Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2005, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2005, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 2. APRÍL 2005 Helgarblað DV ' Myrti fimm börn sín Kviödómur í Bandaríkjun- um hefur dæmt 33 ára karl- mann fyrir að hafa myrt 5 börn sín. Adair Javier Garcia sýndi engin viðbrögð þeg- ■: ardómurinn var lesinn upp en hans bíður líklega dauðarefsing. Garcia kveikti upp i útigasgrilli sínu inni á heimilinu á meðan börnin sváfu. Þau létust öll vegna eiturgufa. Aðeins Garcia sjálfur og 9 ára dóttir hans lifðu af. Upp- haflega taldi lögreglan að grillið hefði verið sett inn fyrir til að hita upp heimilið. Á myndbandi sem Garcia tók upp til að kveðja eigin- konu sina rétt fyrir verknaðinn viðurkennir hann að hafa ætlað að drepa sig og öll börnin. Lottónauð- - garinn laus ur fangelsi Lottóvinn- ingshafinn og nauðgarinn lorworth Ho- are losnaði úr fangelsi í vikunni þrátt fyrir að vilja sjálfursitja lengur inni. Hoare, sem er 52 ára, var smyglað út úr fangelsinu. Hann hefur fengið nýtt nafn en mun fara aftur inn efhann brýtur aftur af sér innan sex mánaða og mun ekki hafa aðgang að fjármunum sínum á þeim tíma. Lögreglan hefur áhyggjur afþví að Hoare muni ráðast á fleiri konur í fram- tíðinni og hefur komið upp upp- tökuvélum í húsi hans til að geta fylgst með hverri hreyfingu hans. Myrti bjón vegna mis- skilnings Bandarískur maður myrti hjón . eftir að hafa talið að þau hefðu vísað lögregl- ii á sig. David Ed- ward Johnson, 33 ára, skaut Aeneas og Julie Hernen til bana og framdi svo sjálfsvig. Fimm ára dóttir hjónanna kom að foreldrum sín- um látnum og hringdi á lögregl- una. Johnson taldi að hjónin hefðu klagað hann til lögreglunn- ar þar sem hann var handtekinn fyrir fíkniefnaeign. Rannsóknar- lögreglan segir þau ekki hafa átt neinn þátt i handtökunni. Þau höfðu reynt að fá nálgunarbann á Johnson þar sem hann hafði ítrekað hótað þeim. Dómarinn neitaði þeim en segist hafa viljað %l gera hlutina öðruvísi í dag.„Efég horfi til baka þá vildi ég aö ég hefði veitt þeim nálgunarbann- ið." Lois Robison talar um son sinn við alla þá sem vilja hlusta. Hún barðist fyrir lífi hans eftir að hann hafði verið dæmdur á dauðadeild en tapaði að lokum. Larry Robi- son var greindur geðklofa og myrti 5 manns. Frú Robison tókst ekki að bjarga syni sinum en ætlar að berjast fyrir geðveika og þroskahefta sem nú bíða aftöku sinnar. Fjölskyldan Larry var eirw afátta systkinum. Hann er hér ásamt foreidrum sínum, efst til vinstri. Frú Lois Robison er afskaplega venjuleg kona en boðskapurinn sem hún færir er afar óvenjulegur. Robison er átta bama móðir en hefur flutt fyrir- lestra fyrir marga hlustendur sem ferðast yfir öll Bandaríkin til að heyra það sem hún hefur að segja um einn sona sinna. Larry Robison myrti 5 manns og var teidnn af lífi. Síðan þá hefur frú Robison talað um son sinn við alla sem vilja hlusta. Larry var ekki vondur, hann var veikur „Sæl verið þið. Ég er Lois Robison og kem frá ósköp venjulegri fjölskyldu. Allt okkar líf var eins venjulegt og það kemur þar til í Ijós kom að einn sonur Sakamál okkar þjáðist af geðklofa. Ef hann hefði búið í öðru rfld en Texas væru fimm saklausar manneskjur á lífi í dag. Eng- in móðir getur ímyndað sér kvöl mína við að heimsækja hann á dauðadeild fangelsisins. Mæður