Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2005, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2005, Side 13
DV Fréttir FIMMTUDAGUR 3. MARS 2005 13 Drottningin rokkar ekki Elísabet Englands- drottning er ekki rokkari. Þetta kom í ljós í samkvæmi í Buck- inghamhöll til heiðurs breska tónlistariðnaðin- um. Meðal annars voru þar fyrrver- andi félagar úr ensku sveitinni The Yardbirds. Það fyrsta sem Elísabet spurði Eric Clapton var hvað hann hefðist að í lífinu. Þegar hann sagðist vera gítarleik- ari spurði drottningin hvort hann hefði lengi stundað gítarleik. Eftir að Clapton hafði sagst hafa stundað það í ein 45 ár sneri drottn- ingin sér að Jimmy Page og spurði hann hvort hann spilaði líka á gítar. Á kafi í kredit Kreditkort eru oft þung byrði. Fáum eru þau þó jafii þung og Bandaríkja- manninum Walter Cavanagh sem gétur stoltur sagst bera nítján kíló af kreditkortumí 800 korta veski sínu. Walter hlaut nafngiftina Hr. Plastic Fantastic (plast- kóngurinn, í lauslegri þýðingu) árið 1971, þegar hann komst í heims- metabók Guinness fyrir að hafa safnað flestum gildum kreditkortum. Söfriunin, sem byrjaði sem saklaust veðmál, er enn í gangi. í dag á Walt- er 1497 kreditkort, sem öll eru í gildi. Samanlagt er heimildin á þeim um 103 miUjónir króna. Dópsala á netið Um 90% allra ly'fja sem seld em á netinu em seld án lyfseðla, sam- kvæmt fiétt fiá INCB, stofnun Sameinuðu þj- óðannaum málefni umferðar vímuefna. Sala ólöglegra lyfja á netinu hefur stóraukist, þar á meðal á hættulegum vímuefiium. Meðal efna sem hægt er að nálgast em oxycodone, svip- að morfi'ni, og fentanyl, sem er mikið sterkara en morfi'n. INCB segir löglega söluaðila standa undir framboðinu og kallar á sameiginlegt átak rík- isstjóma, alþjóðlegra samtaka og lyfjaiðnaðarins. Lesbíurí gervifrjóvgun Lesbíur í Svíþjóð geta nú fagnað því að eiga auðveldara með eignast böm. Frá og með 1. júh' á þessu ári eiga sænskar lesbíur rétt á að fá aðstoð frá hinu opinbera við að verða for- eldrar. Lög þess efitis hafa nú verið samþykkt af sænskum yfirvöldum. Lögin munu veita lesbíum sem em giftar eða í skráðri sambúð sama rétt á að komast í gervi- fijóvgun á kostnað sænska rfldsins og gagnkynhneigð pör. Þá geta báðar konumar í sambandi ákveðið að skrá sig sem mæður afkvæmisins ef þær koma sér saman um slíkt fyrirkomulag. Ævintýri kvennagullsins og breska njósnarans James Bond hafa ætíö þótt á mörk- um hins óraunverulega. Skjöl sem breska leynisþjónustan afhjúpaöi fyrir stuttu sýna þó að margt sem fírinn hefur garfað í gegnum tíðina er ekkert svo langt frá því sem hefur gerst í raunveruleikanum. en raunveru Heimur ofurspæjarans James Bond er ekki byggður á einskærri ímyndun skapara hans, Ian Fleming. Skjöl og myndir sem breska leyniþjónustan MI5 hefur nú létt leynd af staðfesta að mörg af þeim ævintýrum sem kvennagullið James Bond lenti í áttu sér fyrirmyndir í reynslu Ians Fleming þegar hann starfaði í leyniþjónustu breska sjóhersins í seinni heimsstyrjöldinni. Skjöl og myndir sem breska leyniþjónustan MI5 hefur nú létt leynd af staðfesta að mörg af þeim ævintýrum sem kvennagullið James Bond lenti í áttu sér fyrir- myndir í reynslu Ians Fleming þeg- ar hann starfaði í leyniþjónustu breska sjóhersins í seinni heims- styrjöldinni. Skjöl MI5 segja ffá lygilegum gagnnjósnum Breta og öxulveld- anna þriggja á Gíbraltar, nýlendu sem öxulveldin vildu ná, þar sem dulargervi, undirförlar fegurðardís- ir og sprengjupennar spiluðu stórt hlutverk. Menn í tundurskeytum í myndinni Thunderball þýtur Bond um í tundurskeyti og aðal- óvinur hans notar annað eins. Það hefur eflaust mörgum þótt þetta vera mesta firra þegar myndin kom út og þykir