Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2005, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2005, Page 10
1 0 FIMMTUDAGUR 3. MARS 2005 Fréttir DV Andri er ótrúlega hugmynda- ríkur, góður vinur og skiln- ingsríkur á mannlegt eðii Dálítið upptekinn afsjáif- um sér og einarður stuðn- ingsmaður Fylkis „KostirAndra eru fjöl- margir. Hann er til að byrja með alveg ótrúiega hugmyndarikur og nask- ur á það að koma hug- myndum sínum I framkvæmd enda ákveðinn. Hann er við- ræðugóður og trúverðugur tals- maður náttúruverndar. Sé ekki neina sérstaka galla nema að hann vegna kosta sinna eransi upptekinn og maður sér hann ekki nógu oft. En helsti galli hans er hins vegar einarður stuðningur við Fylki sem kastar stundum appelsínugulum skugga á vináttu okkar." örn Úlfar Sævarsson, almanntengsla- ráögjafi og vinur „Einn afkostum Andra er að koma manni stöðugt á óvart, þegar hann virð- ist t.d. ekki vera að hlusta á mann en heyrði síðan ekki bara það sem maður sagði heldur man og minnist jafnvel á þremur árum síðar. Þá er hann hugmyndaríkur, góður vinur I raun og hefur góðan skilning á mannlegu eðli. Eini gallinn sem ég gæti talið upp er að hann er dáiitið upptekinn afsjálfum sér sem er þó finnst mér kostur fyrir hann sem rithöfund og angrar mig ekki á nokkurn hátt." Ármann Jakobsson, íslenskufrædingur og vinur „Andri er hinn vænsti maður. íofanálag er hann lika ótrúlega hug- myndaríkur og býryfir einstakri færni á að koma hugmyndum sínum frá sér. Hann er í raun almennilegur í alla staði, og svo almennilegur að ég get bara ekki séð neina galla á manninum." Sigtryggur Magnason, útvarpsmaður á Rás 2 Andri SnærMagnason rithöfundur er fædd- ur 14.júlí árið 1973.Hann er Árbæingur í fjórða lið sem rekurættir sínar til Melrakka- sléttu. Andri er kvæntur Margréti Sjöfn Tort og eiga þau börnin Hlyn og Kristlnu Lovlsu. Andri hefur gefið út barnabókina Sagan af bláa hnettinum og skáldsöguna LoveStar, auk Ijóðabóka og smásagna.' Vondir við nýbúa Lýðræðis-og jafnréttis- nefnd Hafnarfjarðar ákvað á síðasta fundi að greiða 250 þúsund krónur af kostnaði vegna upplýsinga- bæklings fýrir íbúa af er- lendum uppruna í bænum. Fulltrúi Sjálfstæðisflokks í nefndinni lýsti við það tækifæri „enn og aftur" furðu sinni á starfi meiri- hluta Samfýlkingarinnar vegna málefna nýbúa. Samfylkingin bókaði á móti að markvisst hefði verið unnið að málefnum nýbúa á kjörtímabilinu eins og ákvörðun nefndarinnar leiddi í ljós. Gráglettni örlaganna varð til þess að blaðamaðurinn Friðrik Þór Guðmundsson lenti i bílslysi við Kópavogshálsinn á þriðjudaginn. Engin meiðsl urðu á fólki en bíll Friðriks skemmdist töluvert. Aníta Harðardóttir, lögreglukona sem kom á stað- inn, segir að blessunarlega hafi farið betur en á horfðist. „Þetta sýhir líka bara hve erfið gatnamót þetta eru. Þetta hefði vel getað farið verr." - V"' ' Plllll liÉtÉl Vettvangur slyssins Aníta Harðar- dóttir lögreglukona stendurmeð númeraplötu Friðriks Þórs íhendinni. gr. < W 1 B 1 1 1 ss „Það meiddist sem betur fer enginn og það er aðalatriðið," segir blaðamaðurinn Friðrik Þór Guðmundsson sem lenti í árekstri við Kópavogshálsinn á þriðjudaginn. Friðrik var að keyra frá grænu ljósi þegar svínað var fyrir hann og í örvæntingarfullri tilraun til að forðast árekstur klessti hann á ljósastaur. Staurinn féll svo á kyrr- stæðan bíl sem beið á rauðu ljósi. Engin slys urðu á fólki. „Svona getur lífið verið erfitt í umferðinni," segir Friðrik Þór sem stundar nú nám við Háskóla ís- lands í fjölmiðlafræði og hefur í gegnum tíðina skapað sér nafn og virðingu sem öflugur rannsóknar- blaðamaður