Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2005, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2005, Blaðsíða 39
0V Siðast en ekki síst Sýnið ekki kött éta dúfu! Hinn heimskunni jugóslavneski kvikmyndahöfundur Emir Kusturica hótar að leggja bann við því að ný kvikmynd hans verði sýnd í Bret- landi. Ástæðan er sú að kvikmynda- skoðun þar í landi vill klippa úr myndinni atriði þar sem köttur nart- ar í dauða dúfu. Þessi litía frétt vísar í ýmsar áttir. En fyrst til þess, að ritskoðun kemur með margvíslegum hætti mun oftar en menn halda við sögu á leið kvik- mynda til áhorfenda. Þegar minnst er á ritskoðun halda flestir að hún hljóti að vera pólitísk og einkum stunduð í ein- ræðisríkjum. Það á oft við að því er varðar prentað mál. En um kvik- myndir gildir annað. Þar er jafnan í gangi margskonar ritskoðun - sum- part tengd hugmyndum um ríkjandi siðferði, sumpart pólitískri við- kvæmni - að svo ógleymdri ritskoð- un markaðarins. Krukkað í Eisenstein Að því er varðar pólitíska ritskoð- un var það rifjað upp á dögunum í tengslum við kvikmyndahátið í Berh'n, að þekktasta pólitíska kvik- mynd sögunnar og um Ieið einhver áhrifamesta mynd Ustgreinarinnar, „Beitiskipið Potjomkin" eftír Eisen- stein, hafi lengst af verið sýnd klippt af einhverri ritskoðun. Þessi þögla mynd var gerð í Sovétríkjunum 1925 og fljótlega var þar í landi kippt úr henni tilvísun í byltingarforingjann Trotskij sem komst í ónáð hjá Jósep Stah'n. Myndin sýnir uppreisn sjóliða á rússnesku herskipi árið 1905 - og hún var sýnd ritskoðuð eða bönnuð víða um lönd vegna þess að hún þótti sýna vont fordæmi um vel heppnaða uppreisn gegn valdhöfum. Frakkar bönnuðu að hún yrði sýnd opinberlega. Hún var alllengi bönnuð í Bandaríkjunum vegna þess að hún „væri sýnikennsla fyrir sjóliða í því hvernig standa skyldi að uppreisn". I Englandi var aðeins leyft að sýna myndina í kvikmynda- klúbbum. í Þýskalandi var her- mönnum bannað að sjá myndina og að auki klippt úr henni atriði þar sem liðsforingjum er hent í sjóinn. Reyndar er það svo, að þegar mynd Eisensteins var sýnd á ný- afstaðinni kvikmyndahátíð í Berh'n var því haldið fram, að það væri eiginlega í fyrsta sinn sem myndin væri sýnd alveg eins og hún átti að vera í upphafi! Árni Bergmann ræðir um ritskoðun kvikmynda sem er jafngömul listforminu sjálfu. Kjallari Margar aðferðir í Sovétríkjunum klipptu menn út það sem taldist „borgaraleg" við- horf í kvikmyndum - í Bandaríkjun- um var forðast að láta nokkuð það gerast í kvikmynd sem túlka mætti sem vinstrimennsku. Þar vestra ríkti að auki lengi vel smásmuguleg siðferðileg ritskoðun sem þoldi ekki einu sinni að karl og kona sæjust uppi í rúmi saman. Fjarstýring á kvikmyndum getur verið með mjög margvíslegum hætti: t.d. hefur ný- lega verið tölvert um það fjallað að bandaríska leyniþjónustan CIA hafi sjálf hönd í bagga með gerð kvik- mynda þar sem hennar menn koma við sögu og selji framleiðendum sérþekkingu og fyrirgreiðslu gegn því að þjónustan sé sýnd í jákvæðu „Hvað er að ykkur Englendingum? spyr meistarinn. Dúfan var reyndar dauð. Við fundum hana úti á vegi. Eruð þið ekki viðkvæmir fyrir neinu öðru en dauðum fuglum?" ljósi í myndunum. Markaðurinn tekur og oft völdin af kvikmynda- höfundum, ekki aðeins vegna þess að hann lætur alis ekki fé í myndir sem ekki teljast söluvænlegar held- ur og með því að breyta handritum með róttækum hætti allt eftir því hvað er talið höfða til sem stærst hóps. Sakleysingjar og rándýr En svo aftur sé vikið að kvik- mynd Emirs Kusturica þá fór breska ritskoðunin fram á að hann fjarlægði örstutt atriði úr nýjustu mynd sinni, „Lífið er kraftaverk", þar sem köttur nartar í dauða dúfu. Myndin er ástarsaga á dögum stríðsins í Bosníu og