Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2004, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2004, Blaðsíða 25
DV Menning ÞRIÐJUDACUR 23. NÓVEMBER 2004 25 Yfirlýsing Friðriks Þórs um kvikmyndahátíð í Reykjavík Krefst afsökunarbeiðni frá AKR Forsvarsmenn Alþjóðlegrar kvik- myndahátíðar í Reykjavík (AKR stofnuð 2004) halda því fram að ég hafi gefið þeim leyfi til að nota nafnog viðskipta- vild Kvikmyndahátíðar í Reykjavík (KÍR stofnuð 1 978). Þetta eru hrein ósann- indi. Það er fjarri mér að hafa nokkru sinni gefið þessum aðilum slíkt leyfi eft- ir það semá undan var gengið í sam- skiptum okkar. Forsaga málsins ersú að forsvars- menn AKR komu að máli við stjórn Kvikmyndahátiðar i Reykjavik og ósk- uðu eftir að taka að sér framkvæmd hátíðarinnar. Var því erindi vel tekið i fyrstu en vegna óraunhæfra krafna for- svarsmanna AKR var ekki hægt að ná samkomulagi og leiðir aðila skildu. Að halda því fram að í kjölfar við- ræðuslita hafi ég gefið þeim leyfi til að nota það sem sem AKR sóttist eftir í við- ræðunum nær auðvitað ekki nokkurri átt. Þar að auki er ég almennur stjórn- armaður Kvikmyndahátíðar í Reykjavik og hefði því fráleitt getað gefið slíkt leyfi þótt ég hefði viljað. Því miður eru þessi ósannindi ein- kennandi fyrir vinnubrögð forsvars- manna AKR. Þannig hefur hátíðin sent út fjölda bréfa um allan heim þar sem ég er kynntur sem ráðgjafi og sam- verkammaður AKR. Þetta eru hrein ósannindi. Með óvönduðum vinnubrögðum sín- um hefurAKR unnið Kvikmyndahátíð i Reykjavík og mér persónulega veruleg- um skaða. Ég krefst þess að AKR hreinsi nafn mitt aföllum tengslum við fyrir- tækið og biðjist afsökunar á framkomu sinni. Reykjavík I8.nóvember2004, Friðrik Þór Friðriksson Rithöfundur með myndavél Guðbergur hefur kvikmyndað jafnt útför Francos sem móöursystur sínar i Grindavík. Ný heimildarmynd um rithöfundinn Guðberg Bergsson verður frumsýnd í Regnboganum í kvöld Ævi Guðbergs í myndum hans sjálfs LeiðirHelgu Brekkan kvikmynda- gerðarkonu og Guðbergs Bergsonar lágu saman í tengslum við gerð myndarinnar Kóngar en þarlýsti Guð- bergur á áhrifaríkan hátt skemmdum á hrauni við Grindavík. Þessi kynni leiddu Helgu afstað i óvissuferð. Hún vann um tíma að að fjármögnun á portretti um Guðberg en þá var i vinnslu mynd Þorgeirs Gunnarssonar um skáldið og gekk erfiðlega að fá for- ráðamenn annarra sjónvarpsstöðva að fjárfesta í Guðbergi. Helga hafði þá komist á snoðir um tökur Guðbergs af ýmsu tagi og fékk leyfi hans til að taka búta þess efnis inn í myndsögu sína af skáldinu. Tók þá verkefnið nýja stefnu: Um er aö ræða nokkurs konar„óformlega ævisögu“ rithöfundarins Guðbergs Bergssonar. Super-8 kvikmyndir sem Guðbergur tók á ferðum sinum og þegar hann dvaldi lengi á Spáni og í Portúgal setja mikinn svið á verkið: Hann kvikmyndaði Negulblómabylt- inguna i Lissabon árið 1974 og við út- för Francos í Madríd árið 1975. Þessar myndir Guðbergs hafa ekki verið sýnd■ ar opinberlega áður. I myndinni eru einnig nýjarkvik- myndatökur Guðbergs, en hann vinn- urnú sjálfur að heimildamynd um list- málarann Gunnlaug Scheving. Einnig hefur hannoft kvikmyndað móður- systursínar Valgerði og Sigrúnu i Grindavík. Heimabær Guöbergs, Grindavík, er miðpunktur myndarinn- ar en aðrir tökustaðir eru: Reykjavík, Madrid, Stokkhólmur og Lissabon. Á meðan á gerð myndarinnar stóð hlaut Guðbergur Norrænu bók- menntaverðlaun hinnarsænsku aka- demíu í Stokkhólmi. ívor var hann kjörinn heiðursborgari Grindavikur. Myndin er sýnd á dagskrá Alþjóð- legrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík