Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2005, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2005, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 2. APRÍL 2005 Helgarblað DV Regína Loftsdóttir myndlistarkona opnar sína fyrstu einka- sýningu í Galleríi Sævars Karls í dag. Regína viðurkennir að það sé erfitt að opinbera sig svona sem listamaður en hún segir tíma kominn til að prófa. Regína og myndirnar Hún erþegar byrjuð að fá hug- myndir að næstu sýningu. „Þegar hún kemur er hún nátt- úrulega stungin af um leið enda á hún mikið af vinum hér á Egils- stöðum," segir Jón Garðar Helga- son. Jón Garðar starfar sem rafvirki og býr á Egilsstöðum. Elsta dóttir hans, Asgerður Elva sem er 6 ára, heimsækir hann aðra til þriðju hverja helgi en hún býr í Reykjavík hjá mömmu sinni. Jón Garðar á atak þess tvo syni með konunni sinni Nínu, Helga sem er 2 ára og Pétur Þór hálfsárs. „Hún er aðeins að stjómast með litlu systkini s£n. Hún er samt svo ung ennþá að hún getur ekki passað þau en hún hefur voðalega gaman af þeim," segjr Jón Garðar og bætir við að þegar hún komi sé reynt að raska heimilislífinu sem allra minnst. „Við erum ekkert að rjúka til og gera þéttsldpaða dagkrá þegar hún kemur heldur fellur hún strax inn í íjölskyldulífið. Ilún er ein af fjöl- skyldunni þótt hún sé ekki hjá okk- ur nema aðra hverja til þriðju hverja helgi." Vildi hitta hana oftar Jón Garðar flutti austur á Egils- staði firá Reykjavík fyrir tveimur árum. Hann segir heimsóknir Ásgerðar aðeins hafa verið á reiki síðan hann flutti en hann og móð- ir hennar reyna að taka tillit til beggja f þessum málum. Hún komi og eyði lengri tíma á sumrin og ef hann sé á leið í sumarfrí og hún komist með geri hún það. ,Að sjáJfsögðu mýndi ég vilja hitta hana oftar en þetta er bara eins og það er. Hún var hér hjá okkur um páskana svo hún gat eytt hér nokkrum dögum." Málefni forsjárlausra for- eldra viðkvæmt mál Jón Garðar segir málefni for- sjárlausra foreldra viðkvæm mál sem fólk lendi í að reyna að leysa og það sé mjög litla hjálp að finna. „Þegar ég tala um forsjárlausa for- eldra á ég við þegar bamið býr hjá hinu. Á meðan það er til bæði for- sjá annars foreldris og sameiginleg forsjá verður betri kosturinn alltaf til sölu. Forsjárlausir þora ekki að fara fram á sjálfsagða hiuti vegna hræðslu við að sameiginlega for- sjáin verði tekin af þeim. Það er nefnilega allt of auðsótt og þarf enga sérstaka ástæðu til. Reyndar hefur mér fundist sýslumanns- embættin vera farin að taka tillit til þess að bam eigi bæði pabba og mömmu og það þykir ekki eins sjálfsagt í dag að mamman fái for- sjána. Ég held að þetta fari skán- andi en það þarf að benda á gall- ana í þeim lögum sem em í gildi. Það er nefhilega mikil hætta á að lögin sem eiga að vemda bömin okkar snúist gegn þeim og vemdi eingöngu rétt annars foreldrisins." Listakona Ég skoðaði ítalska endurreisnar- tímabilið mjög vel og er afarhrifin af Michelangelo. „Þessi sýning samanstendur af verkum sem ég hef verið að gera síð- astliðin tvö árin," segir Regína Lofts- dóttir listamaður sem er að fara að opna sfna fyrstu málverkasýningu um helgina. Regína bjó á Ítalíu í mörg ár og segist án efa hafa orðið fyrir áhrifum þaðan. „Þótt það sé langt síðan ég flutti hingað aftur hef ég ör- ugglega orðið fyrir miklum áhrifum bæði með liti og annað. Ég skoðaði ítalska endurreisnartímabilið mjög vel og er afar hrifin af Michelangelo, hann er mikill meistari." Erfitt að opinbera sig sem listamaður Regína viðurkennir að það sé erfitt að opinbera sig svona sem listamaður