Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2005, Síða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2005, Síða 35
DfV Helgarblað LAUGARDAGUR 9. APRÍL 2005 35 Grillið, Humarhúsið og Sjávarkjallarinn - þrír toppstaðir íslands Nú er loksins komið að grein- inni um toppstaði verðlags í veit- ingabransanum, þau hús, sem í krafti hárra reikninga gera kröfu um að vera metin topphús. Þar eru margir kallaðir, en fáir útvald- ir. Ég ætla ekki að benda á Skóla- brú, Perluna, Holtið, Einar Ben, Lækjarbrekku, Argentínu og Apót- ekið, af þvf að ég hef áður skrifað um þau og vil ekki aftur borga uppsett verð fyrir fram boðin gæði. Ég ætla ekki heldur að skrifa um staði, sem hafa kalda nærveru, Vox, sem býður hreina nýklassík, um Sigga Hall og Tvo fiska, sem að mörgu leyti eru áhugaverðir fiski- staðir, um Holtið, sem hefur dapr- azt flugið og ekki heldur um Tjöm- ina, sem er of gloppóttur staður til að hægt sé að mæla með honum núna. Ég ætla að fjalla um Grillið, Humarhúsið og Sjávarkjallarann sem þrjá toppstaði landsins. Grilíið er tvímælalaust bezti staður landsins, samnefnari fyrir lúxus, sá eini, þar sem verjandi er Grillið Tvlmælalaust besti staður landsins með toppmatreiðslu og toppþjónustu. að sukka með rúmlega 7000 krón- ur í mat fyrir utan drykki. Grilhð sameinar toppmatreiðslu og topp- þjónustu og góða nærvem, þrátt fyrir glæsibrag og stóra glugga. Það er ekki gelt, þótt það sé nýklassískt, gælir raunar við nýfrönsku og er eini íslenzki staðurinn, sem fengi 17 punkta af 20 á skala Gault- Millau. Humarhúsið býður ofsalega fína nærvem og frábæra mat- reiðslu á fiski að nýfrönskum hætti. Þetta er toppstaður, sem ber Humarhúsið Toppstaður með frábæra matreiðslu á fiski og ofsalega fína nærveru. ekki marga drauga nýklassískrar matreiðslu á herðunum, þar sem gestir em ekki að kosta tækifæri fyrir kokka til að taka þátt í mark- lausri keppni. Hér er aðaláherzlan lögð á gæði hráefiús og nákvæmar tfinasetningar í matreiðslu, en ekki litið á matreiðslu sem arkitektúr eða myndlist. 16 punktar. Sjávarkjallarinn er staður með skemmtilegum stæl, en þó með góðri og vandaðri fagmennsku á öllum sviðum. Mér er enn minnis- stæð veizla, þar sem boðnir vom Sjávarkjallarinn Staðurmeð stæl. Góð og vönduð fagmennsku á öllum sviðum. tólf smáréttir á 6000 krónur. Húsakynni eru blanda af gamalli steinhleðslu og tízkuhúsbúnaði, þjónusta glaðbeitt og kunnáttu- söm og eldamennskan er ekki fast bundin í viðjar nýklassískrar stefnu, leyfir sér tilþrif til annarra átta. Veiki hlekkurinn felst í eftir- réttum, sem ekki em minnisstæð- ir. 16 punktar. 15 punkta staðir em svo Holt, Primavera og Vox. Ég efast um, að íslenzkur staður fengi stjörnu í Michelin, kannski Grillið. Nýlegar stefnur í matargerðarlist Cuisine nouveiie boðorðanna tiu hérá siðunni er mat- reiðslustefna flestra beztu veitinga- húsa Frakklands, meginlands Vestur- Evrópu og Bandarikjanna. Þessi stefna er litið notuð hérá landi, var reynd á Arnarhóli endur fyrir löngu, en sló ekki i gegn. Cuisine minceur er megrunarstefna af þessari mat- reiðslu, sem þekktust er hjá Michel Guérard og ýmsum bandarískum kokkum, sem vilja hatda hitaeiningum i skefjum. Þessi stefna þekkist ekki hér á landi, enda vilja menn kúfaða diska og engar refjar. Cuisine terroir er stefna, sem leggur mesta áherzlu á tiunda lið boðorðanna, staðbundin hráefni og staðbundnar hefðir. Þessi stefna er algeng i góðum veitingahús- um hér á landi, t.d. á Þremur frökkum og öðrum fiskihúsum. Hún er rótin að hugmyndinni um samnorræna stefnu, cuisine nordique. Cuisine fusion erstefna.sem blandar saman vest- rænum og austrænum matreiðsluhe- fðum i einum og sama rétti, notar til dæmis austræn krydd við nouvelle matreiðslu. Þessi stefna er aigengust i Bandarikjunum. Hún var nýlega reynd hérá Sommeiier og hefur teygt anga sina innálOI og Apótekið. Gömlu andstæðurnar Cuisine neodassique er stefna á milli cuisine nouvelle og heföbundinnar matreiðslu fyrir kónga- fólk, sem kennd var við fræga franska kokka frá fyrri öldum, Careme og Escoffier. Þessi blanda rikir á Norður- löndum og er kennd í okkar kokka- skóla. Hún stýrir flestum afdýrustu veitingahúsum landsins. Formúluhúsin Formúluhús hafa fyrir löngu slegið I gegn og eru helmingur veitingahúsa hér á landi, yfirleitt skyndibitastaðir og oftast I keöjum á borð við McDonalds. Þessi veitingahús hafa einfalda og staðlaða formúlu, til dæmis hamborg- ara eða kjúkling eða TexMex eða pítu eða pitsu. Bragðið er í sósunum fremur en í matnum. Boðorðintíu fyrirkokka Almennt hafa notendur veitingahúsa ekki áhuga á ýmsum hjartans málum menntaðra kokka. Við höfum h'tinn áhuga á tilþrifum þeirra í arkitektúr og myndlist og allra sfzt á ísstyttum þeirra. Við vilj- um ekki heldur, að þeir dundi við matinn tímunum saman eða blandi í hann aukaefnum á borð við matarlím til að forma hann. Nútímafólk vill fremur, að þeir haldi í heiðri þessar fáu og einföldu reglur: 7. Aðeins eru notuð fersk hráefni árstíðarinnar. 2. Litið er notað affrystum hráefnum og ekkert af niðursoðnum. 3. Grænmeti og fískur er notað i stórauknum mæli. 4. Hörð fíta og sykur eru notuð i hófí og gætt er að hitaeiningum. 5. Hveiti er ekki notað i sósur eða súpur til þykktar. 6. Afnumin er forvinna og upphitun fyrir máltið. 7. Eldunartími er ekki hafður lengri en nákvæmlega er þörf. 8. Borin er virðing fyrir eðlisbragði og næringarefnum hráefna. 9. Matseðlar eru stuttir og breytilegir eftir árstíðum og fáanlegum hráefnum, helzt hreinir seðlar dagsins. 7 0. Eldamennskan tekur tillit til staðbundinna hráefna og hefða. Þetta eru í stórum dráttum svipaðar reglur og settar voru fram fyrir hina nýju, frönsku matargerðarlist, cuisine nouv- elle, sem kom fram fyrir aldar- fjórðungi og hafnaði klassísk- um stíl skólastofnana og mat- argerðartímarita. % 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.