sem stendur nú dagana 17. - 25. nóv- ember. í síðustu viku voru frumsýnd tvö ný verk eftir Auði Bjarna- dóttur í Þjóðleikhúsinu af dansleikflokki hennar, Svöluleik- húsinu, undir heitinu Ern eftir aldri. Auður Bjamadóttir hafði góðan til- styrk úr nokkrum opinberum sjóðum til að koma verkum sínum á svið á mið- vikudagskvöld í síðustu viku. Sýningin var sögð samstarfsverkefni við Þjóðleik- húsið og greinilega var víðtæk kynning á sýningunum og höfundi ekki hluti af því samstarfi. Ekki ef marka má aðsókn að fyrstu sýningunni sem var flutt fyrir hálfu húsi. Sem var synd. Bæði verkin voru nokkuð augljós að erindi, dramat- ísk hvort á sinn máta og hefðu átt fullt hús skilið. Kraftaverkakona Auði er ekki fisjað saman: hún kallar til höfunda texta og tóna, lætur flytja tónlist af tveimur hópum tónlistar- manna, yfirvinnur fátækt í leikmynd og búningum með einfóldum og snjöllum lausnum. Og það sem mest er um vert: hún hefur eitthvað að segja, vílar ekki fyrir sér að tala um hið óþægilega, víkur hiklaust að þagnarmálum. Svo kann hún að byggja kvöldið upp: byrjar á al- varlegu og lýrísku verki, en svissar svo yfir í galgopalega og revíukennda skemmtun. Fórnir í umferðinni Það er vissulega ánægjulegt að styrkir til sjálfstæðra leikhópa skuli skiia sér í frumlegum dansverkum um áleitin efiú: bamafómir í umferðarmenningu okkar em í fýrra verkinu lögð til gmnd- vallar býsna Ijósu og dapurlegu verki sem er spunnið frá þýðingu Ama Ibsen á ljóði Dorren Egilsson um óskir okkar, mikla væntingar og drauma sem verða að engu í lífvana bamslíkama. Flokkinn sem Auður valdi sér til samstarfs skorú aftur samhæfingu og samveru til að ná í verkið nauðsynleg- um heildarblæ. Hugmyndir vom ágæt- ar og bám prýðilega söguna til enda, en dansaramir vom misgóðir og það vant- aði samband milli þeirra. Það sést enda oft á danssýningum ffjálsra hópa að mannvalið er snautlegt, fáir dansarar á kreiki utan íslenska dansflokksins sem búa við munað samfelldrar þjálfúnar og em hluti hóps. Þjóðhátíðarraup í seinna verkinu kvað við annan tón: verkið er búrleska, sundurlaus texfi Elísabetar Jökulsdóttir reyndist vel samstilltum hóp flytjenda uppspretta kyndugs gamans sem lék á mörkum grallaralegs húmors og skota í ádeilu- kenndum stíl. Hér skorti ekki á samhæf- ingu. Hópurinn sem stóð að flutningn- um var ömggur og stilltur í framand- gervðum leikstíl sem stöku sinnum leysfist upp í danshreyfingar svona rétt tif áherslu eða til að breyta um anda eða tempó. Efnið var spaug um þjóðemis- rembing, yfirborðskennda dýrkun kvemmyndar, karlastjóm á opinbem hátíðarhaldi. Hér fóm prýðilega saman Svöluleikhúsið sýnir Ern eftir aldri eftirAuði Bjarnadóttur i leik- og danstjórn hennar sjálfrar. Tónlist: Árni Egilsson og Jóhann G. Jóhannsson. Leiktexti: Doreen Egilsson og Elísabet Jökulsdóttir. Mynd- bandavinnsla: Ania Harre. Dramturgía: Karen María Jóns- dóttir. Lýsing: Ásmundur Karls- son og Hörður Ágústsson. Leik- mynd og búningar: Rebekka Ingimundardóttir. Dansarar og leikarar: Arnbjörg Hlif Vals- dóttir, Ástrós Gunnarsdóttir, Baldur Trausti Hreinsson, Cameron Corbet, ívar Örn Sverrisson, Jóhann Freyr Björg- vinsson, Nanna Kristín Magn- úsdóttir, Lovísa Gunnarsdóttir, Kjartan Guðjónsson, Ólafia Hrönn Jónsdóttir, Ragnheiður Steindórsdáttir. Frumsýning 7 7. nóvember 2004. Leikhús hreyfing og texti og var gaman að sjá til flytjenda á borð við Nönnu Kristíríu sem sýndi hér á sér allt annan svip en við erum vön. Sviðsetningin er til vitnis um það að textar Etísabetar eiga erindi