt mig sjálf og gert það sem ég vildi," segir hún og brosir. Hún tekur fram að þrátt fyrir það hafi hún elskað þau meira en allt annað og geri enn. „Ég man að einhverju sinni var ég að væla yfir því að þau byggju hvorugt á landinu og ég saknaði þeirra. Þá sagði við mig kona: Hei, maður á ekki fólk, maður á heldur ekki krakkana sína. Mikið sem sú manneskja hafði rétt fyrir sér," seg- En nú fylgist ég með öðrum rithöfundum. Þeir eru spenntir fyrir vagninn, það hvín í svipunni, já, nú skal hefja kapphlaupið mikla! Hugsaðu þér, og þetta á allt að fjalla um bókmenntir! Iss. ir hún hlæjandi og sogar að sér reykinn. Svartur geymir alla liti Hólmar sonur Vigdísar býr í New York, er kvæntur og á eina Utla Vigdísi. Hann býr tíl eigin tónlist og snýr skíffim. En Þórdís býr hér á landi og er einkaþjálfari sem málar af krafti og hyggur á sýningu. „Hún bjó í Japan í tvö ár. Ég saknaði hennar aUtaf," segir hún og ég skU hvað hún er að fara. Fékkstu aldrei samviskubit? „Nei, því ég nota þann tíma sem ég hef þau hjá mér vel og svo fara þau eða ég fer og það finnst mér jafn yndislegt," segir hún og tekur upp símann sem hvín. Talar augnablik og lofar að hringja aftur. „Hvar vorum við?" spyr hún og ég spyr á móti um svarta litinn. „Mér finnst svartur faUegastur enda geymir hann aUa aðra litli í sér," segir hún og játar að það kæmi aldrei tíl greina að hún færi í grænt eða rautt. „Ég myndi aldrei gera það. Mér líður Ula í litum. En ég á hvítan jakka sem ég er stundum í við hátíð- leg tækifæri," segir hún og það Uggur við að gæti stolts í röddinni. „Það fer þér vel að klæðast hvítu eða dröppuðu," bendi ég á og hún samsinnir því og játar að hún sé íhaldssöm. Laus við þá Ijónslegu tiktúru „Ég er mjög fastheldin og er laus við þá ljónslegu tiktúm að þurfa aUtaf að gera öðmm tU hæfis tU að líða vel. Og í þeirri von að fóUd lfld þá við mig. Það er ffelsi þegar maður getur verið maður sjálfur; óhræddur um hvað öðrum kann að finnast. Nú fer ég mínar leiðir, er úti þegar ég vfl og kem heim og hitti mína og kveð að nýju," segir hún og ég spyr hvað hún sé að gera aUan daginn úti í Frakklandi „Ég er að safaa í bókina mína," svarar hún að bragði og það er erfitt að beina taUnu annað en að bókum. „Ramminn er kominn og aUar per- sónur en aUt annað er ég að undfr- búa. Safna heimUdum, lesa mér tU og afla upplýsinga sem þurfa að stemma þegar þar að kemur. Þegar ég sest niður þann 7. janúar verður aUt tílbú- ið og ég skrifa og skrifa í svona tvo mánuði. Þá verð ég komin með fyrsta uppkast," segir Vigdís og ljómar í framan og í augum hennar stendur skrifað; bækur. Ertu með góða íbúð í France? „Já, ég er með yndislega aðstöðu, mjög hlýlega og notalega. Gömul ítölsk kona á hana og þegar ég skoð- aði hana þá settist ég við skrifborð í stofunni og mátaði það. Strauk svona yfir það og fann að mér leið vel. Þá varð hún mjög hrifin og sagði mér að sonur hennar, rithöfundur sem væri dáinn, hefði setið við þetta skrifborð lflca og unnið. Stundum mætast sái- irnar," segir hún og bætir við að vinn- an gangi vel og á þessum stað h'ði henni vel. Lokuð inni í bókinni sem hún skrifar En hvað gerír þú þess á milh? Ekki ertu lokuð inni í þessari bók daginn langan? „Lokuð inni í bók? Jú, það er ég einmitt. Persónurnar koma tfl mín og yfirgefa mig ekki fýrr en ég hef skrifað það sem þær segja. Og þær geta verið kröfuharðar!" segir hún sakleysisleg á svipinn, eins og hún sé að segja satt. Eða er hún kannski ekki að segja satt? Hvað með Þögnina? Hún var svo vond. Hvaðan kom það fólk? „Vond og ekki vond! Þögnin var lflca faUeg bók! Og auðvitað kom hún beint frá mér. Innan úr mínum eigin hugarfýlgsnum. Þaðan komu líka Ulskan, kætin, léttleUdnn, harmurinn og ofsinn," svarar hún lymskuleg á svipinn. „Ég held að þannig sé það aUtaf. Bæði það góða og Ula eiga upptök í sálarlífi manns," segir hún og ég horfi opinmynnt á hana og trúi ekki. Hætti mér ekki út í nánari diskúsjónir um það og spyr frekar hvað komist annað að í hennar faUega koUi en bækur? Heimakær kvikmynda- unnandi „Ég er heimakær og er vaxin upp úr því að þurfa að vera aUs staðar, var reyndar aldrei þannig! Ég er svona heima er best týpa. Ég horfi mikið á sjónvarp ogbíómyndir. SkemmtUeg- ast af öUu er að sitja með góðum vin- um. Já, ég held að ég geri ekki margt annað fýrir utan bókastússið," segir Vigdís og stendur upp og ætlar að laga meira kaffi. „Ekki meira fyrir mig, ætla að bíða þar tíl næst. Þegar þú heffir eignast almennUega kaffi- könnu," segi ég og hún hlær og lofar að standa við það að kaupa almenni- lega könnu. Síminn hringir aftur og Vigdís svarar. Ég sting pennanum í tösktma og ég heyri hana tala faUega í sím- ann. „Þetta var hún Tóta, dóttir mín. Við ætlum að nota tímann saman í dag," segir hún og réttir úr sér. Hún fylgir mér til dyra og ég hef aftur orð á hve vel hún líti út; það geislar frá henni. Fimmtugri og fallegri. Mér verður hugsað tU konunnar sem nefndi eitt sinn við mig að Vigdís væri ein þeirra kvenna sem auðveldlega væri hægt að verða ástfanginn af. Hún er bara þannig. í henni er mýkt, hlýja og eitthvað leyndardómsfullt sem ekki er hægt að skýra. Ég skildi ekki þá hvað hún var að fara. Ég skil það núna. Og það heffir ekkert með kynferði að gera. bergljot@idv.is Full búð af nýjum vörum Opið: Virka daga kl. 10 -18, laugardaga kl. 11-16 HUSGAGNAVERSLUN SÍÐUMÚLA 20 sími 568 8799 I www.ondvegi.is I ondvegi@ondvegi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.