Kusturica fannst þetta atriði við hæfi til að minna á það hve auðveld bráð sak- leysingjar eru útsmognum rándýr- um á átakatímum. En ritskoðarinn lætur sig ekki og Kusturica er svo reiður að hann vill helst banna að mynd hans sé sýnd í Bretlandi. „Hvað er að ykkur Englendingum? spyr meistarinn. Dúfan var reyndar dauð. Við fundum hana úti á vegi. Eruð þið ekki viðkvæmir fyrir neinu öðru en dauðum fuglum?" Kusturica, sem lítur á sig bæði sem Serba og múslíma, segir í myndinni sögu af ástum serbnesks hermanns og múslímastúlku í miðju borgarastríði. Og næst ætlar hann að ráðast í kvikmynd gegn neysluhyggjunni og þeim „nýja bolsévisma" sem hann telur sig sjá í valdi stórfyrirtækja samtímans og hann telur engu skárra en flokks- ræðið sem áður ríkti í landi hans. Ur myndinni „Beitiskipið Potjomkin" Þekktasta pólitíska mynd sögunnar og einhver áhrifamesta mynd listgreinarinnar. ALLT & SUMT MEÐ HALLGRÍMITHORSTEINSSYNI ; OG HELGU VÖLU HELGADÓTTUR' Alla virka daqa kl. 15. É T ÞRIÐJUDAGUR 75. MARS 2005 39 1 Jakob Bjarnar Grétarsson 0 Árshátíð RÚV var haldin með pompi og prakt á Grand Hóteli um helgina. Hafi ein- hver ætíað að ólga vegna nýs fréttastjóra hefði slæm áhrif á skemmtunina óð sá sami í villu og svíma. Var gleðin við völd og lék hljómsveitin Sólon fyrir dansi. Markús öm Antonsson út- varpsstjóri er umdeildur innan stofh- unarinnar nú um stundir en lék vel úr sínum spilum. Mætti en yfirgaf stað- inn þó fljótlega eftir borðhald áður en vínið tókvöldin... • En Markús öm stendur sem sagt í ströngu og nú flýgur saga um bæinn, meðal annars hefúr blaða- maðurinn Hilmar Þór Guðmundsson komið henni á framfæri við lesendur blaða- mannavefjarins, þess e&ús að hann verði ekki mikið lengur við stjómvöl- inn hjá RÚV. Hihnar segir að arftaki Markúsar sem nefndur hafi verið til sögunnar sé Þoisteinn Pálsson, sendi- herra og fyrrverandi formaður Sjálf- stæðisflokksins sem er á leið heim fiá Kaupmannahöfn. Því líkt og Fram- sóknarflokkurinn á fréttastjórastólinn í útvarpinu þá er alveg fyrirliggjandi að Sjálfstæðisflokkurinn á útvarps- stjórastólinn... • Fyrrverandi starfs- maður RÚV, sjálfur menntamálaráðherra Þorgerður Katrín, er ekki hátt skrifuð með- al starfsmanna Rfkis- útvarpsins nú eftir að hafa varið með kjafti og klóm hina furðulegu ákvörðun Markúsar Amar að ráða Auðun Georg Ólafsson sem fréttastjóra útvarps. Er það þrátt fyrir að hún hafi sagt aðferðir við manna- ráðningar innan RÚV hafa gengið sér til húðar á þingi í gær. Rifja menn upp % í því sambandi, fremur sárir, að þó svo að Þorgerður sjálf hafi komið á mjög svo svipuðum nótum til starfa hjá stofnuninni og Auðun Georg, var henni tekið opnum örmum þar. Reyndar að undangengnum vægum væringum og undirskriftarsöfriun... • Menn velta nú mjög vöngum yfir því hverjir standiábakviðhið ónafngreinda og „óvinveitta" tilboð í hlutabréfHaralds , Sveinssonar í Moggan- um. Eitt nafii hefur borið á góma í því sambandi og er það Sigurjón Sig- hvatsson, athafnamaður og kvik- myndamógúll með meim. Það sem þykir skjóta stoðum undir þá kenn- ingu er að Sigurjón flutti fyrir nokkm öll sín viðskipti til íslandsbanka... % • Tónlistarsnillingamir KK og Guð- mundur Pétursson vom hætt komnir skömmu fyrir síðustu helgi þegar þeir óku um Þvottárskriður á Suðaustur- landi. Vildi ekki betur til en grjót hmndi á bíl þeirra og bromaði aftur- rúðan. Vom þeir á ferð við tónleika- hald í skólum á Austurlandi. Þegar blúsforkólfurinn Dóri Braga spurði tíðindin fékk hann hland fyrir hjartað því ekki að- eins þykir honum vænt um þessa vini sína heldur em þeir KK og Gummi Pé lyk- ilmenn í mikilli blúshátíð sem Dóri stendur fyrir dagana 21. til 25 þessa mánaðar...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.