á ýmsum fjölmiðlum. „Þó að maður reyni sjálfur að gera rétt ræður maður ekki hvað aðrir gera. Þetta sýnir líka bara hve erfið gatnamót þetta eru. Þetta hefði vel getað farið verr." Lögreglukonan Aníta Harðardóttir lögreglukona var á slysstað. Á myndinni sést hún halda á númeraplötu Friðriks Þórs sem losnaði af bflnum hans við áreksturinn. Hún segir bfl Friðriks hafa skemmst töluvert en blessunar- lega hafi engin slys orðið á fólki. „Hann var að reyna að forða árekstri og endaði á ljósastaur sem féll á bfl sem var stopp á rauðu ljósi," segir Aníta og lýsir hetjudáð Friðriks. Ef hann hefði ekki sveigt frá hinum bílnum er ljóst að um mun alvarlegra slys hefði verið að ræða. Kaldhæðni örlaganna Sjálfur segir Friðrik að þarna hafi kaldhæðni örlaganna spilað inn í. „Mínútu fyrr hefði ég tekið ranga beygju í smá hugsunarleysi. Ég æd- aði að fara allt aðra leið en að þess- um ljósum. Ef ég hefði farið þá leið hefði þetta trúlega aldrei gerst," seg- ir Friðrik og minnist á að höf- uðstöðvar dráttarbflafýrirtækisins Króks séu aðeins um fimmtíu metra frá slysstað. Þannig hefði náðst að koma bflnum í burtu á afar skömm- um tíma. Heilsan skiptir mestu Bflstjóri bflsins sem sveigði fyrir Friðrik var gamall maður. Friðrik segist hafa verið í rétti en tekur fram að hann beri engan kala til hins bfl- stjórans. „Nei, mestu skipti að bæði ég, farþegi minn og ökumaður kyrr- stæða bílsins gengum heilir frá þessu. Það er það eina sem skiptir máli því hitt er bara blikk og málm- ar. Svo er ég sáttur við að bæði bfll- inn minn og öryggispúðar stóðu sig sem skyldi. Það er gríðarlega mikil- vægt að öryggisatriðin séu í lagi." Friðrik segist jafnvel vera sáttur við að hafa klesst á umferðarljósið því annars hefði hann farið beint inn í bflinn fyrir aftan umferðarljós- ið. „Það hefði getað farið illa," segir blaðamaðurinn Friðrik Þór. simon@dv.is Stef svarar ásökunum Radíó Reykjavík um fj árkúgunarstarfsemi Meint kennitöluflakk fer fyrir dóm „Við erum ekki að beita neinni fjárkúgun. Bara þeim rétti sem við höfum," segir Eiríkur Tómasson, framkvæmdastjóri Stefs. Jón Hlíðar Rúnarsson, eig- andi Radíó Rey- kjavíkur, hefur kært Stef til rík- islögreglustjóra fyrir að beita stöðina fjárkúg- unum. Ástæðan er sú að útvarps- Eiríkur Tómasson stöðin skipti um framkvæmdastjóri kennitölu en Stef og lagapró- Stef neitar að fessor Segir Radló gera samning Reykjavík vera að um flutning tón- gefa Stefi langt nef. Jistar nema skuld gamla félagsins sé borguð. „Við viljum ekki samþykkja að menn geti fyrirvaralaust skipt um kennitölu og skilið eftir skuldir en haldið áfram rekstri eins og ekkert hafi í skorist," segir Eiríkur um þessa deilu. Hann segir að Jón Hlíð- ar, núverandi eigandi Radíó Reyk- javíkur, hafi keypt gömlu stöðina og rekið í um mánuð áður en hann rifti kaupsamningnum og keypti tæki og tól og nafn stöðvarinnar og hóf rekstur á ný. „Þetta er bara kennitöluflakk," segir Eiríkur og telur að nýja stöðin sé að nýta sér viðskiptavild gömlu stöðvarinnar með nafninu og tón- listinni sem er spiluð. „Þetta stenst ekki lög og við munum krefjast skaðabóta fyrir það tjón sem þeir hafa valdið. Það er líka afar ósanngjarnt að menn skemmi svona fýrir öðrum á sama markaði. Við höfum verið í góðu samstarfi við samkeppnisyfirvöld í þessu máli og munum halda því áfram." Eftir að Radíó Reykjavík byrjaði aftur var nafni gamla félagsins breytt í Fets sem er Stef afturábak. „Jú, þeir eru að gefa okkur langt nef en á endanum munu dómstólar skera úr um hver hafi rétt fyrir sér,“ segir Eiríkur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.