en segir tímann réttan fyrir sig núna. „Mér þykir þetta mjög erfitt og þess vegna hef ég ekki haldið sýningar hingað til. Mér opinberar sin fannst hins vegar kominn tími til að gera þetta og að það væri lélegt að gera það ekki," segir Regína sem er kennari þótt hún hafi síðustu tvö árin haldið sig við málninguna. Sýningin fer fram í kjallara versl- unar Sævars Karls í Bankastrætinu. Regína segist hafa ákveðið stað- setninguna fyrir löngu. „Mér finnst þetta mjög spennandi og fallegur staður og alls ekki eins og maður á von á þegar maður gengur fram hjá húsinu. Gólfið er ótrúlega fallegt og erillinn er spennandi." Meira ef vel gengur Sýningin stendur til og með 20. apríl. Regína segist ætla að koma með aðra sýningu ef vel gengur með þessa. „Næsta sýning er tilbúin í höfðinu á mér og í rauninni held ég að ég geri alltaf framhald. Fyrsta sýningin gæti verið með annarri og þær tvær fyrstu gætu þess vegna verið með þeirri þriðju. Þetta er eitt- hvað sem hleður upp á sig. Það kemur alltaf meira og meira þótt ég sjái kannski ekki samhengið fyrr en eftir á." Apríl Harpa Smáradóttir býr á Seyðisfirði. Hún segir að apríl sé eins og hver annar mánuður í hennar lífi og að hún sé ánægð með nafnið sitt sem er afar sjaldgæft á íslandi. flppíl er upphaf sumars „Ég veit eiginlega ekki hvers vegna ég heiti Aprfl," segir Aprfl Harpa Smáradóttir, 14 ára stúlka sem býr á Seyðisfirði. „Ég er yfirleitt kölluð Aprfl en stundum er ég köll- uð Prfla," segir Aprfl sem er ánægð með nafnið sitt sem ekki hefur verið skráð sem íslenskt manna- nafn þótt orðið sé vel þekkt yfir þennan fjórða mánuð ársins sem gekk í garð í gær með tilheyrandi hrekkjum. í gömlu tímatali heitir aprfl lflca sumarmánuður en milli- nafti Aprfl, Harpa, er lfka íslenskt fornheiti yfir fyrsta sumarmánuð- inn. Bæði nöfn Aprfl Hörpu eru því tákmæn fyrir upphaf sumars. „Mér líðm ekkert öðruvísi í aprfl en öðrum mánuðum," segir Aprfl sem ákvað ung að flytja frá foreldr- um sínum í Reykjavik til frænku sinnar á Seyðisfirði. „Ég var hér í heimsókn með foreldrum mínum hjá systir hans pabba. Mamma er tælensk og það var auðveldara fyrir mig að vera hér hjá frænku minni þegar ég var að byrja í skóla þar sem mamma átti svolítið erfitt með að aðstoða mig með námið þar sem hún hafði ekki nógu góð tök á ís- lenskunni," segir Aprfl sem fer þó reglulega til foreldra sinna sem búa í Reykjavík en ætla hugsanlega að flytja austur á Reyðarfjörð. „Ég reikna ekki með að flytja til þeirra þó svo að þau flytji austm. Mér líður svo vel hér á Seyðisfirði og á mikið að vinum hér. Ég er mikið í fótbolta og það er nóg að gera fyrir okkur unga fólkið hér á Seyðisfirði. Núna er verið að setja upp leikrit og við krakkarnir tökum þátt f því. Ég kem til með að dansa í því, við stelpurnar dönsum mjög mikið," segir Aprfl sem er alveg ákveðin með hvað hún ætlar að taka sér fyrir hendm þegar hún verðm stór. „Mig langar að flytja suður í framtíðinni tíl þess að læra verða flugmaður. Pabbi er flugvirki og er með mikla flugdellu, þaðan kemur áhuginn á fluginu. Ég er alveg ákveðin í því að verða flug- maðm og reyni að vera dugleg í skólanum til þess að geta látið þennan draum minn rætast," segir Aprfl. Hún reynir að leggja rækt við tælenskan uppruna sinn á Seyðis- firði eins og hún getm. „Ég fermdist í tælenska þjóðbúningnum og hef áhuga á tælenskum hefðum. Mér finnst tælenskm matm lfka alveg rosalega góður, en hann fæ ég ekki nema hjá mömmu í Reykjavfk," segir þessi fallega og sjálfstæða stúlka á Seyðisfirði að lokum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.