sjálfsagt enn þann dag í dag. En á tímum seinni heimsstyrj- aldarinnar þótti ítölum þetta lítið tiltökumál. Þeir stofnuðu sveit kaf- ara sem nýtti sér tundurskeyti til að skjóta sér að skotmörkum. Þannig festu þeir sprengjur neðan á skip og komu sér undan áður en skipunum var sökkt. Þessari sveit tókst að sökkva 14 skipum áður en Bretar komust á snoðir um aðferðir þeirra. Mann- eskjan sem kom því í kring varð Fleming einnig ákaflega hugleikið yrkisefni, fláráðar fegðurðardísir. Tálkvendi í skjölum MI5 er að finna upp- lýsingar um kvenkyns gagnnjósn- ara sem kallaði sig Hjartadrottning- Bond og stúlkurnar Bond-gellurnareiga sér fyrirmynd I kvennjósnurum á borð Hjartadrottninguna. una. Skjölin hafa að geyma frásögn Davids Scherr, yfirmanns bresku leyniþjónustunnar á þessum tíma, af fyrstu kynnum sínum af Hjarta- drottningunni. Hann segir hana hafa sest niður, krosslagt fæturna, lagfært pilsið þannig að gott útsýni væri yfir þá, kveikt sér í sígarettu og sagt: „Ég er Hjartadrottning. Hver ert þú?“ Hjartadrottningin náði upplýs- ingum sem þýddu endalok ítölsku kafarasveitarinnar. Nokkuð víst verður að teljast að hér sé komin fyrirmynd þeirra fjölmörgu kven- njósnara sem James Bond hefur barist með eða á móti en ávallt end- að í bólinu með á hvíta tjaldinu. Bond, James Bond Aðferöir James Bond eru i mörgu likarþvísem skapari njósarans, ian Fleming, upplifði istörf- um slnum fyrir bresku leyniþjónustuna Nýjung í Þýskalandi Bílalúguvændi vinsælt Bflalúguvændishús eru að slá í gegn í Þýskalandi um þessar mundir eftir vel heppnaða tilraun þess eðlis í borginni Köln. Vændishúsið í Köln var opnað árið 2001 sem hluti af átaki í að færa vændi af götunni. Um er að ræða vænd- ishús sem sam- anstendur af átta bfl- skúrum, eða svoköll- uðum „ástundunarhólfum", þar sem viðskiptavinir keyra inn og kaupa þjónustu. Sturtur og önnur hreinlætisaðstaða standa gleðikon- unum til boða, auk þess sem neyð- arbjöllur eru staðsettar í skúrunum ef þeim finnst þeim ógnað. Þá er einnig aðstaða á svæðinu fyrir viðskiptavini sem ekki eiga bfl. Mikil andstaða var við áætlanirn- ar í Köln hjá íbúum. Yfirmaður félags- mála í borginni segir hins vegar að tilraunin hafi heppnast vel. Árás- um á vændiskonur lafi fækkað og ákveðin heilbrigðisvandamál séu nú í betra horfi. Svo vel þykir hafa tekist til að yfir- völd annarra þýskra borga, á borð við Essen, Bonn og Hannover, hafa nú sent sérfræðinga á vettvang og hyggjast grípa til svipaðra aðgerða. Vændi Þjóðverjarvirðast hrifnari afbllskúrum en holl- ensku gluggaversluninni. Smábörn fyrir rétt Ákærð fyrir þjófnað Fjögur börn, frá þriggja mánaða til tveggja ára, komu fyrir rétt í gær í borginni Chittagong í Bangladesh. Ástæður þessa eru kærur á hendur þeim fyrir þjófnað og skemmdir. Bömin mættu í réttarsalinn í örm- um foreldra sinna og var sleppt gegn tryggingu eftir stuttan tíma. Trygg- ingin er um sex þúsund krónur. Dómarinn í málinu sagðist hafa orðið frekar hissa að sjá svona ung börn í réttarsalnum hjá sér. Haft var eftir dómaranum að ákærurnar Utu ekki út fyrir að vera á rökum reistar. Hann er þess fullviss að sannleikur- inn í málinu komi ffam i rannsókn * lögreglunnar og skýrslu hennar sem lögð verði fyrir réttinn og hreinsi bömin af ákærunum. Einstaklega auðvelt er að leggja frarn ákæmr í Bangladesh og nýtir fólk sér það oft til að angra fólk sem það á í iÚdeilum við. Svo virðist vera Bangladesh Svo auðvelt er að leggja fram kærur í Bangladesh að börn eru ekki einu sinnihólpin. í þessu tilviki. Bömin tilheyra sömu stórfjölskyldunni og sögðu ættingjar þeirra ákæmrnar vera tilkomnar vegna deilna við nágranna fjölskyld- unnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.