Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2004, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2004, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 2004 Fréttir DV • í verslunum Nettó fást hvítir og brúnir marenskökubotnar á 199 kr. en þeir kostuðu áður 284 kr. Kflóið af fersku, blönd- uðu Nettó kjöthakki kost- ar 599 kr. í stað 799 kr. áður og sama magn af Roast beef í álbakka kostar 1.886 kr. Hálft kfló af rauðu Rúbin kaffi kostar 299 kr. • íversluninni Panorama er boðið upp á 30% kynning- arafslátt af Bosch heimilistækjum og Siemens Expresso- kaffivél fylgir öllum_ húsinnréttingum sem keyptar eru fram til 17. næsta mánaðar. • Boðið er upp á stórafslátt á málningu fyrir jólin í verslunum Hörpu Sjafnar. Fjórir lítrar af hálf- mattri, vatnsþynnanlegri innimáln- ingu eru með 40% af- slætti og kosta 1.990 kr. og tíu lítar af Polytex innimálningu með gljá- stigi 7 kosta 4.990 kr. • Jólabókamarkaður Griffils stendur nú yfir og kosta eldri barnabækur, skáldsögur, mat- reiðslubækur og ffæðibækur frá 390 kr. Þá kosta límmiðavélar 2.990 kr í stað 3.598 kr., stærri gerðin, og minni gerðin kostar 1.699 kr. Drekka til að hressa upp á sálina Um þ að bil fjórðungur Breta, eða um 12 milljónir manna, drekka áfengi til að bæta sjálfs- ímynd slna. Þetta er niðurstaða könnunar sem 2 þúsund manns tókuþáttí.l Ijós kom að 23% Breta sögöust drekka til að reyna að laga lítið sjálfs- álitogdraga úrþunglyndi. Undrun vekur að drykkja í norð-austur- hluta landsins er mun meiri og nær hámarki I desember en 33% Lundúnabúa sem tóku þátt í könnuninni sögðust aldrei smakka áfengi. Samkvæmt könnuninni hafa um 50% þeirra sem tóku þáttælt eftir að hafa drukkið áfengi, 19miUjónir manna hafa skammastsín fyrir hegðun sfna daginn eftir drykkju og einn afhverjum þremur drekkur áfengi oftar en einu sinni í viku. Kirkjurhættu- legarheilsu sóknarbama Hollenskir vísindamenn hafa kom- ist að því að andrúmsloftiö I kirkj- um I desember er bókstaflega stór- hættulegt heilsu sóknar- barnanna. Samkvæmt mælingum þeirra er meng- unin inni iguðshúsunum I jólamánuðinum meiri en við umferðargötu sem 45 þúsund bílar aka eftir á sól- arhring. Stafar mengunin meðal annars aföllum þeim kertum sem kveikt er á ídesember en oftar en ekki er loftræsting í kirkjum verri en á heimilium og öðrum stöðum þar sem fólk safnast sam- an. Sérfræðingarnir ráða lungna- sjúklingum sérstaklega frá þvl að fara I kirkju I desember. Stuttur nætur- svefn gerir þig feita Samkvæmt nýrri bandarískri rannsókn eru þeir sem sofa minna en 4 klukkutíma á sólar- hring í 73% meiri hættu á að verða offitu að bráð en þeir sem sofa lengur. Uppgötvunin geng- ur þvert á þá vitneskju að þegar fólk sefur brennir það hitaein- ingum hægar en þegar það er vakandi. Sérfræðingarnir upp- götvuðu þetta eftir að hafa rann- sakað 18 þúsund manns á aldrin- um 32 til 59 ára. Þeir sem sofa í 5 klukkutíma eru í 50% meiri hættu á að verða of feitir heldur en þeir sem sofa um 8 klukku- tíma á nóttu. Sæll Þórhallur. Nú er allt að fyllast af auglýs- ingum um jólin í öllum fjölmiðl- um. Þá eiga víst allir að vera glaðir og góðir, en þannig er það nú bara alls ekki. Mér þykja jólin t.d. ekki auðveldur tími, ekkert nema blankheit, stress og vesen. Ég veit ekki hvað þú segir, en ég held að margir hugsi eins og ég og kvíði frekar fyrir desember. Hvað getur mað- ur eiginlega gert til að losna við jólakvíðann? Kveðja Eyrún. Blessuð og sæl