sem upplifa ann- að eins eru svo dofnar að þær geta ekki gengið. En ég ætla að tala um Larry eins lengi og ég lifi. Ekki til að reyna að afsaka það sem hann gerði heldur vegna þeirra aðstæðna sem leiddu til þessa ömurlega atburðar. Larry var ekki vondur. Hann var veikur. Hann hafði aldrei framið neinn glæp fram að þessum degi." Foreldrar fjöldamorðingjans „Hann fékk enga hjálp þrátt fyrir veikindi sín og í stað þess að borga lyfin fyrir hann þá borgaði rfldð fyrir aftöku hans. 17 ár liðu frá handtöku Larrys og þar til hann var tekinn af lífi og hvem einasta morgun vaknaði ég og spurði sjálfa mig hvort ég hefði getað verið betri móðir. Robison með syni sfnum Þessi mynd var tekin afmæðginunum eftirað Larryhafði eytt mörgum árum á dauðadeild ÍTexas. „Það var rétt, hann hafði aldrei verið of- beldisfullur. En það átti eftir að breytast." Þegar hann var 25 ára myrti hann fimm manns í Lake Worth í Texas. Morðin eyðilögðu ekki aðeins fjöl- skyldur fómarlambanna heldur fjöl- skyldur okkar lflca. Frá þeim degi var ég og eiginmaður minn Ken þekkt sem foreldrar fjöldamorðingjans. Allt sem við höfðum gert í lífinu og allt sem við höfum gefið samfélaginu var fyrir bí. Við bjuggumst ekki við þessu. Þegar við Ken hittumst fyrst töluðum við um ffamtíðina og sjáum hana í ljósrauðu ljósi. Við unnum mikið til að eiga mat og föt handa bömunum okkar og við ólum öll bömin okkar upp á sama hátt. Larry var góður sem bam og hin bömin dýrkuðu hann. Hann var klár og honum gekk vel í skólanum." Fengi hjálp ef hann yrði ofbeld- isfullur Allt í einu fór hegðun hans að breytast. Hann fór að hanga með vandræðaliði í skólanum og fiktaði við eiturlyf. Við vissum að hann ætti við einhver vandamál að stríða og árið 1978 fórum við með hann til læknis þar sem hann var greindur með geð- klofa. Okkur til huggunar sögðu lækn- amir að með réttum lyfum gæti hann lifað eðlilegu lífi. Á þessum tíma höfð- um við ekki nógu góða sjúkratrygg- ingu og hver stofnunin á fætur annarri neitaði að taka við honum. Við feng- um að heyra að hann væri hvorki hættulegur umhverfi sínu né sjálfum sér. Það var rétt, hann hafði aldrei verið ofbeldisfullur. En það átti eftir að breytast. Þeir sögðust myndu taka við honum ef hann yrði ofbeldishneigður, en ekki fyrr. Ég hef alla trú á að ef Larry hefði komist inn á stofnun þá hefði hann ekki framið þennan óhugnað." Samúðin breytist í viðbjóð Á þessum stað í fyrirlestrinum finna margir áhorfendur til með frú Robison. Þegar hún byrjar hins vegar að lýsa morðunum breytist samúðin oft í viðbjóð. Árið 1982 hitti Larry hinn 24 ára Ricky Bryant í gegnum sameiginlegan vin. Larry og Ricky bjuggu saman stutta stund. Einn daginn ætlaði móð- ir Rickys að heimsækja son sinn. Eng- inn ansaði svo hún gekk inn og fann lik sonar síns á gólfinu en höfuð hans hafði verið sagað af búknum. Lögregl- an segir Ricky hafa orðið fyrir kynferð- islegri árás en eistu hans höfðu verið fjarlægð. Hann hafði verið skotinn í höfuðið og stunginn 49 sinnum. Lög- reglan fann fleiri lík í næsta húsi og þar á meðal lflc 8 ára drengs. Móðir hans fannst látin í næsta herbergi. Næsta dag sá lögreglan grunsamlegan bil fyr- ir ffaman ldrkju og fann Larry sitjandi við stýrið. Hann var með engin per- sónuskilrfld og gaf upp falskt nafii. í vösum hans fundust giftingarhringur eins fómarlambanna, byssukúlur