á svið og í hendur á leikhóp og leikstjóra sem þora að bregða á leik með þá. Aðeins tvær sýningar eftir. Það em aðeins fyrirhugaðar tvær sýningar til viðbótar á verkum Auðar. Það virðast vera ásköpuð örlög margra verka sem fá styrki úr Listasjóði og Menningarborgarsjóði að þeim er ekki hugað langlífi. Þau em oft hýst í húsum sem em í annarri notkun og geta þess vegna aðeins verið á sviði í örfá skiptí. Samstarf við Þjóðleikhúsið ættí raunar að tryggja tilraunaverki sem þessu ömggari sess í leikhúslífinu í ein- hvem tíma. Treystí leikhúsið sér ekki til að gefa samstarfsaðilum sæmileg sýn- ingarkvöld er eins gott að það sleppi þessari aumingjagustuk. Páll Baldvin Baldvinsson Verðugur erindreki fönksins Fönkdýrin í öllu slnu veldi Frá vinstri eru þeir Daði hljómborðsleikari, Kjartan trompetleik- ari, Börkur gltarleikari, Sigfús trommari, Sammi söngvari og básúnuleikari og Ingi bassaleikari. Hello Somebody! er þriðja plata strákanna IJagúar. Það er gaman að sjá hvað þeir hafa þróast mikið á milli platna. Fyrsta platan sem kom út 1999 var frekar einföld og hrá djassfönk plata. Ágætis gripur. Á annarri plöt- unni, hinni frábæru Get The Funk Out, frá 2001, voru þeir farnir að færa sig meira út í hreinræktað fönk og hljóm- urinn búinn að þróast töluvert.ÁHello Somebody! er tónlistin hreint og óblandað fönk og sándið hefur tekið miklum framförum. Þeir voru farnir að syngja smávegis á annarri plötunni, en á Hello Somebody! er söngur í öllum lögunum og töluvert meira lagt í hann. Sammi er forsöngvari, en að auki njóta þeir liðsinnis söngkvenn- anna Söru Guðmundsdóttur og Urðar Hákonardóttur. Tónlistarlega er Hello Somebody! með sterkum 70's áhrifum, eins og Get The Funk Out, en að auki má nú greina áhriffrá Acid-djass (í anda Jamiro- quai) og dansfönki: Það er sums stað- ar stutt yfir i diskóið. Þaö er meiri fjöl- breytni í útsetningum en áður. Það eru komnir strengir isum lögin, en þeir eru notaöir af hófsemi og ná aldreiyfir- höndinni. Þaö eru 10 frumsamin lög á Hello Somebodyl. Og þau eru nokkuö ólík. Opnunarlagið, Bodyparty, er mjög kraftmikið og næstum rokkaö á með- an What Is Going On? er poppaöra og minnir á Jamiroquai. Butterflies er popplag sem byrjar á Ijúfu strengja-in- trói og önnur lög eru þarna einhver- staöar á skalanum kraftmikið - popp- að, en útsetningar og sánd tryggja fjölbreytnina. Þeir sem hafa séö Jagúar spila á tón- leikum nýlega hafa tekið eftirþví að hljómsveitin er þéttari og kraftmeiri heldur en nokkru sinni fyrr. Það skilar sér að sjálfsögðu á plötunni. Allur hljóöfæraleikur eru óaðfinnanlegur og spilagleðin leynir sér ekki. Þetta eru allt frábærir hljóðfæraleikarar og engin ástæða til að gera upp á milli þeirra, en ég verö samt að nefna hljómborðs- leik Daða Birgissonar. Sándin sem hann notar á plötunni eru bara svo flott. Gefa lögunum karakter. Á heildina litið er Hello Somebody! fín plata. Þetta eru allt ágætis lög, en Jagúar Hello ^omnu- somebody! •*? Smekkleysa ■ b nP ★ ★★★ «v ?' fc b Plötudómur Bodyparty, titillagið Hello Somebodyl, One Of Us, Funky Junky og Funky Fried Chicken eru I mestu uppáhaldi hjá mér. Mestu stuðlögin. Hello Somebody! er ekkert endilega betri en Get The Funk Out, en hún er öðruvísi og þaö er lykilatriði fyrir hljómsveit eins og Jagú- arsem byggirsína tónlist á tónlist sem var upp á sitt besta fyrir 30 árum. Fönkið á að sjálfsögðu alltaferindi og Hello Somebody! sýnir og sannar að Jagúar er enn sem fyrr veröugur er- indrekiþess. Trausti Júlíusson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.