Eyrún! Hver er eiginlega leyndardómur- inn á bak við gleðileg jól? Það er víst það sem þú ert að spyrja um ekki satt? Við því er auðvitað ekkert eitt rétt svar, eins og hver og einn veit sem hefur lagt sig fram um að halda jólin hátíðleg. Maður skyldi reyndar ætía að það væri fúllt af sérfræðing- um um þetta málefni úti í samfélag- inu, því að undanförnu hefur póst- urinn varla haft undan að bera í okk- ur „upplýsingar" um það frá hinum og þessum aðilum úti í bæ, hvernig við eigum að ná gleðinni í hús um jólin eins og þú bendir á. Yfir- leitt er sú gleði talin felast í því að kaupa eitthvað dót eða mat eða vín eða föt, hvort sem við höfum nú efni á því eða ekki. Sumum tekst reyndar að halda gleðileg jól án þess að láta sig ráð auglýsenda og sölumanna nokkru skipta. Aðrir eiga í erfiðleik- um með jólin og jólagleðina. Þess vegna langar mig til þess að benda þér á allt aðra leið. Hún felst í því sem ég kalla „uppskrift að góðri jólahá- tíð“. Ég hef búið hana til upp úr hinum og þessum samtölum sem ég hef átt við fólk út um borg og bý á undanfömum árum. En þó margir hafi komið með Spyrjiö séra Þórhall DV twetur lesertdur til að senda irtn spurningar unt hvaðeina sent snýr ad hjonabandinu og fjolskyldunni til sera Þórhalls Heimissonar. Séra Þórhallur svarar spurningum les- enda í DV á þriðjudögum. Netfang- id er sambandé' dv.is. Séra Þórhallur Heimisson skrifar um fjölskyh Fj ölsky ldumaður inn ábendingar um það hvað felst í jóla- gleðinni, þá em samt flestir ótnilega mikið á sama máli um þessa uppskrift, bæði hvað þarf í hana og hvemig eigi að matreiða hana til þess að úr verði gómsætur og vellukkaður réttur. Ef þér og þínum hst vel á hana mæli ég með því að þið skellið ykkur í „baksturinn". Forsendan fyrir því að uppskriftin heppnist vel er reyndar sú að allir sem ætla að halda jól saman komi með hrá- efnið í kökuna. Það verða auðvitað lika allir að taka þátt í því að baka hana, leggja sitt að mörkum. En hér kemur þá uppskriftin að gleðilegum jólum 2 bollar af ást (fyrir alla) 2 bollar af trausti (milli ástvina) 4 bollar af tíma, næði og ró 4 bollar umhyggja (fyrir þeim okkar sem eru einmana, sorgmædd og sjúk). 4 dl. húmor (til að brosa að óréttlæti og spillingu samfélagsins okkar) 175 g mjúk vinátta (tölum saman um það sem skiptir máli) 1 1/2 dl. fyrirgefning, gefin og þegin (byrjum á okkur sjálfum) 3 stórar matskeiðar af virðingu (fyrir okkur sjálfum og öðrum) 2 tsk. gagnkvæmur skilningur (á þv! hvernig öðrum líður (ástvinahópnum) 2 tskjákveðni Stór slatti af hrósi (sérstaklega ef við höfum ekki hrósað hvert öðru lengi) Aðferð: Hrærið öllu varlega saman í góðri skál. Skálin er það umhverfi sem þið hafið búið ykkur og það rúm sem þið gefið hvert öðru í lífinu. Ætlið ykíatr góðan tíma því annars er hætta á að eitthvað af þurrefnunum gleymist eða hlaupi í kekki. Farið varlega með að bæta áfengi í uppskriftina. Best er að sleppa því alveg. Hellið í fat eða flát sem ykkur þykir öllum vænt um. Bakist í vinalegu umhverfi og eins lengi og þurfa þykir. Hægt er að krydda og skreyta kökuna allt eftir smekk . Það breytir ekki sjálfri kökunni, en útkoman verður skemmtilegri og persónu- legri. Ekki skaðar krem með tilbreyt- ingu að eigin vali. Munið að tala saman um baksturinn, því annars brennur allt við í ofiiinum. Berist fram í tíma og ótíma við kertaljós og með bros á vör. Sr. Þórhallur Heimisson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.