og nokkur veski. Larry var handjámaður og færður í lögreglubflinn. Hefði getað komist upp með eitt morð Vinkona Larry sagði við réttarhald- ið að hann hefði hringt nokkrum sinn- um í sig eftir að hann var handtekinn. Hún segir hann hafa sagt sér að eftir hann hafði myrt Ricky hefði hann ekki fundið bfllyklana sína og því hefði hann farið yfir í næsta hús. „Ef ég hefði aðeins fundið bfllyklana þá hefði ég komist upp með þetta. Konan í næsta húsi öskraði á mig og ég gat ekki ann- að en skotið hana. Eg varð að drepa alla hina til að skilja ekki eftir nein vitni.“ Sáttur að deyja Þeir sem sitja enn undir fyrirlestri Robison heyra hana segja frá því þegar ein dóttir hennar bað hana um að hætta að hugsa um Larry til að hin böm hennar fengu einhverja athygli. „Fólk finnur til með fómarlömbum ættingjanna en gerir sér ekki grein fyrir að fjölskylda morðingjans á bágt líka. Eftir því sem aftakan nálgaðist fannst mér erfiðara að heimsækja hann. Hann sagðist ekki vita af hverju hann hefði gert þetta. Tfrni hans væri kom- inn og hann myndi yfirgefa þessa jörð sáttur. Hann sagði mér lflca að hann væri stoltur af baráttu foreldra sinna. Að það væm margir inni á dauðadeild sem væm jafnvel enn veikari en hann.“ Veikindin koma í hrinum „Nokkrum klukkustundum fyrir af- tökuna var okkur sagt að hann yrði kannski ekki tekinn af lífi þar sem hann væri svo veikur. Hjartað ætlaði út úr brjóstinu. Höfðum við loksins náð í gegn til þeirra? Við biðum í nokkra mánuði en úrskurðurinn var að hann væri nógu heilbrigður til að vera drep- inn. Eftir þann úrskurð fékk ég að faðma son minn að mér í fyrsta skiptið í 12 ár. Larry valdi sjálfur daginn þar sem hann vildi deyja. 21. janúar árið 2000. Lögin banna aftöku þeirra sem skilja ekki að þeir verði teknir af lífi. Að mati þriggja geðlækna var Larry ekki nógu veikur. Veikindi hans komu í hrinum, eina stundina var hann mjög lasinn, aðra stundina ekki." Lois Robison ætlar aldrei að gefast upp í baráttu sinni. Hún segir að þriðj- ungur þeirra sem dvelja á dauðadeild séu geðveikir eða þroskaheftir. Þrátt fyrir að hafa ekki tekist að bjarga syni sínum vonast hún til að ná til þeirra sem stjóma. Sextán ára bandarískur unglingur er fyrir dómstólum fyrir aö hafa barið kærustuna með hafnarboltakylfu Barði kærustuna til að enda meðgöngu Sextán ára bandarískur ung- iingur sem barði kæmstuna sína í von um að enda meðgöngu henn- ar segir stúlkuna hafa samþykkt barsmíðamar. Drengurinn barði + 17 ára kæmstu sína með hafriar- boltakylfu á hveijum degi í þijár vikur. í október missti stúlkan fóstrið sem þá var sex mánaða. Lögreglan fann fóstrið grafið í bak- garöi heima hjá honum. Lögreglan ákvað að kæra ekki stúlkuna þar sem hún var ekki gerandi að verknaðnum. Læknir segir fóstrið ekki hafa getað lifað fæðinguna af og því var drengurinn ekki kærður fyrir manndráp. Sak- sóknarinn hefur gagn- rýnt lögfræðing drengs- ins fyrir að notfæra sér málefni baráttumanna fyrir réttindum fóstureyð- inga í vöminni. Lögfræð- Fóstur Læknir segir fóstrið ekki hafa iifað fæðinguna afog því var drengurinn ekki kærður fyrir manndráp. ingurinn hefur einnig sagt ung- lingana góða krakka sem notuðu þessa öfgakenndu aðferð af ótta við reiði foreldranna og að þau hefðu ekki vitað að fóstureyðing væri lögleg í Michigan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.